Er innihald í eineltisdeginum?

Ráðuneytin setja saman verkefnisstjórn, og upp er settur vefur, og fullt af fólki safnast saman á blaðamannafund. Ekkert af þessu hefur mikla þýðingu nema að kjarninn komi síðar. Það eitt að safna fulltrúum frá ráðuneytunum í einhverja nefnd er afskaplega lítils virði, ef leiðbeiningar og aðgangur að sérfræðiþekkingu er ekki til staðar.

Á þennan blaðamannafund er safnað saman alls kyns samtökum, en hvernig er vinnuferlið vegna eineltis hjá þessum samtökum og hvernig er raunveruleg aðkoma þegar eitthvað kemur uppá. Hvernig er aðgerðaráætlun hjá ÍSÍ og UMFÍ hjá aðalsrifstofum þessara samtaka, hjá héraðs og íþróttasambandalögum, hjá félögunum og deildunum. 

Mér segir svo hugur að víða þyrfti að taka til hendinni. 

Eineltisdagurinn má ekki bara þýða, bros ráðherra fyrir myndavélar og kaffi og kruðerí. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvers konar kjarna áttu við. Er ekki ákveðnu markmiði náð með athyglinni sem vandamálið fær ?

Aldrei áður hefur farið fram jafn víðtæk umræða um einelti meðal þjóðarinnar og nú.

Er það ekki kjarninn ?

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 20:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dóttir mín sem hefur verið að halda fyrirlestra m.a. um einelti, spurði mig hvort þú værir grínari. Þegar unnið er t.d. með atvinnuleysi sem við höfum nóg af, og ef bætist við sá fjöldi sem flúið hefur land þá sést hversu vandinn er stór. Það vantar ekki að stjórnvöld hafi rætt um atvinnuleysið og öll þau störf sem ríkisstjórnin hefur skapað og ætlar að skapa svona rétt eftir helgina. Umræðurnar um atvinnuleysið, bjarga afskaplega litlu, heldur aðgerðirnar sem ekki er unnð að og sjálfsagt verður ekki unnað fyrr en þetta lið er farið frá völdum.

Umræður um einelti geta gert gagn, en markviss aðgerðaráætlun, upplýsingar og hæft starfsfólk, mun geta afkastað mestu í samvinnu við þolendur og aðstandendur þeirra. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2011 kl. 20:35

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Siggi minn, af hverju þarftu alltaf að taka svona persónulega lítilsvirðinga takta gagnvart þeim sem nenna að kommentera hjá þér ? Og það nóta bene í umræðu um einelti ?

Hvort dóttir þín álítur mig grínara eða eitthvað annað, sé ég ekki að skipti stóru í samhengi við þessa umræðu.

Ég var einfaldlega að benda á að með aukinni athygli um vandann vex ambisjónin, jafnt hjá fagaðilum sem almenningi.

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 20:44

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég er sammála Hilmari að aukin umræða um þessi mál er af hinu góða. Hefur vonandi sinn " fælingamátt "  Hefur það ekki verið hluti af vandanum að við höfum ekki sinnt þessum vanda ekki talað um hann og ekki hvatt til þeirrar umræðu. Ég skal alveg viðurkenna að ég er dolfallinn yfir umfangi þessa máls og hvað maður hefur verið blindur á þetta mein.  Ég þekki Sigga hann er " action " maður vill ráðast á meinið !!

Jón Atli Kristjánsson, 8.11.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Flestir þekkja til einhverra foreldra sem hafa átt börn sem lenda í einelti. Það sem skiptir máli fyrir þessa foreldra er aðgangur að upplýsingum hvernig bregðast skuli við. Í þessu sambandi væri t.d. leið að hafa upplýsingavef þar sem fjallað er um einelti og tu birtingarmyndir þess. Hvernig eiga foreldrar gerandans að bregðast við og eins foreldrar þolandans. Er til aðgerðaráætlun í skóla eða félagi? Hvað ber að gera ef slík áætlun virkar ekki. Ef skoðaður er vefurinn gegneinelti.is þá kemur ekkert þar fram, hvert foreldrar geta leitað. Þetta er eins og vefur um landsöfnun til að bjarga geirfuglinum. Voru sérfræðingar í eineltismálum hafðir með varðandi þetta átak?

Hef of oft tekið þátt í landsverkefnum þar sem tilgangurinn var ekki alveg ljós og það er mitt innlegg í málið. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2011 kl. 23:58

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar og Jón Atli. Að öll umræða sé betri en engin, er ég ósammála. Ráðuneytin nota stundum  aðferðir sem skaða málefnið, en vekja athygli á einhverjum aðilum. Þá er verið að misnota málefnið.

Ég hef í nokkrum tilfellum setið slíkar nefndir. Minnist nefndar sem fjallaði um hreyfingu landsmanna. Í þessa nefnd voru skipaðir fulltrúar frá Ráðuneytum og félagasamtökum. Þetta átti að sjálfsögðu að vera allsherjarnefnd til þess að fá fólk til þess að hreyfa sig. Það voru fjölmiðlamenn og það voru snittur. Vikulega í nokkra mánuði sátum við og boðuðum snittur. Það var alveg sma þó einhverjir fundarmenn gerðu fyrst kureisar tilraunir til þess að fá rökræðu um aðgerðir, þá var alveg ljóst að það var það síðasta sem til var ætlast. Hreyfing landsmanna jókst ekkert við þessi fundarhöld. Mig minnir að þessi nefnd hafi leysts upp þar sem nokkrir fundarmenn voru búnir af fá upp í kok á snittum. Þessum tíma hefðu verið gægt að verja betur. 

Hilmar það eru nokkrir aðlar hér á blogginu sem virðast hafa farið í gegnum pólitíksa stillingu. Get nefnt þér menn eins og Magnús Björgvinsson eða  Jón Ingi Cæsarsson. Ef eitthvað kemur frá Samfylkingunni eða ráðamönnum hennar þá er það got, ef eitthvað kemur frá ríkisstjórninni þá er það gott. Ef gagnrýni kemur frá VG á Samfylkinguna þá er það vont. Ef eitthvað kemur frá stjórnarandstöðunni þá er það vont. Ef einhver stjórnarandstæðingur tekur undir málflutning Samfylkingarinnar í einhverju máli er það mjög gott og mjög vont hjá stjórnarandstöðunni. Mér skilst að til þess að tileinka sér þennan hugsunarhátt þurfi aðeins að virkja þrjár heilasellur. Heilinn fer á sjálfstýringu. Lengst af las ég innlegg þitt á blogginu með svörin mótuðust af þeim. Ég lofa þér að taka innlegg fá þér í rökræðuna, ef þú lætur mig vita þegar þú ert á sjáfstýringunni því þá munt þú fá sömu svörin frá mér. 

 Aftur að eineltisdeginum. Ef 120.000 undirskriftir koma gegn einelti, síðan 120.000 gegn eiturlyfjum, og 120.000 gegn brjóstakrabbameini. Þannig er hægt að halda áfram, erum við viss um að það hafi einhver áhrif þá þessa málaflokka. Ég hallast að því að orkunni sér eytt á annan hátt. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.11.2011 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband