Einn til tveir fjölmiðlar í burðarliðunum?

Atvinnuástand meðal fjölmiðlamanna hefur ekki verið gott að undanförnu. Nokkrir frambærilegir fjölmiðlamenn ganga um atvinnulausir eða með veika verkefnastöðu. Góð laun eru víst í boði fyrir rétta menn. Meðal fjölmiðlamanna er rætt um að það sé ekki alltaf spurt um gæði í stéttinni heldur fremur hlýði. Hinir nýju fjölmiðlar eru  víst sagðir í eigu fyrrum eigenda Kaupþings og Landsbankans. Fyrst var hugmyndin að gefa út einn viðbótar fjölmiðil, en andúð Jóhönnu Sigurðardóttur og ráðandi afla í Samfylkingunni á Björúlfi Thor veldur því að Kaupþingsmenn eru slíku samstarfi fráhverfir. 

Með því að koma fram með nýja fjöliðla, geti Kaupþingsmenn og Landsbankamenn haldið uppi öflugum vörnum rétt eins og Glitnismenn geta nú gert í Fréttablaðinu, Stöð 2 og tengdum fjölmiðlum. Þykir umfjöllum vera eigendum  gamla Glitnis, og sérstaklega Jóns Ásgeirs Jóhannessonar  á kostnað gamla Landsbankans og Kaupþings. 

Þá er ætlunin að falast eftir velvild starfsmanna RÚV, en miðað við núverandi vinnubrögð eru þar er allnokkrir, sem talið er að gætu hugsað sér hækkun launa eða fá viðbótarsposlur gegn hlutdrægni í umfjöllun.

Nú verður gaman að sjá hvort þessir nýju fjlmiðlar fái að komast á laggirnar. Núverandi staða er víst þyrnir í augum margra VG manna, en sagt er að Samfylkingin hefi sett stuðning við Baugsfjölmiðlana sem eitt af skilyrðum fyrir núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband