Afar vont fyrir sjálfsmatið!

Þessi réttarhöld í  Landsdómi eru afar slæm fyrir sjálfsmat margra Samfylkingarmanna. Það voru margir sem gagnrýndu ráðherra ríkisstjórnar Geirs Haarde löngu fyrir hrun. Það að draga Geir Haarde einan fyrir dóm er hins vegar réttarhneysli. Einn ráðherra sem sat í sérstakri fjármálanefnd var Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra.

Það var réttlát gagnrýni sem ráðherrarnir fengu á sínum tíma, en þá er spurt. Er gagnrýni á núveranid ráðherra og ríkisstjórn, réttmæt? Eru þessir ráðherrar að standa sig gagnvart þjóðinni? Allir ráðherrar þessarrar ríkisstjórn samþykktu Icesave á sínum tíma. Liggur ekki fyrir að ný réttarhöld hefjast þegar búið er að koma þessarri ríkisstjónr frá? 


mbl.is Landsdómur kemur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Sér grefur gröf þótt grafi.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 1.9.2011 kl. 20:44

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég missi nú ekki svefn yfir sjálfsmati Samfylkingarinnar. Í stöðunni verður að vona að Landsdómur vinni sína vinnu og réttlætið sigri. Það að fara þessa leið í íslenskum stjórnmálum opnar vissulega fyrir allskonar vangaveltur um það hvert þessi leið leiðir okkur. Mér verður oft hugsað til Geirs í þessari stöðu og sendi honum góðar hugsanir og stuðning.

Jón Atli Kristjánsson, 1.9.2011 kl. 21:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nokkuð viss um að ef réttlætið verður ofaná, verða nægileg verkefni fyrir landsdóm að yfirfara aðgerðir núverandi ráðherra.  Mér virðist sumir þeirra ekki bara dansa á línunni heldur fara langt yfir landráðastrikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 23:59

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er full ástæða til að virkja Landsdóm. Allt of lengi hafa ráðherrar okkar blaðrað um þá miklu ábyrgð sem starfi þeirra fylgir. Til að axla ábyrgð þurfa menn að leggja verk sín í dóm og taka afleiðingum.

Við, fólkið sem stöndum utan stjórnsýslunnar þurfum að ganga hinn þrönga veg laganna og ef þeir sem "á hæstum sitja tróninum" og drýgja okkur örlög,- setja lögin - þurfa ekki að hafa af því áhyggjur þótt vanræksla þeirra eða verklag baki samfélaginu óbætanlegt tjón þá er ég tilbúinn að ræða það. 

Hvort verk núverandi ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra gefi tilefni í þessa veru þarf að sjálfsögðu að skoða og illa trúi ég að það verði látið undir höfuð leggjast.

Afgreiðsla Alþingis á máli fyrri rikisstjórnar og þeirra annara sem með vanrækslu leiddu þjóðina fram af hengifluginu var til háborinnar skammar. Auðvitað átti Geir H. Haarde ekki að standa þarna einn.

Ég er ekki löglærður og ekki kvaddur af öðrum í neinn dóm en það er mín skoðun að öll ríkisstjórnin hefði átt að standa frammi fyrir þessum Landsdómi. Það er áreiðanlega betra að vera sýknaðu af dómstólum en lifa sekur í hugum samborgaranna. 

Árni Gunnarsson, 2.9.2011 kl. 09:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Árni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband