Eru hormónar ástæaða óróleikans?

Í VG er mikill einhugur og samstaða. Menn streyma úr fjarlægum landshlutum til höfuðborgarinnar til þess að mæta á samhyggðarfund flokksins í Reykjavík. Enginn klofningur, enginn ágreiningur þannig sýna íslenskir sósíalistar almenningi myndina. Lilja Móses er ekki lengur ámyndinni, heldur ekki Atli Gísla eða Ásmundur eru ekki á myndinni, og þau Jón Bjarna, Guðfríður og Ögmyndur sjást ekki. Það náðist ekki mynd af öllum.

Í Frakklandi er líka sýnd mynd af frönskum sósíalista. Hinum dáða Dominique Strauss-Kahn. Í Bandaríkjunum er forsetaefni þeirra kært fyrir nauðgun. Tóm vitleysa segja franskir sósíalistar, þetta er árás kapítalistanna í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir að sósíalisti verði forseti Frakklands. Fyrri yfirsjónir  Strauss-Kahns eru skýrðar með hormónavirkni. Góðir pólitíkusar hafi virkari hormónastarfsemi en aðrir. Sem dæmi máli sínu til stuðnigs benda þeir á Kennedy. 

Ofurvirk hormónastarfsemi er misvel liðin, þannig varð  Moshe Katsav forseti Ísrael að segja af sér vegna fjölþreyfni. 

Á Íslandi er ekki komin hefð fyrir afstöðu gagnvart hormónaofvirkni stjórnmálamanna. Erum við jafn ,,umburðarlyndir" og Frakkar, eða erum við jafn dómharðir og Bandaríkjamenn, Danir og fleiri þjóðir. Hvaða mynd setjum við upp? 

Væntanlega þá sem við viljum sjá.

 


mbl.is Einhugur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

4 stk elliær gamalmenni sem best ættu heima inn við sundin blá smíða hér Útópíu-samfélag sem þau vilja gjarnan að aðrir lifi í ...bara svo lengi sem þau þurfa þess ekki sjálf.  Mynnir þetta á nokkuð?

1. Vísbending

Eve Online

2. Vísbending

Bería.

3. Vísbending

1812

4... æi andskotinn.... þetta er gamla Sovét!

Óskar Guðmundsson, 21.5.2011 kl. 10:42

2 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

greyið er greinlige bara veikur ..og hans fólk á þessu flokksþingi greinilega líka þar sem enginn virðist ætla að stöðva manninn ..

kannski er það bara ekki hægt án inngrips lækna eða lögreglu ..

en það er alveg ljóst að hann lifir ekki í þessum raunveruleika sem ég sé..

Hjörleifur Harðarson, 21.5.2011 kl. 11:26

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var einnig samhugur allra þingmanna sem sóttu þing ráðstjórnarríkjanna. Þar var hlustað og síðan klappað, enginn vogaði sér að mótmæla valdstjórninni!

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2011 kl. 01:48

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi Sigurður.  Ég vissi ekki að þú værir svona vel að þér í hormónastarfsemi VG og vinstrimanna. Ég held samt að þekking á þessu efni, sé veigamikið greiningartæki, því þessi starfsemi, hefur reglulega þvælst fyrir fótum manna. Við verðum svo að játa að einnig er hægt að finna mergjaðar sögur af hægri mönnum í þessu efni. Ítreka að þessi veikleiki manna er og mun verða hættulegt vopn á vígvelli stjórnmálanna.

Jón Atli Kristjánsson, 22.5.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband