Neyðist Jóhanna að segja af sér vegna hlerunarmálanna.

Nú eru stjórnmalamen í Bretlandi í vondum málum vegna hlerunarmála. Forsætisráðherra Bretlands David Cameron á undir högg að sækja hefur fengið stuðning úr óvæntri átt, þ.e. frá forsætisráðherra Íslands Jóhönnu Sigurðardóttur. Eina vandamálið er að Jóhanna talar ekki útensku og málflutningur hennar hefur ekki verið þýddur enn sem komið er. Annar stuðningsmaður Camerons er ritstjóri DV Reynir Traustason. Falli Cameron gæti aukist þrýsingur á að hlerunarmálið á Alþingi yrði tekið upp að nýju. Þá gætu þau Jóhanna og Reynir orðið í vondum málum og fengið ókeypis gistingu yfir austan fjall.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Glöggur ertu Sigurður. Þetta mál fer að verða spennandi . Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.7.2011 kl. 08:08

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég er ekki alveg klár á því hvort þessa færsla er skrifuð fyrir eða eftir góðan fund okkar.  Þakka fyrir góðan undirbúning þess fundar og fannst fundargögn vera með ágætum.  Átta mig betur á þessu ef færslan er skrifuð eftir fundinn.  Veit ekki hvort þú hefur frétt af því að Jón Ásgeir á að hafa átt leynifund með Reyni.  Þar sem margt er " hlerað " þessa dagana verður það öruggleg uppvíst fljótlega hvað var sagt. Held að þetta sé ekki alveg svona einfalt með gistinguna, það er allt upp fullt !

Jón Atli Kristjánsson, 19.7.2011 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kolla þetta er eins og í glæpasögu, sem e.t.v. það einmitt er.

Eignarhaldið á 365 miðlum gæti hvergi viðgengist nema á Íslandi og er í boði VG og Samfylkingarinnar. Af hverju hefur ekki farið fram opinber rannsókn á hlerunum á Alþingi? Getur verið að stjórnvöld hafi þar ekki hreinan skjöld?

Jón þakka góðan fund. Við vitum aldrei nema hann hafi verið hleraður. Það voru einnig brak og brestir í GSM símanum mínum í dag. Ef ég læsi DV gæti ég komist að því hvort einhver leki sé þangað, en læt það ógert. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.7.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband