Er hann rétti aðillinn til þess að meta vanhæfi?

 

Helgi Hjörvar var mjög harðorður um þá ákvörðun Bankasýslu ríkissins að ráða Pál Magnússon sem forstjóra, eftir að mat þeirra og sérfræðings í ráðningarmálum að Páll væri hæfastur umsækjanda. Páll er með guðfræðpróf og síðan framhaldsnám í Opinberri stjórnsýslu. 

Helgi er formaður Efnahags og viðskiptanefndar. Það er áhugavert að skoða menntun Helga, sem stýrir þessarri mikilvægu nefnd þingsins. Á vef Alþingis segir: ,,Nám í MH 1983-1986. Heimspekinám HÍ 1992-1994". Þetta bendir til að Helgi hafi ekki lokið stúdentsprófi og og heldur ekki lokaprófi í heimspeki. Segir reyndar ekkert um hvað Helgi hafi klárað af námi sínu".

Í því flóknu stöðu sem Ísland hefur verið í er gengið framhjá manneskju eins og Lilju Mósesdóttur í formennsku í Efnahags og viðskiptanefndar. Hverjar eru hæfniskröfurnar og hver mat hæfi Helga. 

Hvað finnst okkur um gagnrýni Helga í ljósi menntun og reynslu Páls annars vegar og menntunar og reynslu Helga hins vegar?

 


mbl.is Harma ummæli um Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Heldur þú Sigurður að einhver stjórnmálaflokkur annar en Samfylkingin og ef til vill besti flokkurinn hefði treyst manni með bakgrunn  eins og umræddur Helgi hefur, fyrir þessu mikilvæga starfi, ég held ekki. 

Kjartan Sigurgeirsson, 26.10.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kjartan viltu fara yfir ferilinn líka. Ég man ekki betur að þessi sami Helgi hafi ákveðið að styðja Icesave I, eða Svavarssamninginn. Með honum átti þjóðn að taka á sig rúmlega 500 milljarða óþarfa skuldir. Þekking Helga á efnahags og viðskiptamálum hefur sennilega verið nýtt til hins ýtrasta. Minnist þess ekki að kauði hafi beðið þjóðina afsökunar á dómgreindarleysinu.

Sigurður Þorsteinsson, 26.10.2011 kl. 17:48

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helgi var annar eigenda Arnarsson og Hjörvar ehf sem tekið var til gjalþrotaskipta 1994. Í ljós kom ýmislegt fram við það mál, m.a. svört atvinnustarfsem (nótulaus viðskipti vegna launagreiðslna) bókhaldsbrot o.fl.

Eigendurnir Hrannar B. Arnarsson, "einkasonur" Samfylkingarinnar og Helgi Hjörvar lifðu hátt, að sögn þeirra sem til þekktu

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2011 kl. 18:13

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Sigurður,

Það er rangt að fjalla um hæfi eða vanhæfi í skilningunni menntun, reynsla og fyrri störf í þessu máli.    Þó margir séu enn flæktir í þessa skilgreiningu og keppist við að útfæra hana á mælistiku lesturs, skriftar og reiknings, þá snýst hæfið um hvort viðkomandi er óhlutdrægur og að trúverðugleiki sé ekki laskaður vegna aðkomu viðkomandi að umdeildum málum sem tengjast viðkomandi starfi. 

Einkavæðing banka er vissulega umdeilt mál, með sérstakri tengingu til Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, vegna meintra helmingaskipta í fyrstu einkavæðingunni.   Það er eiginlega alveg sama hvort umsækjandi hafi fengið nóbelsverðlaun í bankasýslu, þá er hann jafnvanhæfur í þetta starf ef hann tengdist fyrstu einkavæðingunni með svona afgerandi hætti. 

Dómarar og dómskvaddir matsmenn standa daglega frammi fyrir þessu prófi, og hvort sem hagsmunaárekstrar séu augljósir eða undirliggjandi, þá ber viðkomandi að segja sig frá verkefninu.

Það væri óskandi og til bóta ef svona skilyrði verði óumdeilanleg og sett fram í öllum meiriháttar stjórnunarstörfum á vegum ríkisins.  Þannig mun líka trúverðuleiki gagnvart almenningi aukast.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2011 kl. 19:24

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar, ég fékk símtal í kvöld frá einum ,,starfsmanna" þeirra félaga. Það var ekki fögur lýsing. Þeir voru kallaðir sukkpésar, og miðað við lýsingarnar þá er það orð mild lýsing. Ég sé framgöngu Hrannars Arnarssonar í nýju ljósi eftir þetta símtal, og margt verður skiljanlegra.

Jenný, góð ábending, en menntun og reynsla hefur sannarlega áhrif á hæfi einstaklings, þó að þættir eins og tengsl og framganga hafi mjög mikil áhrif líka. Í tilfelli Páls þá var hann aðstoðarmaður viðskiptaráðherra og ég veit ekki hvort það eitt dugar til þess að gera hann vanhæfan. Hitt hvort tengsl hans við ákveðinn hóp innan Framsóknarflokksins dugi til þess að fella hann er sennilegra. 

Á sama hátt finnst mér að þeir stjórnarþingmenn sem samþykktu Icesave I, vera óhæfir í framtíðinni, þar sem sú samþykkt hefði þýtt framtíðar gjaldþrot íslensku þjóðarinnar. Ég met það innlegg sem landráð. 

Mér finnst að það þurfi að fara betur yfir hvað það er sem gerir Pál vanhæfan, og ef að loknum þeim rökræðum hann teljist þá vanhæfur þá átti hann ekki að taka stöðuna. 

Ég var mjög gagnrýninn á einkavæðingu bankanna á sínum tíma og teldi fulla ástæðu til þess að setja sérstaka nefnd til þess að rannsaka það mál. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.10.2011 kl. 22:46

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gjaldþrota fyrirtæki Hrannars B. Arnarssonar:

  • Aðföng hf. , sem úrskurðað var gjaldþrota 22. marz 1994
  • VSKM hf. , sem úrskurðað var gjaldþrota 23. marz 1995
  • Markaðsmenn ehf. , þar sem gert var árangurslaust fjárnám vegna 5,6 milljóna króna hinn 24. nóvember 1994
  • Manntafl ehf. , þar sem Hrannar Björn er stjórnarformaður, en þar var gert árangurslaust fjárnám vegna 3,2 milljóna króna hinn 15. janúar 1997
  • Útgáfuþjónustan MM ehf. Þar var gert árangurslaust fjárnám 6. september 1994. Þetta fyrirtæki hét áður Íslenska vörumiðlunin, en nafni þess var breytt. Kennitalan hin sama.
  • Arnarson og Hjörvar sf. (Helgi Hjörvar, þingm. Samfylkingarinnar). Áangurslaust fjárnám 1994. Svik á vörslusköttum, bókhaldsbrot, svört atvinnustarfsemi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2011 kl. 22:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Afskaplega áhugavert Gunnar og er þetta sem sé aðstoðarmaður Jóhönnu forsætisráðherra.  Er ekki sagt einhversstaðar; Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 23:57

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Stjórnmálamenn hafa sumir viljað tengja  þessa Bankasýslu-hæfis umræðu við sig sjálfa og möguleika sína á að fá vinnu eftir að þingstörfum lýkur.   Mér finnst þetta dáldið svört og hvít umræða hjá þeim, því á móti má segja að mörg alþjóðleg störf við stofnanir, sendirráð og fleira hafa ekki  verið aðgengileg fyrir einmitt aðra en þá sjálfa! (Sjáðu ISG og Árna Mathiesen)  Það er einmitt hægt að sjá t.d. Pál Magnússon fyrir sér í ýmsum stjórnunarstörfum hjá Ríkinu, að ég tali nú ekki um við preststörf eða guðfræði!  bara ekki í tengslum við banka og einkavæðingu.

Það er leiðinlegt að þetta mál fór út í persónutog um ágætlega menntaðan og skriffæran einstakling, en þeir sem báru ábyrgðina sáu að sér og öxluðu hana.  Því ber að fagna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.10.2011 kl. 01:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Jenný Stefanía.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 01:18

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er með ólýkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus og eru iðnir við að kenna Sjálfstæðis- og framsóknarflokknum um að bera einir ábyrgð á einkavæðingu bankanna. 

Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingarinnar velja að fara fram með í þessu máli.  Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.

http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html 

"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."

Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?

http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25

Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991 voru ekki bara framsóknar menn þar mátti einnig finna:

  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra

Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, á taflborði stjórnmálanna?

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið.  Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut. 

Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni. 

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995) voru m.a. kratarnir:
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993) iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
  • Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
  • Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?

Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.

Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri.  Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.

Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið? 

Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata

Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð.  Þegar sagan er skoðuð samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.

Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
 

Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt. 

Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.

Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni.



Benedikt V. Warén, 27.10.2011 kl. 09:14

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenný, nú hafa mörg okkar staðið í því að ráða fólk. Ef um stjórnunarstörf er að ræða þarf að taka tillit til margra þátta. Páll hefur menntun í guðfræði og síðan í opinberri stjórnsýslu. Hvað menntun varðar þá held ég að þessi menntun geti áægtlega gengið í stjórnunarstörf hjá Bankasýslunni, en ég teldi t.d. menntun Helga Hjörvar ekki duga. Þá þarf að skoða reynslu í stjórnun og ábyrgðarstörfum. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, hann hefur veirð bæjarritari hjá Kópavogsbæ og hann hefur verið Stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þessum störfum hefði Páll ekki gengt ef hann væri vitagagnslaus. Hann ber ekki ábyrgð á einkavæðingu bankanna á sínum tíma þó hann hafi verið aðstoðarmaður ráðherra. Hann hefði heldur ekki verið það ef hann hann hefði unnið í ráðuneytinu.

Það sem truflar marga er það sem menn skrifa helst ekki um er að Páll er flokkaður með hóp Framsóknarmanna, sem m.a. tók þátt í þessarri einkavæðingu bankanna. Nú þekki ég ekki þau tengsl, ef þau eru. Hins vegar teldi ég afar erfitt að koma að  faglegri ráðningu með dylgjur einar í farteskinu. 

Stjórn Bankasýslunnar sagði ekki af sér, vegna þess að þeir teldu sig hafa gert mistök, eða þeir hafi séð að sér. Stjórnin sagði af sér vegna þess að lykilmenn í ríkisstjórnarflokkunum brugðust mjög harkalega við ráðningunni og þar með var starfsumhverfi stjórnarinnar ekki lengur ásættanlegt.  Það sama átti við um Pál. Hann vissi að honum væri ekki stætt. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2011 kl. 09:19

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Benedikt afar merkilegilegt innlegg í umræðuna.

Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2011 kl. 09:53

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mér er illa við að andmæla þér Jenný, en málflutningur þinn er bull! Ef allir þeir sem hafa tengst stjórnmálaflokkum undanfarna áratugi eru vanhæfir til starfa, gæti reynst örðugt að manna stöður hér heima.

Páll Magnússon var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur á þeim tíma er gömlu bankarnir voru einkavæddir. Þeirra starf í þeirri vegferð er ekki hægt að gagnrýna, þau unnu það samkvæmt vilja Alþingis og eftir þeim reglum sem þeim var sett. Það reyndist hins vegar engir kaupendur að bönkunum sem uppfylltu þau skilyrði og málið var í raun komið í strand.

Þá var að tekið úr þeirra höndum af formönnum stjórnarflokkana, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddsyni. Eftir það fékk Valgerður ekkert að koma að málinu fyrr en við undirskrift og því Páll ekki heldur. Sú ákvörðun að selja sérvöldum aðilum bankanna var því alfarið tekin af Halldóri og Davíð. Ekki kannski féleg stjórnsýsla, en staðreynd engu að síður.

Því er Páll saklaus af þeirri sölumeðferð sem bankarnir hlutu, enda bara aðstoðarmaður ráðherra sem lét taka af sér völdin.

Þá var undanfari sölunnar langur, eins og Benedikt lýsir vel hér fyrir ofan. Það má með sanni segja að innganga okkar í EES hafi verið forsenda fyrir því að bankarnir fóru í sölu og það regluverk sem sá samningur lagði á okkur gerði síðan þeim bönkum kleyft að vaxa langt umfram getu íslenska fjármálakerfisins. Sá sem á allan heiðurinn af því að Ísland gerðist aðili að þeim samningi var Jón Baldvin Hannibalsson, hann á einnig allan heiðurinn af því að sá samningur var aldrei lagður fyrir þjóðin, ekki frekar en aðildarumsóknin að ESB! Það er því spurning hvort hann sé ekki sá sem stæðstann þátt á í hruni efnahags Íslands haustið 2008.

Ég get hins vegar tekið undir með þér að það er fleira en menntun sem skiptir máli við ráðningu í mikilvægar stöður, að ekki sé talað um störf á Alþingi. Heiðarleiki er auðvitað sá þáttur sem mestu máli skiptir. Því miður skortir Helga Hjörvar hvoru tveggja. Heiðarleiki Páls er hreinn, hann hefur engu haldið leyndu um sinn þátt í einkavæðingarferlinu, hvað sem um menntun hans verður sagt.

Þá tek ég heils hugar undir gagnrýni þína um að pólitíkusar geti valið sér störf eftir að þingstörfum líkur, eins og ekkert sé sjálfsagðara. En það má þó ekki bitna á mönnum að þeir hafi tekið þátt í pólitík, ef þeir eru að öðru leiti taldir hæfir. Við ráðningu Páls var, sennilega í fyrsta sinn á Íslandi, farin sú leið að halda pólitískum ráðamönnum frá ferlinu. Það voru fengin fyrirtæki sem sérhæfa sig á þessu sviði til að sjá um ráðninguna. Þetta er því sennilega fyrsta ráðningin sem fer fram með þeim hætti sem ætti að vera og þá geta stjórnmálamenn ekki unað því og gera málið að hápólitísku deilumáli.

Það skal engann undra þó stjórn Bankasýslunnar og Páll hafi sagt af sér. Það er ekki með nokkru móti hægt að vinna undir slíkum aðstæðum, þegar tilgangur Bankasýslunnar og tilurð, voru gagngert til að halda pólitík frá ákvörðunum um framtíð bankanna.

Hér eftir getur framtíð bankanna aldrei orðið önnur en pólitísk ákvörðun. Það er þó vonandi að betur gangi en við síðari einkavæðinguna, þegar fjármálaráðherra færði erlendum vogunarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins. Einkavæðingin hin fyrri er barnaleikur miðað við þá síðari!!

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2011 kl. 10:13

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sérlega gott innlegg Benedikt, má ég nota þetta, frábærleg samantekt í stuttu mergjuðu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 11:33

15 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Mjög fjörugar umræður.  Hvert er hlutverk Bankasýslunnar?   

" Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Hún var stofnuð með lögum nr. 88/2009 sem tóku gildi í ágúst 2009. Stjórn Bankasýslunnar var skipuð í september 2009, en stofnunin tók til starfa í janúar 2010.

Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma, og leggur þeim til fé fyrir hönd ríkisins á grundvelli heimilda í fjárlögum.

Bankasýslu ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.

Bankasýslan skal hafa lokið störfum eigi síðar en 5 árum eftir að hún er sett á fót "

Bankasýslan var ein áhrifamesta og valdamesta stofnun fjármálamarkaðarins meðan ríkið fór með eignarhald á nánast öllu kerfinu. Í dag eru áhrifin önnur og mest er varðar Landsbankann og sparisjóði. Ég vek athygli á tvennu, starf þessarar stofnunar snýst allt um banka og fjármál. Stofnunin vinnur innan ákveðinna tímamarka.

Hæfniskröfur stjórnanda stofnunarinnar, snúast því samkvæmt eðli máls, allar um banka og fjármál, enda þetta sérstaklega tekið fram í lögum um stofnunina. Tókst stjórninni höndulega varandi þessa kröfu og úrvinnslu, tæplega. Tek það fram að Páll Magnússon er alls góðs maklegur, sem þeir vita sem til hans þekkja.

Jón Atli Kristjánsson, 27.10.2011 kl. 11:39

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek hér athugasemd af mínu bloggi um málið:

"Hvað með álit Capacent Gallup sem taldi Pál hæfastan í starfið.. ?? Er það kanski algerlega marklaust líka.. ?

Hvernig er trúverðugleiki metin?? og af hverjum ?? sennilega af vinnuveitanda viðkomandi, ekki dómstóli götunar sem nota bene vinnur án sannana og rökfærslu, og stjórnast einungis af tilfinningum og rógi."

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 11:53

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ásthildur.  Ég lít á það sem sérstakan heiður fyrir mig, ef þú notir þetta innlegg mitt.  Verði þér það að góðu.

Benedikt V. Warén, 27.10.2011 kl. 12:54

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Benedikt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 13:36

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vill ekki vera að endurtaka mig mikið, en Sigurður upptalning þín á störfum Páls fyrir Ríki og bæ, staðfestir það að vel menntaðir pólitíkusar eiga ágætt erindi í stjórnunarstörf. 

Ef Björgólfur eða Sigurður Einars  sem að mér skylst séu ágætlega menntaðir og með gífurlega reynslu af bankarekstri hefðu sótt um, væru þeir taldir hæfir á bókina, en vanhæfir vegna tengsla við fall bankanna (ísl. efnahagskerfisins)  Væri það kannski undir stjórninni komið að ákveða að láta þetta smáatriði ekki vera mínus í þeirra mati.

Ég skil ekki hvað menntun HH komi þessu nokkuð við.  Það eru ekki margir alþingismenn beinlínis menntaðir á þeim sviðum sem þeir eru að fjalla um.

Gunnar, ég fagna öllum málefnalegum andmælum, en mér er illa við að þú telur málflutning minn bull.  Nota þetta orð helst aldrei, ekki einu sinni um örgustu skoðanapólverja.  Síðan tekur þú undir, og næst heilshugar svo þér eða mér er ekki alls varnað.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.10.2011 kl. 15:10

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þessum orðum beint til mín? Af hvaða tilefni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 15:16

21 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fyrirgefðu ónákvæmnina það til Gunnars Hreiðarsonar

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.10.2011 kl. 15:21

22 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég fangna þeirri málefnalegu umræðu sem hér hefur farið fram, ef hún getur farið fram hér ætti hún að geta farið fram út í þjóðfélaginu. Þessi vettvangur, bloggið, er ekki verri en hver annar. Þegar þú, Gunnar Heiðarsson kallar málflutning Jenníar Jensdóttur bull, setur þú umræðuna á örlítið lægra pan, ekki að mér hafi ekki orðið það á í einhver skipti.

Jenný hvað varðar Björgólf eða Sigurð Einars þá held ég að þeir hefðu ekki átt að koma til greina, ekki vegna menntunarinnar, eins og þú bendir réttilega á, heldur vegna þess að þeir eru  nú í rannsókn, eitthvað sem Páll Magnússon er ekki. 

Menntun Helga Hjörvar skiptir miklu máli. Samfélagið er að verða sífellt fóknara og þekkingin að vera sérhæfðari. Þegar við höfum manneskju eins og Lilju Mósesdóttur doktor í hagfræði, og Tryggva Herbertsson í Efnahags og viðskiptanefnd annars vegar og Helga Hjörvar og Lilju Rafney Magnúsdóttur með grunnskólapróf hins vegar og skipum Helga formann nefndarinnar og Lilju Ríkey varaformann þá erum við ekki að skipa í sjórnun nefndanna eftir þekkingu. Maður sem tekur síðan að sér að dæma mann eins og Pál vanhæfan, þarf að standa betur en Helgi Hjörvar gerir. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2011 kl. 19:36

23 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þetta Sigurður,  ég ætla að láta hér staðar numið, en þú gafst boltann svo skemmtilega til baka þannig að ég verð að spyrja;

Ef þeir tveir Björgólfur og Sigurður Einars væru ekki í rannsókn, væru þeir þá jafnhæfir eða hæfari en Páll? 

Nei ætli það,  erum við þá ekki komin hringinn á enda, þar sem "trúverðugleikinn og traustið" byrjaði, en það er að margra mati það sem skorti hjá þessum ágæta manni, hvort sem það var verðskuldað eður ei, og þannig er það líka þegar dómarar og aðrir  þurfa að segja sig frá máli vegna undirliggjandi hagsmunatengsla, vegna þess að starfsheiður þeirra er að veði, ef trúverðugleikann skortir.

Og loks,  hvers vegna ætli ágætur hæstaréttardómari Páll Hreinsson, sé nú í nokkurra ára leyfi frá Hæstarétti og sinnir nú dómarastörfum í Brussel?  Líklega vegna þess að næstu árin, þegar einhver "hrunmál" koma inn á borð Hæstaréttar er hann sjálfkrafa vanhæfur, vegna aðkomu sinnar að skýrslu RNA og yrði að segja sig frá málinu. 

Með kveðju,

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.10.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband