Ólöglegar kökur!

Við vorum búin að baka fyrir árlega fjáröflun í félaginu okkar, þegar við fengum upphringingu frá formanninum þar sem okkur var sagt að þetta væri ólöglegt.

,,Já, sagði ég, þær eru ólöglega góðar" sagði ég.

,,Nei, nei" sagði hann ,, við meigum ekki selja þær, það eru reglur ESB"

,,Ertu að segja að allar kökur til sölu séu ólöglegar til sölu"

,, Nei, ekki ef þær hafa rauða gassúrskreytingu" sagði hann.

,, en ekki bláa, eða græna" sagði ég

,,Nei, alls ekki grænar eða bláar" sagði hann

,, Hefur þetta eitthvað með pólitík að gera" spurði ég

,,Það hefur komið í ljós að við höfum innleidd fullt af reglugerðum ESB í aðlögunni, sem  almenningur veit ekki um" sagði hann

,, Veistu hvaða klósettpappír þú mátt nota og hvaða ekki" spurði hann

,,Nei", sagði ég ,,vil ekki vita það" sagði ég og lagði á.

Ég setti á mig heyrnartólin og setti á róandi tónlist. Nú þurfum við að borða 194 muffins sem við ætluðum að gefa félaginu okkar. Það má ekki, selja þær af því að þær eru ekki rauðar. Ég veit að vinur minn Andrés Pétursson vinur minn í ESB æðstaráðinu getur útskýrt þetta allt fyrir okkur síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er ekki frá ESB Sigurður.

http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1995093.html

Matthías Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er reglugerð frá íslenskum ráðherra. Þetta er ekki eitthvað frá ESB. Enda ná núverandi lög ESB um þetta ekki svona langt varðandi heimabakstur og sölu á honum, sem er mjög mikið menningaratriði í fleiri löndum en bara á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 28.7.2011 kl. 19:12

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú, jú strákar, þetta er frá ESB. Þetta er í grundvallaratriðum í anda ESB, þ.e. að nýðast á samborgurunum með óþarfa regluverki bara til þess að sýna vald sitt. Það að Alþingi samþykkti Icesave var ekki beint með tilskipun ESB, en undir miklum þrýstingi ESB. Þjóðin ákvað að fella níðingskapinn sem hefði þýtt 540 milljarða óþarfa álögur a þjóðinni. Alræðisstjórnunarhugsun snýst um að ráðskast með alla skapaða hluti sem þegnarnir aðhæfast. Það er stefna ESB, það er stefna Samfylkingarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 28.7.2011 kl. 20:31

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg er ansi viss um að ef við erum að gefa sjálfstæði okkar allri Evrópu- verðum við að eta meir en rauðar kökur !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2011 kl. 20:39

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Jamm,, en við spyrnum við fótum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 01:55

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kommon Siggi, þú getur betur en þetta :) Hvað kemur Icesave málinu við? Og Samfylkingin? Það var ráðherra Framsóknarflokksins sem lagði þessi lög fram.

Matthías Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 09:36

7 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi Sigurður. Mér fannst heilsuátakt þitt á góðri leið. Þyngdin að lagast og hyllti undir að hægt væri að hneppa öllum tölum á skyrtunni.  Enn 194 muffins það veit ekki á gott. Mitt ráð er að þú boðir sem snarast til fundar og fáir hjálp í þessu máli.  Ef þú innbyrðir þessa 194 verður þú kallaður Siggi ...  Þú vekur athygli á aukinni forræðishyggju, mál þar sem allir þurfa að standa á tánum. Hvaðan vont kemur skiptir ekki öllu máli, ég held að þú hafir hinsvegar rétt fyrir þér margt vont kemur frá ESB !!

Jón Atli Kristjánsson, 29.7.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband