21.9.2011 | 22:48
Nýtt stjórnmálaafl fyllir gatið sem Samfylkingin skildi eftir sig.
Samfylkingin er í upphafi sett saman úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Þessi samsuða tókst að hluta, en að mestu leyti ekki. Mörgum Alþýðuflokksmönnum sveið þegar Margrét Frímannsdóttir úr Alþýðubandalaginu varð formaður Samfylkingarinnar. Ekki síst vegna þess að það dugði ekki til þess að halda Alþýðubandalagsfólinu í Samfylkingunni. Stór hluti þess fór og stofnaði VG. Svekkelsið minnkaði ekki þegar við formannssólnum tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir úr kvennalistanum. Þessi vonbrigði og pirring má glöggt finna hjá fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hafi óánægjan verið mikil hjá gamla Alþýðuflokkskjarnanum, náði yfirtaka Þjóðvakaforyngjans Jóhönnu Sigurðardóttur að fylla mælinn. Þessi kona sem ekki gat unnið með neinum í ríkisstjórn átti að fara að leiða Samfylkinguna og ríkisstjórn. Það var dæmt til að mistakast. Í raun færði Jóhanna Samfylkinguna vinstri megin við VG. Ríkisstjórnin er því oft kölluð, ríkisstjórn Alþýðubandalagsins.
Eftir að Guðmundur Steingrímsson gerði sér grein fyrir því að hann átti enga samleið með hinni vistrisinnuðu Samfylkingu, ákvað hann að fara inn á miðjuna og ganga í Framsókn. Það lá fyrir strax í byrjun að hann átt ekkert sameiginlegt með því fólki. Guðmundur sem trúir á ESB, en Framsókn ekki og þegar Ásmundur Daði gekk í Framsókn var ljóst að Guðmundur var úti.
Jafnaðarmenn á miðjunni og hægra megin við miðju voru orðnir heimilislausir. Þetta vissi Guðmundir og þeim vill hann safna saman. Ná þeim úr Samfylkingunni sem töldu að flokkurinn ætti að vera miðjuflokkur. Það er ekki ólíklegt að Árni Páll og Magnús Schram gangi til liðs við Guðmund, og jafnvel Katrín Julíusdóttir og Kristján Möller. Við næstu kosningar gæti það gerst að Samfylkingin þurrkist út, eða leifar hennar gangi til liðs við VG og einhver hluti við Guðmund og Besta flokkinn. Jóhanna bauð nýlega upp á að sameinast í nýjan flokk,aðalatriðið væri ESB, jafnaðarmennskan var algjört aukaatriði. Að forminu til gengi Samfylkingin þá i flokkinn hans Gumma Steingríms. Nýji flokkurinn verður ekki með áherslu á jafnaðarmennsku, heldur lítið hér og lítið þar. Jafnaðarmennirnir í Alþýðuflokknum verða því áfram heimilislausir. Kjarnann vantar. Niðurstaðan er hringferð án stefnu og árangurs.
Áhugi víða fyrir nýju framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Mér finnst gaman að vinna í kosningum,þannig var ég hjá Jóni Gunnars frænda mínum. Nú læt ég nægja að tala óákveðna til,finnst Framsókn eiga svo mikið skilið.Bara allir sem vinna á móti Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2011 kl. 22:57
Ja mikill er andskotinn hjá Guðmundi Steigríms...
Vilhjálmur Stefánsson, 21.9.2011 kl. 23:26
Frábær úttekt á stöðunni Sigurður.
"Við næstu kosningar gæti það gerst að Samfylkingin þurrkist út",
Sannarlega rétt hjá þér enda gerir Jóhanna sér grein fyrir því og er þegar farin að hefja björgunaraðgerðir og hefur boðið öllum Evrópusinnum úr öllum flokkum til liðs við sig og segist tilbúin að "skipta um nafn" á flokknum! Hah,hah! Kanski má fá nýtt skip og annað föruneyti, en gamla samkrulls-skútan er sannarlega að liðast í sundur.
Viðar Friðgeirsson, 21.9.2011 kl. 23:57
Sæll félagi, góð greining og niðurstaðan, " hringferð án stefnu og árangurs." Hefur það ekki nokkurn vegin verið vegferðin á vinstri væng stjónmálanna, að það er erfitt að halda hjörðinni saman !!
Jón Atli Kristjánsson, 22.9.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.