Hvað má gera í barneingarorlofi?

Það er ekkert eðlilegra en að kosið sé um fólk í stjórnmálaflokkunum. Sjálfkjörin forysta ár eftir ár, ber vott um stöðnun og dauða eða að lýðræðið í viðkomandi flokkum sé ekki upp á marga fiska.

Fyrir nokkrum vikum birtist frétt um skoðanakönnun að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði yfirburðastuðning Sjálfstæðismanna í stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Könnunin var víst gerð fyrir stuðningsmenn Hönnu Birnu.  Ef þetta var reyndin var full ástæða fyrir Hönnu Birnu að fara fram. Hún hefur áður verið orðið við formannskjörið, en heldur slök útkoma í Reykjavík í síðustu kosningum gáfu vart tilefni til þess að hún færi fram. Þá er alltaf veikleikamerki að formaður flokks sé utan Alþingis og ekki með reynslu þar. Hanna Birna er hins vegar mjög frambærilegur stjórnmálamaður og ber höfuð og herðar yfir oddvita flokkana í Reykjavík. 

Aftur kemur könnun og aftur nýtur Hanna Birna mikils stuðnings, en hún fer ekki fram. Fyrir okkur sem eru vanir íþróttunum, var þarna síðasta tækifæri Hönnu Birnu til þess að bjóða sig fram ef nota á drengilega baráttu. 

Á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gærkvöldi er gerð tillaga um fullrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Einn tilnefndur varafulltrúi Auður Finnbogadóttir óskaði eftir því að fá að vera aðalfulltrúi. Þá var hún víst beðin um að benda á einhvern á listanum yfir aðalmenn sem ætti að detta út. Jú, Þóru Baldvinsdóttur eiginkonu Bjarna Benediktssonar. Það er röksemdin sem vekur mig til umhugsunar. Jú, Þóra Baldvinsdóttir væri í barneignarorlofi. 

Tillagan fékk aðeins atkvæði Ásdísar Höllu Bragadóttur fyrrum bæjarstjóra í Garðabæ og eins aðal stuðningsaðila Hönnu Birnu. 

Ef við karlar hefðum sett svona rök fram, þá væri okkur vært á fundum. Er ég e.t.v. að misskilja jafnréttisbaráttuna? Er þetta eitthvað sem Hanna Birna er tilbúinn að standa fyrir?

Á mínu heimili eru þrjár konur með mjög ákveðnar skoðanir. Ef ég vogaði mér að setja fram þá skoðun að kona gæti ekki tekið þátt í einhverju verkefni vegna þess að hún væri í barneignarorlofi er ég hræddur um að ég yrði tekinn í gegn í umræðunni sem við tökum við kvöldverðarborðið. Sennilega mjög verðskuldað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er virkilega ósmekkleg og vanhugsuð tillaga og ég á virkilega bágt með að trúa því að hún komi frá konu og þó því hjá karlmanni væri það pólítískt sjálfsmorð að leggja þetta til.

Ekki er þessi tillaga Hönnu Birnu til framdráttar nú eða stuðningsvinkonum hennar sem lögðu hana fram.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 19:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnar, í fótboltanum gerðist það að þegar sum lið höfðu ekki getu, þá áttu þau til í örvæntingu sinni að beita meðölum sem ekki voru sæmandi. Þetta gerist í algjörum undantekningartilfellum.

Sigurður Þorsteinsson, 28.10.2011 kl. 22:38

3 identicon

Er þetta ekki akkúrat það sem pólitíkin gerir, beita meðulum sem ekki eru sæmandi? það er oft ansi lítil reisn yfir pólitíkinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 08:40

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristján, það eru afar gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum, en því miður fólk sem notar óvönduð vinnubrögð. Það er mitt mat að einstaklingar með persónuleikaröskunina siðblindu, fái að vaða uppi í pólitíkinni án þess að fá viðspyrnu. Í fyrirtækjunum og víða annars staðar tökum við á vinnubrögum þessa fólks af mikill hörku.

Víða í nágrannaþjóðunum eru sett mjög ströng siðferðismörk. Þar koma fjölmiðlarnir til að taka á þeim einstaklingum sem sýna slíka hegðun. Við almenningur þurfum líka að veita pólitíkusum stíft aðhald. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2011 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband