Stórgóður sigur Blika

Breiðablik vann feiknargóðan sigur á Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Það virðist hafa komið mörgum á óvart að Breiðablik hefur ekki gengið sem skyldi í Íslandsmótinu í ár. Það á sér þó eðlilegar skýringar. Breiðablik hefur aldrei áður unnið Íslandsmeistaratitil og það þekkt að nýtt meistaralið á heldur slakari gengi næsta ár á eftir. Þá er það alltaf keppikefli liða að vinna Íslandsmeistarana. 4-5 sæti væri ekki óeðlileg úrslit fyrir Breiðablik á þessu ári og kæmi ekki á óvart að það yrði raunin.

Leikurinn í kvöld er sigur fyrir íslenskan fótbolta. Rosenborg er feiknarsterkt lið og að vinna það með 2-0 er stórkostlegur árangur. 

Það hefur aðeins borið á neikvæni gagnvart Breiðablik í upphafi þessa móts. Þessi úrslit ættu að þagga niður þær raddir. 


mbl.is Tveggja marka sigur en Blikar úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Agnar Guðsteinsson

Flottur sigur en kannski ekki sanngjarn, Rosenborg var miklu meira með boltann en sköpuðu sér ekki mörg tækifæri. Hvað varðar landsliðsþjálfara sem þú veltir vöngum yfir, þá verður enginn þessara manna landsliðsþjálfari. Það verður ráðinn erlendur þjálfari.

Geir Agnar Guðsteinsson, 20.7.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Geir, get tekið undir með þér varðandi leikinn, en Breiðablik sýndi styrk, því Rosenborg er hörkugott lið. Það er einhver gagnrýni á liðið og þjálfarann í gangi, sem er illa rökstudd eða ekki. 

Ég var sannfærður um að við mydum ráða erlendan þjálfara næst. Það sem truflar það dæmi er að þær upphæðir sem markaðurinn er að borga er verulega hár. Þá er spurningin hvort þýska leiðin verði valin. Yfirþjálfari með teymi með sér. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.7.2011 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband