26.6.2011 | 22:42
Uppgjörið í Samfylkingunni hafið!
Það hefur lengi legið í loftinu að það er mikill urgur í frjálslindum jafnaðarmönnum í Samfylkingunni. Með Jóhönnu Sigurðardóttur hefur Samfylkingin færst yfir í mjög vinstrisinnaðan flokk, ekki fjærri gamla Alþýðubandalaginu. Með henni fylgja aðilar eins og Skúli Helgason, Mörður Árnason og Helgi Hjörvar. Jóhanna sem hefur látið á sjá, er ekki talin skrifa neitt af því sem hún kemur með opinberlega. Enda er flutningurinn arfaslakur. Óánægjan er ekki bara með Jóhönnu heldur einnig Hrannar Arnarsson sem hefur komist í völd sem talið er að hann hafi enga getu til. Útkoman er að þingmenn eins og Katrín Júlíusdóttir, Árni Páll Árnason, Dagur B. Eggertsson og Magnús Schram eru eins og staddir í rangri jarðarför.
Nú stígur Árni Páll Árnason og mótmælir stefnu Jóhönnu Sigurðardóttur í sjávarútvegsmálum. Hann segir stefnuna ekki ganga upp og hún sé ekki leiðin að norræna velferðarkerfinu. Það er eins og að renna upp fyrir Árna að þangað var leiðinni heldur aldrei ætluð. Fyrirmyndin var gamla Austur Þýskaland. Samfylkingin var utan stjórnar í 16 ár, en árangur þessa ríkisstjórnarsamstarfs mun þýða að þegar kosið verður að nýju mun Samfylkingin verða mun lengur utan stjórnar. Þetta gera æ fleiri frjálslyndir Samfylkingarmenn sér grein fyrir og vilja breyta stefnu eða hoppa af lestinni áður en á áfangastað er komið.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Það er ýmislegt sem mér finnst ekki passa hjá þér. Þannig fæ ég það ekki til að ganga upp að flokkur sem var stofnaður árið 2000 og fór í stjórn árið 2007 hafi verið utan ríkisstjórnar í 16.
Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig þú reiknar þetta?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 26.6.2011 kl. 23:08
Sæl Ingibjörg. Fyrir mér skiptir litlu máli hvað þettta fyrirbrigði heitir. Hvort þau heita Samfylking, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti eða gamli Kommúnistaflokkurinn. Utan ríkisstjórnar var þetta lið í 16 ár, en verður það út öldina vegna frammistöðunnar.
Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2011 kl. 23:19
Ingibjörg...vissir þú ekki um að kennitöluflakk tíðkast líka í stjórnmálum? Það er þó eingöngu bundið við vinstri vænginn. Jóhanna var meira að segja að boða enn eitt nú um daginn þegar hún bauðst til að leysa upp samfylkinguna og stofna annað "afl" með sósíalistum allra flokka.
Þú veist væntanlega að Jafnaðarstefna er endurþýðing á Socialism? Hefur raunar verið endurþýtt aftur eftir að óorð kom á hana. Nú heitir það Félagshyggja. Afar mjúkt og mannlegt, en er bein þýðing á socialism. Jamm...það er ekki lítið feimnismál að vera vinstrimaður og segja rétt deili á sér. Ekki nóg að skipta um kennitölur í gríð og erg og nafn á flokkum, því það þarf ítrekað að endurskíra hugmyndafræðina til að villa um fyrir fólki.
Geðklofinn er svo alger í því að henda svokallaðri fjölmenningarstefnu í grautarpottinn líka, sem heitir á útlensku Globalism. Þar eru hægri öfgarnir komnir í bland líka. Ertu að skilja þetta?
Annars er það andvana umræða að þrátta um þetta nú. Hið nýja sovét ESB er fallið. Þú getur loksins slakað á og notið þess að vera frjálsborinn Íslendingur.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 00:25
Samfylkingin er komin mörg hundruð mílur frá gamla Alþýðuflokknum sem leit á sig málsvara fólksins. Nú er það orðið málsvari afturhald og niðurrifs og kennitöluflakks og man bara ekki eftir því að hafa setið í stjórn og verið með ráðherra þegar hrunið kom. Ég gef nú ekki háa einkunn fyrir flokk sem bendir bara á næsta mann.
Ég hef nú ekki skilið þessa miklu hækkun á Hrannari B -þetta er nú einstaklingur sem er dæmdur „þjófsauga" af Hæstarétti og fékk verkefni hjá R-listanum í Reykjavík að vigta endurnar á tjörninni, sennilega til að borga skuldirnar?
Ómar Gíslason, 27.6.2011 kl. 01:56
Vigta endurnar á Tjörninni? Þýðir það að skjóta mávana við Tjörnina, bara með fyndnara orðalagi? Eða var það Gísli Marteinn? Minningar um R-listann eru eins og í þoku.
Það sem maður man helzt var að flokkarnir fjórir héldu svo lengi upp á það að hafa náð völdum, að þegar þeir ætluðu loksins að fara að koma einhverju í verk eftir rúmlega þrjá mánuði, þá var stungið undan þeim.
Vendetta, 27.6.2011 kl. 03:25
Þegar þú talar um gamla Alþýðuflokkinn sem málsvara fólksins, þá áttu væntanlega við stefnu flokksins á 5. og 6. áratugnum. Því að í Viðreisnarstjórninni á 7. áratugnum varð Alþýðuflokkurinn máttlaust verkfæri Íhaldsins.
Vendetta, 27.6.2011 kl. 03:30
Allavega hljóta minningar þeirra sem sátur R-listann að vera í þoku. Það er ekki nokkur leið að ímynda sér þetta lið hafi verið sóber á meðan á gekk.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 03:42
Utaná húsi Samfylkingarinnar á Akureyri áður hús Alþýðubandalagsins var til skamms tíma málað stórum stöfum. VINNA-VELFERÐ-RÉTTLÆTI. Nýlega var málað yfir þessi orð. Ég veit ekki hvers vegna ??
Snorri Hansson, 27.6.2011 kl. 16:09
Snorri, ég get alveg getið mér til hvers vegna.
Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2011 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.