27.6.2011 | 14:19
Umsókn í jarðaförina
Nú þegar Evran er að hrynja og vaxandi efasemdir eru um Evrópusambandið, þvingar Samfylkingin VG til þess að fara í formlegar aðildarviðræður. Erfiðleikarnir eru miklir og þau ríki sem betur eru sett verða að leggja meira fram. Talið er að aðeins sé tímaspursmál hvenær einhverjum ríkjum verði vísað úr Evrusamstarfinu. Við værum ekki að fara í ESB til þess að hagnast fjárhagslega, þó ennþá séu aðilar sem halda slíku fram. Uffe Elleman Jensen hefur lengi varað Íslendinga við að halda slíkri firru fram. Hann hefur ítrekað sagt að þjóðir verði að fara inn af pólitískum ástæðum. Það heyra stuðningsmenn aðildar ekki. Það sjá þeir ekki og það skilja þeir ekki.
Innan Samfylkingarinnar er samstaðan að bresta. Arni Páll og fleiri sem telja sig til frjálslyndra Samfylkingarmanna eru búnir að fá nóg. Þeir vissu ekki að stefnan væri á Sósíalismann. Hraðlestin heldur hins vegar áfram án möguleika að stöðva gripinn.
ESB umsóknin er nú alfarið í boði VG.
![]() |
ESB vill fá eigin fjármagnsskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Hvenær á stjórnarbylting við,ég á nú ekki við nema svipaða þeirri sem kom þessari á? Það er eitthvað grugg í stjórnarandstöðunni,en hluti hennar er kröftugur og verðskuldar hrós.
Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2011 kl. 18:53
Góður og kröftugur pistill. Andlát evrunnar er ekki alveg tímabær umræða, en hvað á að gera við þjóðir sem haga sér illa í evrulandi. Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna, sagði maðurinn !! Þetta segja þjóðverjar og það með réttu. Evruland þarf að búa sér til skammarkrók, þangað á að senda ótuktar stráka sem berja aðra og taka af þeim sleikjóinn þeirra. Kallar þetta á meiri miðstýringu, valdboð að ofan, ég held að þjóðirnar í evrulandi séu ekki komnar þangað. Það þarf að finna leið til að setja einhvern í skammarkróinn, þangað til hann hefur lært það að enginn borgar skuldirnar hans.
Jón Atli Kristjánsson, 27.6.2011 kl. 20:51
Helga, það kæmi mér ekki á óvart að það yrði bylting í einhverju formi þegar líður að hausti. Er sammála þér með að hluti stjórnarandstöðunnar er að gera góða hluti.
Jón ég er sammála þér að það vantar agann í ESB. Grikkir hafa farið alvarlega að ráði sínu. Af einhverjum ástæðum virðist samfélag þeirra vera spillt. Forráðamenn víla ekki fyrir sér að fara rangt með, og það eiga þjóðverjar erfitt með að líða. Mig minnir að eftirlaunaaldur í Grikklandi sé 55 ár og þá hækka menn í launum. Svo er menningin sú að mótmæla þessu óréttlæti að taka þennan dekurskap af.
Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2011 kl. 21:31
Er ekki komið nóg af þessum áróðri um leti Grikkja og spillingu. Hvernig væri að fólk kynnti sér raunverulegar staðreyndir? Þeir sem bera ábyrgð á þessu eru þeir sömu og eru að bjóða beilátið. Landið var rænt innanfrá af samskonar græðgisöflum og hér réðu ríkjum. Eini munurinn er sá að í Grikklandi á ekki að leyfa rotnum bönkum að falla, heldur beila þá út. Þetta hefur ekkert með lélegan ríkisbúskap eða eftirlaunaaldur að gera. Það er Angela Merkel, sem vill endilega að menn haldi það.
Talandi um dugnað, þá skulum við bera saman hverjir vinna mest í Evrópu og hverjir minnst.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2011 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.