Ríkisstjórnin elskar landsbyggðina!

Í 2007 æðinu, sköpuðust þúsundir starfa á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins um 200 á landsbyggðinni. ,,Góðærðið" fór ekki út á land,  fannst landsbyggðin púkó. Það vantaði ekki að stjórnvöld samþykktu ár eftir ár að byggja  þyrfti upp úti á landi, en fólkið flutti til ,,góðærissins" og það fækkaði á landsbyggðinni. Nú er komin kreppa, og þá er eðlilegt að niðurskurðurinn sé mestur þar sem uppsveiflan sé mest, nei aldeilis ekki þá er skorið niður á landsbyggðinni. Í heilsugæslunni, í fangelsunum, á Sogni og hvar sem ríkisstjórnin getur hugsað sér að skera niður. Hafnarfjörður er úti á landi og þar er skorið niður á Sólvangi, nokkuð sem vert er að skoða í ljósi upphlaups vegna hagræðingar hjá síðustu ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin elskar landsbyggðina og þess vegna er þar mest skorið niður. Því að þeim er hún verst, sem hún elskar mest. 


mbl.is Niðurstaða í rýnivinnu um byggðamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Gott dæmi um hvernig loforð (og misjafnar efndir) fyrri ríkistjórna hafa kostað almenning, út á landi, stórfé eru hin svokölluðu Menningarhús. Eins og þetta hérna á Akureyri. Við höfum enginn efni á því að reka þetta hús. Það er ekki til króna með gati til að reka húsið. "Gleymdist" að taka það með í reikninginn. Nei, ekki alveg. En það var, eins og svo margt annað við þetta hús, vitlaust reiknað. Húsið hefði mátt byggja fyrir 1 milljarð, ekki 3 eins og það kostaði. Bara lóðin undir húsinu kostaði 1 milljarð, þetta varð að vera svo flott og á flottum stað. Og svo er húsið bara umbúðir, ég sem hélt að menninginn kæmi innan frá og umbúðirnar skiptu litlu máli, því oft verður nú besta listinn til í fátæklegu umhverfi.

Dexter Morgan, 13.10.2011 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband