Auglýst eftir rökum með aðild að ESB

Það var sláandi þegar í ljós kom að í skoðanakönnun í Noregi studdu 12% Norðmanna aðild að ESB en 72% eru andvíg. Ekki það að það stefnir í sömu niðurstöðu hérlendis. Þeir sem eru fyrir utan ESB vilja ekki þangað inn, þar er allt ein rjúkandi rúst. Stuðningurinn við ESB á Íslandi hefur verið að minnka með hverjum mánuðinum, þrátt fyrir mikinn áróður fjölmiðlamanna sem misnota aðstæður sínar herfilega. Það sem vekur hvað mesta athygli er feluleikurinn með röksemdafærsluna. Það er eins og stuðningsmenn aðildar, vilji ekki rökræður um málið. Sterkustu rökin eru þau að forystumenn ríkisstjórnarinnar Jóhanna og Steingrímur séu svo léleg og með inngöngu misstu þau öll völd. Þessi rök halda hvorki vatni né vindi, því þau hjúin eru að hverfa hvort sem er.

Þar sem engin rökin koma frá ríkisstjórninni auglýsi ég hér með eftir rökum fyrir aðild að ESB, andstæðingar aðildar geta þá komið með sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er búið að koma með rök fyrir ESB aðild Íslands.

Þú bara hlustar ekki.

Jón Frímann Jónsson, 1.11.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, ég hef rekist á röksemdarfærslu þína áður um ESB mál, og þetta innlegg er á svipuðu plani og fyrri færslur. Mítt mat að þú sért harður andstæðingur ESB, sem vilji láta aðildarsinna ESB líta illa út. Það gerir umræðunni illt.

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2011 kl. 06:20

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, svona lygaþvæla andstæðinga Evrópusambandsins í minn garð er eitthvað sem ég býst við að andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi.

Svona í bland við ritskoðun og aðrar lygar í minn garð.

Ennþá hlustar þú ekki á nein rök varðandi kosti aðildar Íslands að Evrópusambandinu.  Mig grunar að þú viljir ekki heyra nein rök varðandi kosti þess að vera aðili að Evrópusambandinu.

Þú vilt frekar halda bara í íslensku krónuna, með gengisfellingu og verðbólguskotum um alla framtíð. Þangað til að þetta fer allt saman á hausinn aftur á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 1.11.2011 kl. 07:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón minn Frímann...þótt krónan sé veik og fallvölt, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að Evran sé lausn á því er það? Þetta er svipað og Ad hominem þín í garð viðmælenda þinna, sem þú kallar fávita og þar af leiðandi ekkert mark á rökum þeirra takandi.  Það er ykkar síðasta hálmstá nú að beina málefnaumræðuni á þá teina að tala um hve hræðileg Íslenska krónan er.  Þannig komist þið hjá því að tala um meinta kosti Evrunnar og ESB. 

Þú verður sorglegri með hverri athugasemdinni kallinn minn.

Ef þú ert með kosti Evrunnar þarna á blaði, þá endilega vertu málefnalegur og teldu þá upp fyrir okkur. Ég er þá viss um að það eru margir tilbúnir að ræða við þig og jafnvel hrekja eða staðfesta orð þín. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 09:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars alveg rétt sem Sigurður segir. Það eru fáir sem hafa gert málstað andstæðinga meiri greiða en þú, Ómar Bjarki, Magnús Helgi Björgvinsson, Steini Briem, Jón Ingi Cæsarsson og fleiri álíka.  Finnst þér þetta ekki félegur selskapur?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 09:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki má gleyma Páli Blöndal...

Það væri félegt ef þjóðin ætti framtíð sína undir sannfæringu ykkar og greind.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 09:31

7 Smámynd: Sólbjörg

Halló!!......Jón Frímann, ertu þarna? Ég ef líka lengi beðið eftir að heyra rök frá þér og félögum þínum, þá meina ég með tilvísun í t.d. reglugerðarverk ESB, ætti að vera leikur einn -nóg er til af reglugerðum á þeim bænum. En ég hef fullan skilning Jón Frímann ef þú ert að leita, því það mun taka tíma. Kveðja.

Sólbjörg, 1.11.2011 kl. 10:23

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég ætlaði að koma með rök en þessi Jón Frímann truflar mig. Jón... Það þarf engin rök fyrir því að vilja ekki í ESB því það er eðlilegt hverjum sem elskar sína þjóð. Sá sem hatar þjóð sína ætti bara að snauta sér í burt eins og þú sem býrð í Danmörk. Það eru engin rök til fyrir því að vilja gangast undir  ESB fánan með öllu. Jón ert þú kannski einn að þeim sem vill, hvað heitir osturinn sem allir ESB sinnar vilja.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2011 kl. 10:54

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Aftur Jón Frímann. Hvernig myndir þú færa rök fyrir því að KR og Valur ættu að sameinast. Hver væri tilgangurinn.

Valdimar Samúelsson, 1.11.2011 kl. 10:56

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við verðum greinilega að bíða enn og sjá hvort einhver evrópusinninn sjái auman á okkur og verði við beiðni Sigurðar.

Annars verðum við að ganga út frá að þessi rök séu ekki til.

Nú er tækifærið, bring it on.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 11:10

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jæja, þá vitum hvað helsti stuðningsaðili ESB í Danmörku hefur að segja. Hann lætur stuðningsmenn ESB líta ílla út. Við því er ekkert að gera. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2011 kl. 13:15

12 Smámynd: Theo

Aðalrökin eru þau að Íslendingar eru ekki hæfir til að stjórna neinu vegna siðblindu, klíkuskapar og heimsku - því fer best á því að að fela öðrum það. Síðan ég komst til vits of ára (alla vega ára) hefur skollið á kreppa á 10 ára fresti u.þ.b. og alltaf hefur hún verið heimatilbúin.

Theo, 1.11.2011 kl. 13:32

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er kannsi helstu rökin að skv. að við erum nú að nokkruleiti í ESB í gegnum EES. Við erum t.d. í dag ofurseld hagmunahópum eins og Úgerðamönnum og Bændum sem ráða hér í raun öllu sem þeir vilja ráða.

Við erum með óhæfan gjaldmiðil sem er búinn að rýrna um 2200% síðan 1920.  Því þurfum við að komast undir öflugan Seðlabanka og nýjan gjaldmiðil sem fellur ekki um tugi % á nokkrum dögum. 

Við erum í Evrópu með 70% af öllum við skiptum okkar við ESB.  

 Benedikt Jóhannson færði þessi rök fyrir inngjöngu í ESB:

1. Stjórnmálastöðugleiki

Benedikt Jóhannesson Allt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leitað. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeyingar eru nú utan Evrópusambandsins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda.

2. Efnahagsstöðugleiki

Um langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001-2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð. Þannig vann hún gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og þurftu að skuldsetja sig mikið. Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forréttindi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhugar að flytja úr landi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Sveiflur ógna bæði fyrirtækjum og einstaklingum.

3. Bein áhrif á framgang alþjóðamála

Með inngöngu í Evrópusambandið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga.

4. Evrópusambandið er hagsmunasamband ríkja

Einn aðalkosturinn við Evrópusambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópusambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fáninn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evrópukeppni í neinni íþrótt við innanlandsmót.

5. Grunngildi Evrópu-sambandsins eru góð

Meðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslendingar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið.

6. Styrkari samningsstaða út á við

Evrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með færustu sérfræðingum heims.

7. Áhersla á lítil menningarsvæði

Ein grunnstefna Evrópusambandsins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var keltneska tekin upp sem eitt af opinberum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er.

8. Íslendingar hefðu mikil áhrif

Á Evrópuþinginu sitja nú rúmlega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópuþinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverjum Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmdastjórn og líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum.

9. Íslendingar halda öllum sínum auðlindum

Helstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í hafinu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusambandið hefur ekki sameiginleg auðlindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans.
Hins vegar er í Evrópusambandinu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlantshafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heildarkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samningamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slíkar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópusambandið hefur haldið Íslendingum frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild komast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar.

10. Ný tækifæri fyrir landbúnað

Svíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bændur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri framleiðslu hafi verið hætt, en bændur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar.

11. Sterkara Ísland

Kostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjármagn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlendingar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Menntun, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga.

12. Þjóð meðal þjóða

Íslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppuhugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2011 kl. 14:04

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í fyrstu grein um að við þurfum að eiga bandamenn, við erum í norrænni samvinnu, og nú fyrir skömmu urðum við af stjornarstarfi við Norðurhaumskautalöndin, þ.e. Kanada, Noreg, Færeyjar og Grænlands, einmitt vegna umsóknar okkar inn í ESB. Þannig erum við að missa af ýmsum tækifærum annarsstaðar í heiminum, við þessa einangrunarstefnu.

númer tvö, já það er að mörgu leyti rétt, og krónan hefur rúllað upp og niður.  En það er staðreynt að það var einmitt hún sem hefur bjargað því sem bjargað verður í kreppunni sem nú hrjáir okkur.  Og íslenska krónan er okkar besta hagstjórnartæki.  Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um, það er stjórnarhættir sem valda því að krónan er svona rúllandi eins og hún er.  Við höfum allt til að geta haft hana sterka, ef við nýttum okkur þau tækifæri sem við eigum m.a. í betri fiskveiðistjórnunarkerfi og bættari aðstöðu bænda, sem þýðir að rýmka það tangarhald sem Slátuleyfirhafar og höft ríkisstjórnar hafa á þá.

Númer þrú: Common ertu virkilega að halda að við myndum einhversstaðar koma að því borði? hreinn barnaskapur að mínu mati.

Númer fjögur. Já það sýnir sig nú hversu frjáls og fullvalda þessi 27 ríki eru, í fyrsta lagi er rætt um að ESB taki yfir öll yfirráð í fjármálum, í öðru lagi kemur skýrt fram í öllu farganinu sem reglugerðin er að lög ESB eru ofar landslögum landanna.  Bendi til dæmis á að Danir eru að berjast við að auka eftirlit á landamærum sínum, en eiga við mótlæti að etja frá ráðamönnum í Brussel.

Númer finn, falleg orð.  En er hægt að tala um umhverfisvernd til dæmis á fiskimiðum ESB landa, þar sem ofveiði og ördauði blasir við.  Ég var í Austurríki um daginn og gekk meðfram bökkum Dónár, þar er enginn veiði lengur út af mengun.

Númer sex, já einmitt að láta ESB sjá um samninga okkar við aðra, er það virkielga fýsilegur kostur?

Númer 7.  Gott mál, en er það bara innan ESB sem slíkt er stundað? held ekki.

Númer 8.  Láttu þig dreyma að 6 íslendingar hefðu eitthvað að segja móti 700 evrópumönnum.  Í hvaða draumaveröld búið þið ESBsinnar?

Númer níu.  Þetta er hreinlega ósatt, því það hefur komið fram að ESB áskilur sér rétt til að taka yfir umráð yfir fiskveiði og öðrum slíkum.  Þetta er því bara blekking í besta falli í versta falli lygi.

Númer tíu. Bændasamökin eru einu samtökin sem hafa látið gera mikla úttekt á afleiðingum þess að ganga í sambandið.  Úrskurðurinn í þeirri úttekt var að þeir eru miklu betur settir utan ESB.  Þetta er því enn ein bágbiljan.

Númer ellefu.  Skrýtið við höfum einmitt haft það gott, þangað til allt var eyðilagt með þjófum sem rændu banka hér innanfrá.  Hér var mikill uppgangur og fólk flykktist bæði út til náms og heim aftur til vinnu.

Hrunið varð og það var krónan (ekki evran) sem gerði okkur unnt að halda sjó, ólíkt til dæmis írum og grikknum.

Ég veit ekki betur en útlendingar bíði í röðum eftir að fjárfesta hér, en þeim er ekki gert kleyft að koma inn út af allskonar einangrunarsjónarmiðum VG, sem ég er að sumu leyti sátt við, vil til dæmis ekki fleiri álverksmiðjur.  Það er ekki útlendingum að kenna að hér er ekki fleiri sem koma heldur ríkisstjórn sem enginn treystir.

Númer tíu, þarna höfum við allt aðra sýn á málið þú og ég.  'Eg hef fulla trú á því að Ísland og íslendingar geti stjórnað sér sjálfir með allar þær auðlindir og tækifæri sem við eigum sem miðjan í stórum heimi, því við þurfum að geta litið bæði til austurs og vesturs, norðurs og suðurs, en ekki bara eins og muslimar hneygt sig mörgum sinnum á dag í áttina að Mekka.

Og svo að lokum, þegar þið talið um að við séum í samningaviðræðum, þá er það enn ein lygin, því það kemur skýrt og greinilega fram og Brussel hefur ALDREI farið leynt með að hér er aðlögunarferli þar sem þarf að taka upp allt regluverkið áður en kosið er um það.  Stjórnvöld með Samfylkinguna í fararbroddi eru því hangandi á lyginni einni saman og hafi þeir skömm fyrir.

Morgunblaðið minnir á það í leiðara 27. október að Ŝtefan Füle, stækkunarstjóri ESB, hafi áréttað í heimsókn sinni til Íslands 18. og 19. október „að ekki væri ætlast til að ríki sæktu um aðild að sambandinu nema skýr vilji væri til inngöngu. Viðræðurnar við sambandið þyrftu að fara fram á þeim forsendum“.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 16:23

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er langt síðan Benedikt kom með þessa snilld? 

Bara tvær fyrstu fyrirsagnirnar eru eins og hver annar brandari miðað við ástand mála í dag. 

Þriðja greinin er helber lygi.

Fjórða: Við erum í hagsmunasambandi við Evrópuþjóðir í gegnum aðra samninga. ESB bætir engu við það sem þegar er.

Grunngildin eru góð eins og þau eru á blaði, en þessi upptalning er eins og hver önnur öfugmæli ef grannt er skoðað. 

6. liður á ekki við í dag í nokkru tilliti þegar enginn þorir að koma nálægt þeirri púðurtunnu sem efnahagsmál ESB eru. Að auki ríkir þar svæsnari spilling en í frumstæðustu afríkuríkjum. Sveiflur á íslandi eru hjóm eitt miððað við það sem gerist í ESB þessi misserin.

7. Eigum við að afsala fullveldinu til að fá þýðingarstyrki? Þvílíkt örvæntingarklór.

 8. Íslendingar hefðu engin árif. Hvaðan kemur svo þessi getgáta?: "...líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum."Við erum minnsta fiskveiðiþjóðin í sambandinu og höfum akkúrat ekkert að segja. Vald okkar yfir eigin fiskimyðum hyrfi að 82% til ESB.

9.Það þarf ekki að eyða orðum á þessa óforskömmuðu lygi.  Við misstum allt vald yfir auðlindum okkar...punktur.

10. Spyrjið bændur um þennan lið og hvers vegna þeir standa einna harðast allra stétta gegn inngöngu. 

11. Þetta eru öfugmæli. Það hefur marg oft komið fram að við munum hafa minna úr býtum og borga um 15-20milljörðum meira inn í samreksturinn en við fáum út úr honum.  Ekki má gleyma að myntbreytingin ein kostar okkur um 3-400 milljarða. Auk þessa liggur fyrir samningur um björgunarsjóð illa stæðra Evruríkja, sem er opinn ávísun á ríkissjóð hér. Bara Grikklandsævintýrið myndi kosta okkur 150-300 milljarða í sjóðsframlögum. Það eru svo litlar líkur á aga ef menn geta stólað á að vera beilaðir út ef illa fer.  Agaleysið sem olli hruninu hér er ekki í ríkisfjármálum heldur í fjármálageiranum og það agaleysi var mögulegt fyrir tilslakanir sambandsins í regluverki fjármálafyrirtækja. Við getum að hluta til skrifað hrunið á ESB.

12. Við erum þjóð meðal þjóða og höfum verið sjálfstæðir í tæp 70 ár. Evrópusambandið stefnir á að verða miðstýrt ríkjasamband og þar munum við leysast upp. Restin af þessari klásúlu er innihaldslaust þvaður.

Magnús: Þú hlýtur að geta betur. Meira að segja embættismenn í Brussel geta ekki fundið eina ástæðu fyrir inngöngu okkar.Helstu sérfræðingar heims ráða okkur gegn því. 

Eitt enn Magnús: Við erum ekki með 70% af viðskiptum okkar við ESB.  Við eigum þó mikil viðskipti í álfunni. Það er löngu búið að hrekja þetta kjaftæði. Hér er verið að ganga út frá tölum hagstofunnar um útflutning, sem að mestu fer í gegnum Rotterdam. Þaðan fer hann um allan heim. Þarna ert þú meðvitað að ljúga. Ef ekki, þá hefur þú ekki græna glóru um hvað þú ert að tala.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 17:24

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er grein síðan í Febrúar 2010 Magnús. Copypeistað af Evrópublogginu frá í Júní í fyrra. Þetta er fyrsta hit ef þú slærð inn "Rök fyrir inngöngu í ESB" á Google.

Takk fyrir skemmtunina Magnús. Þú ert alveg óborganlegur.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 17:34

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 17:55

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðeigandi að Benedikt skuli koma með eina tilvitnun til stuðnings máli sínu. Tilvitnun frá Maó.  Eðlilega, segi ég. Það eru bara harðlínu sósíalistar í æðstu stöðum ESB og Barrosso hinn berrassaði keisari er einmitt Maóisti. Draumur Benedikts er sá að ESB takist það sem Maó mistókst, ef ég skil hann rétt. (Að þúsund blóm blómstri bla bla bla)

Vinstrimenn sem grenjuðu hvað hæst yfir því að verið væri að drepa alla raunverulega veðmætasköpun í landinu með uppskrúfuðu gengi (og það réttilega) kvarta nú stórum yfir því að lágt gengi komi útflutningsatvinnuvegunum of vel. Hér eru einhverji að hagnast um of að þeirra mati og það í beinhörðum gjaldeyri. Er einhver sem skilur svona röksemdafærslur? 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 18:52

19 Smámynd: Sólbjörg

Rökin fyrir aðild er sett fram í 12 liðum, en ekki vitnað í eina einastu reglugerðir ESB. Viðurkenni samt að svörin eru frábær vægast sagt- sem handrit að næsta áramótaskaupi. Hver svarliðurinn öðrum fyndnari, ekki hægt að gera upp á milli nr. 9, 8, eða 7 og allra hinna. Og til hvers þurfum við færustu sérfræðinga heims - við höfum Össur og hina vitringanna í Samfylkingunni!! Alveg eins og í bankaþenslunni miklu það þá þurfti heldur ekki að hlusta á færstu sérfræðinga heims- enda eru þeir leiðindapúkar og ekkert fyndnir eins og þið félagarnir í Samfylkingunni.

Sólbjörg, 1.11.2011 kl. 19:25

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólbjörg ekki gleyma Þorgerði Katrínu um að sérfræðingarnir þyrftu að fara í endurmenntun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 19:38

21 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég minnist þess að hafa lesið þessa punkta hans Benedikts, sem eru þó alls ekki svör við því af hverju við ættum að ganga í ESB. Við skulum þó líta á tvo punkta.

Stjórnmálastöðugleiki og efnahagsstöðuleiki þetta eru feitustu bitarnir hjá honum Benedit. Í ljósi ástandsins í ESB í dag, er þetta í besta falli grín. 

Ennþá er lýst eftir rökum fyrir því að við ættum að ganga í ESB. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2011 kl. 20:51

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þarf að segja meira um hve mislukkað ESB grínið er, að þeir eru núna búnir að banka upp hjá Norðmönnum og biðja um fjáhagslegan stuðning. 

Það er gert til að rétta ESB kútterinn af í Gríska fellibylnum.  ESB kútteinn er núna eins og stjórnlaust rekald í ólgusjó í miðju fellibylsins og á eftir að komast í gegn um fleiri brot áður en áhöfnin getur andað léttar.

Getur það orðið nöturlegra fyrir forstöðumenn ESB-útgerðarinnar, að þurfa núna að vera á hnjánum með betlistaf í Noregi, þar sem Norðmenn eru í tvígang búnir að hafna inngöngu í ESB.

Benedikt V. Warén, 1.11.2011 kl. 21:51

23 Smámynd: Gunnlaugur I.

Magnús Helgi Björgvinsson reynir hér af veikum mætti að koma með úrsérgenginn og eldgömul falsrök ESB trúboðsins á Íslandi fyrir ESB og EVRU aðild þjóðarinnar.

Allt er þetta reyndar kolfallið og eiginlega bara orðið grín í dag.

"Það sem að varast helst hann vann, það skildi koma yfir hann"

ESB trúboðið á Íslandi er á harða flótta, það stendur ekki steinn yfir steini í þeirra málflutningi !

Gunnlaugur I., 1.11.2011 kl. 21:53

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óneitanlega frekar skondið Benedikt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 21:55

25 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur mín tilgáta er að Magnús sé að hæða Benedikt Jóhannsson með því að sýna að nýlega fram sett rök fyrir aðild séu nú strax kolfallin.

Sigurður Þorsteinsson, 2.11.2011 kl. 06:11

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú eru komin 25 innlegg og aðeins einn aðili hefur reynt að koma með "rök" sem hafa svo verið hökkuð í spað.  Þetta er það sem við höfum verið að segja, einangrunarsinnar HAFA ENGIN RÖK.  Bara frasa sem þeir hafa heyrt einhversstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 10:51

27 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nú er ég alveg orðinn ruglaður, hverjir eru einangrunarsinnar? Þeir sem vilja ganga í ESB eða þeir sem vilja það ekki?

Jón Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 17:17

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati eru einangrunarsinnar þeir sem vilja ganga í ESB og tengjast Evrópu, þegar allur heimurinn er í boði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 17:25

29 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég skil ekki þetta innlegg. Af hverju ættum við að hætta samskiptum við önnur lönd, þó við göngum í ESB?

Mér dettur helst þetta í hug :)

http://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=YIP6EwqMEoE#t=17s

Jón Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband