Hættulegar áherslur!

Það að flýta setningu Alþingis er afar grunnhyggin ákvörðun. Ef tíminn 13.30 hefði staðið kæmu á Austurvöll 8-10 þúsund mótmælendur. Stærsti hluti þess friðsamt fólk sem vill tjá óánægju sína. Heyrði í gær að sjálfboðaliðar ætluðu að taka það að sér að halda uppi lögum og reglu. Breyttur tími þýðir að nú ber meira á ólátaseggjunum. Ríkisstjórn sem ekki þorir að horfast í augu við almenning á landinu á að segja af sér.

Heyrði í Margréti Tryggvadóttur, sem mér skilst að sé ennþá á Alþingi. Henni fannst sú ráðstofun að flýta setningunni, alveg skiljanleg. Þannig losnaði starfsfólk Alþingis fyrr úr vinnunni á laugardaginn. Hún var heldur ekkert á því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi kona kom úr Borgarahreyfingunni, sem taldi sig eina málsvara fólksins í landinu. Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Sigur hún á Alþingi og eina baráttumálið hennar er að halda sér á Þingi út tímabilið. 


mbl.is Flýta setningu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt að heyra þetta..Þau eru skíthrædd við fólkið sitt!!! Og skýring Margrétar blessaðrar er eins og frá einhverjum krakka..

Kveðja úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.9.2011 kl. 09:14

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Alþingi verður að taka afleiðingum gerða sinna eins og aðrir. Þori þeir ekki að mæta á þing eiga þeir að segja af sér strax!!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.9.2011 kl. 10:40

3 Smámynd: corvus corax

Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin hafi gefið dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu þegar þurfti að hygla fjármálahyskinu og gefa því leyfi til að rýja almenning inn að beini. Nú fer sama helvítis ríkisstjórnarpakkið hamförum við að undirbúa stríð gegn fólkinu í landinu. Nú er allt í einu hægt að ræða einhverjar launakröfur löggunnar þegar sýnt þykir að óeirðalöggurnar ætla ekki lengur að láta ríkisstjórnina taka sig í þurrt ra......ið. Jóhanna og Steingrímur eru með skítinn í buxunum eins og alltaf áður, en í þetta skiptið af hræðslu við borgarana sem þau eru búin að svíkja þvers og kruss undanfarin tvö ár.

corvus corax, 27.9.2011 kl. 14:26

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lótt er ef satt er með Margréti þá er að fjúka í flest skjól, sjáumst á vellinum þann 1 október.

Sigurður Haraldsson, 27.9.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband