Launamál yfirmanna

Oft fara á stað umræður um þau laun sem verið er að greiða yfirmönnum fyrirtækja og stofnana. Þetta gerðist þegar bankarnir fóru á stað, og þetta gerist enn í dag. Á að greiða bónusa? Hvenær og hvernig?

Það hlýtur að vera öllum ljóst að launamál bankamanna fóru út í algjört rugl og fáir sem létu þá í sér heyra.

Í dag berast fréttir af tapi N1 og að forstjórinn sé með 2,7 milljónir í mánaðarlaun. Er það mikið eða lítið. Líklega eru þetta launasamningar fyrri ára, en samt hafur maður ekki nægar upplýsingar til þess að meta launamálin. Jafnvel þó að fyrirtækið hafi skilað tapi.

Mér eru af handahófi minnisstæði tvö dæmi. Annað fyrir nokkrum árum þá hafði gott fyrirtæki verið rekið með einhverju tapi í ein þrjú ár, og áætlanir stóðust ekki hjá framkvæmdastjórnaum. Hann var í eigendahópi, og hætti sem starfsmaður. Við tók hörkuduglegur maður sem reif fyrirtækið upp á næstu þremur árum. Starfsmönnum fjölgaði umtalsvert svo og arðsemi. Virði fyrirtækissins margfaldaðist. Það þurfti ekki langan tíma til þess að réttlæta tvöföldun launa framkvæmdastjóra.

Ráðgjafafyrirtæki er nú með starfsmenn erlendis og innanlands. Laun þeirra sem vinna erlendis eru 70% hærri en þeirra sem vinna innanlands. Menn sem eru með sambærilega menntun og reynslu. Markaðurinn úti er að gefa a.m.k. 110% hærri tekjur á klukkustund. Hér koma upp umræður um að halda ákveðnum jöfnuði, vegna þess að það skiptir fyrirtækið og starfsmennina miklu máli að missa ekki öll tengsl á íslenska markaðinum.

Þriðja dæmið sem full ástæða er að taka upp eru laun forsætisráðherra. Ég reikna með að heildarlaun hennar séu um 1200 þúsund. Hennar aðal hlutverk er að örfa samfélagið og hvetja til dáða. Vera leiðtogi. Þetta hefur því miður algjörlega brugðist. Launalækkun í 400-500 þúsund væri fyllilega réttlætanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er þessu algjörlega sammála. Ekki á að greiða neina bónusa a.m.k. ekki nema fyrirtæki síni fram á  góðan hagnað í þrjú ár á undan.

Sandy, 11.8.2011 kl. 19:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Há laun, svokölluð ofurlaun, hafa hingað til verið réttlæt vegna mikillar ábyrgðar eða frábærrar frammistöðu í starfi. Reyndar voru laun margra stjórnenda fyrir hrun komin svo langt umfram skilning fólks á því sem kallast laun, að varla var hægt að beyta þeim rökum lengur.

Við bankahrunið kom svo í ljós að ábyrgðin var engin og frammistaðan vægast sagt léleg. Því hélt maður að eftir hrun myndi þetta breytast til betri vegar, en það er þó fjarri því. Enn fá menn laun sem eru ofar skilningi almennings og enn kemur í ljós að þessir menn sem þessi laun fá bera enga ábyrgð og enn kemur í ljós að frammistaða þeirra er oftar en ekki afburða léleg.

Það er ljóst að forstjóri N1 hefði aldrei haldið manni sem vinnur sem bensíntitt hjá fyrirtækinu, ef hann hefði staðið sig jafn illa í sínu starfi og hann sjálfur sem forstjóri. Titturinn hefði verið rekinn með það sama og það án "starfslokasamnings". 

Gunnar Heiðarsson, 11.8.2011 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband