Örvætingin á Bifröst

Mikill kennaraskortur er á Biföst. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi fagmanna er nánast ómögulegt að fá þangað hæfa kennara. Þess vegna situr Biföst upp með kennara eins og Eirík Bergmann, sem verður sér og skólanum aftur og aftur til stórskammar.

Nýjasta útspil Eiríks var að níða Framsóknarflokkinn. Ekki það að það sé neitt nýtt úr herbúðum Samfylkingarinnar, níð sem Samfylkingin tók sem arf frá Alþýðuflokknum gamla. Samfylkingin hatar Framsóknarflokkinn.  Eiríkur telur að Framsóknarflokkurinn sé nýr nasista eða fasistaflokkur, sem hætta sé á að komi upp gasklefum til þess að murka lífið úr andstæðingum sínum. Þessu til staðfestingar, nefnir hann merki Framsóknarflokksins og  að þeim skuli dirfast að sýna glímu á flokksþingum sínum undir fánahyllingu. 

Eiríkur sem hefur í atvinnubótavinnu unnið sem lektor við Háskólann á Bifröst, fullyrti ekki alls fyrir löngu að  það síðasta sem íslensk þjóð þyrfti á að halda væri sterkur leiðtogi. Auðvitað leit hann fyrst á samflokksmenn sína í ríkisstjórn, þar var engann leiðtoga að finna, og hvað þá sterkran leiðtoga. Andstæðingar leiðtoga, en leiðtogar nota lýðræðið til þess að ná áragnri, eru fyrst og fremst alræðissinnar sem annað hvort eru þá kommúnistar annars vegar eða fasistar eða nasistar hins vegar. Hvar Eiríkur Bergmann er á því litrófi skipir mig ekki nokkru máli. 

Rektor Háskólans við Bifröst, Bryndís Hlöðversdóttir gerir lítið úr sér, þegar hún ákveður að verja sóðakrif Eiríks Bergmanns. Auðvitað hefur hún tekið Eirík á teppið þegar hann kom úr höfuðborginni. Hún hefur sennilega réttlætt þau, með því að þegar menn fari í höfuðborgina detti menn í það og komi hálfruglaðir til baka. Fyrst og fremst hefur hún ákvðið að verja Eirík vegna þess að hann hefur sömu fíkn og hún sjálf. Hann tekur ESB stíl á hverju kvöldi og er í ESB vímu, og því ekki sjálfrátt. 

Á Bifröst er fólki orðið ljóst að ESB verður hafnað og í örvæntingu sinni halla þau sér að níðinu í umsögnum sínum um þá sem ekki eru sömu skoðunar og það sjálft. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurður; jafnan !

Sannferðug er; lýsing þín, á Bifrastar fólkinu - og þess hugmyndafræðilega nauðar umhverfi (ESB áþjánarinnar), svo ekki sé fastar, að orði kveðið.

En; ''Framsóknarflokkurinn'' verðskuldar ekkert annað, en niðurlagningu - líkt og hinir 3, eftir skemmdarverk þeirra, liðin ár, - sem áratugi.

Flokkur; Jónasar heitins frá Hriflu, var af allt öðrum toga - og heill, í sínum háttum, sem kunnugt er.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Bifröst var byggð af Sambandi íslenskra samvinnumanna SÍS sem mér fannst alltaf vera það sama og Framsóknarmenn. Þeir gáfu út rit,sem hét Samvinnan. Því stýrði  Alþíðuflokksmaðurinn Benedikt Gröndal (var ritstj.) Bifröst var glæsilegt sveitahótel,skipadeild SÍS  sá um reksturinn Hjörtur Hjartar móðurbróðir Ólafs forseta,var forstjóri Skipadeildarinnar. Andinn þarna er því hreinn Samvinnu-Framsóknar. Hann hangir yfir staðnum og minnir á íslenska stórhuga glímumenn.  Á þessum stað var íslenski fáninn nær daglega við hún,rétt eins og á kaupskipum SÍS. Nú reyna Kratar með öllum ráðum,að níða Framsóknarmenn,vegna þess að þeir eiga einstakt mannaval á þingi. Eiríkur veit að þeir vinna stöðugt á,en grýpur til fávisku,sem dregur hann sjálfan niður. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 02:27

3 identicon

Sigurður, þetta blogg þitt er með hreinum eindæmum.Fyrst slærðu því föstu a' Háskólinn á Bifröst sé lélegur skóli með lélega kennara . -Enginn rökstuðningur af eðlilegum ástæðum-.Annað; Eiríkur er ekki að níða Framsókn og hann telur ekki að Framsókn sé fasistaflokkur-Vinsamleg ábending; lestu grein Eiríks og þú sérð að þetta er ekki rétt.-Eiríkur telur að merki Framsóknar-rísandi sól- sé klassískt fasískt minni.Ég er ekki sammála þessu og hef ekki fundið neitt sem styður þessa fullyrðingu. nefna má að B Obama notaði rísandi sól í meerki sínu í kosningabaráttu 2008. Rísandi sól er æfafornt merki og fjölbreyttir skoðanahópar hafa notað það.--Þjóðernishyggja hefur af fræðimönnum (t.d.Sumarliði Ísleifsson) verið kölluð yfirburðahyggja. Hugmyndin um hina guðlegu eyju í Norðri var til í þýskri rómantík og hefur haft mikil mótandi áhrif. Jónas frá Hriflu var t.d. undir áhrif af slíkum hugmyndum en eins og við vitum báðir skrifaði hann áhrifamiklar kennslubækur um sögu landsins.Yfirburðahyggja kom einnig greinilega fram í tengslum við útrásina sálugu og þátt forseta Lýðveldsins í henni.---Bryndís Hlöðversdóttir er ekki að verja allar skoðanir Eiríks heldur er hún að verja rétt hans til að tjá skoðanir sínar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:21

4 identicon

Rétt að taka þaðm fram að Eiríkur er ekki Samfylkingarmaður og hefur aldrei verið það . Hann tjáir sínar skoðanir í bloggir og greinum í erlendum(breskum) blöðum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 10:19

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrafn nú verður þú að lesa bloggið mitt hægt, því þar kemur hvergi fram að Bifröst sé lélegur skóli né með lélega kennara, þó að skólinn hafi þurft að ráða til sín Eirík Bergmann, sennilega út af neyð.

Eiríkiur byrjar í grein sinni að fjalla um hægri öfgahreyfingar  og leiðir síðan greinina að tilgaginum að Framsóknarflokkurinn sé farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Segjum svo að ég myndi skrifa grein um daður vændiskvenna á Íslandi og í Evrópu, eftir þessa umfjöllun myndi ég nafngreina einhverja konu í þínu umhverfi og segja að hún væri farin að daðra. Þú yrðir ekki mjög ánægður sennilega af því að það kæmi nálægt þínu eigin skinni. 

Bryndís Hlöðversdóttir má verja það sem hún vill. Það að verja svona málflutning er henni til minnkunar. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 11:54

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar.

Mér finnst ekkert að því þó fólk hafi aðrar skoðanir en ég hef bæði á ESB og öðrum málum. Þegar svona lákrúra sem kennarinn á Bifröst sendir frá sér, þá er of langt gengið. 

Get tekið undir með þér að stjórnmálaflokkarnir þurfa að taka sig ærlega á, það gerist m.a. með því að við látum heyra í okkur. 

Í sögulegu ljósi hafa nýju flokkarnir haft lítið úthald. Oft koma til þeirra fólk sem illa eða ekki hafa þrifist í gömlu flokkunum, og þegar á nýja staðinn er komið, kemur oft í ljós að nýji flokkurinn hefur ekki umburðarlyndi fyrir viðkomandi einstaklingi. Svo þarf að minnast að vond eru heimskra manna ráð, ekki síst þegar margir koma saman. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 14:11

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Baðvörðurinn Hrafn Arnarson þreytist ekki á að gera sjálfan sig að fífli.  Hann segir Eirík Bergmann aldrei hafa verið Samfylkingarmann.  Þá er rétt að fræða hann á því að Eiríkur er Samfylkingarmaður og er meira að segja fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Þú ættir svo að lesa það sem þú skrifar hér til að sjá sjálfan þig hafna fyrst og svo viðurkennasvo þá staðreynd að Eiríkur er að draga línu á milli Framsóknar og Fasisma. Hann hefur raunar skrifað heila bók um þessa tengingu sína.

Þetta eru örþrifaráð rökþrota manna ða gera slíkt og kallast Guilt by Association eða Reductio ad Hitlerum. Semsagt rökvilla og flótti frá umræðunni.

En allavega þá ertu fróðari um Eirík og hvers flokks hann er, svo froðan í þér var kannski ekki til einskis í þetta sinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2011 kl. 15:56

8 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi Sigurður, hef ekki lesið grein Eiríks, enn þetta hlýtur að vera voðaleg grein.  Ég hjó hinsvegar eftir þessu með ESB stílinn, sem verður að teljast hugvitsamlegt tæki. Ég sé það núna að hluta af því kynningafé sem ESB ætlar að eyða hér á landi, hefur nú þegar verið eytt í svona stíla. Þeir verða væntanlega gefnir öllum sem vilja, sjálfsagt undir fölsku yfirskini. Áróðurinn lætur ekki á sér standa, við verðum að standa vaktina.

Jón Atli Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 17:24

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mikið ofboðslega setur þú niður Siguður fyrir svona bull! Bendi þér á að skv. upplýsingum sem þú hefðir getað fundið á netinu þá er Evrópufræðasetrið starfrækt að frumkvæði hinna ýmsu félaga sbr." The Centre for European studies was founded at Bifröst University in August 2005 in co-operation with the Confederation of Icelandic Employers (SA), the Icelandic Confederation of Labour (ASÍ), the Federation of Icelandic Industries (SI) and the Confederation of State and Municipal Employees (BSRB)."Eða öllum helstu samtökum atvinnulífsins. 

Og Eiríkur m.a. sérhæft sig í málefnum ESB. Þetta fræðasetur er jú nauðsynleg færði og upplýsingaveita m.a. vegna þess að við erum jú í EES samstarfinu. 

En svona málflutningur er bara barnalegur og vitlaus. Eiríkur segði ekkert um Framsókn í líkingu við það sem þú hefur eftir honum. Hann sagði:

"Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi."

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.11.2011 kl. 19:08

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað á Eiríkur við með þjóðernisstefnu og Fasísk minni. Jafnval hans eigin flokksmenn hafa sagt þetta of langt gengið. Hann skrifaði aðra grein í tengslum við fjöldamorðin í Noregi, þar sem hann dró línu milli þjóðernisstefnu og fjöldamorðingjans Breivik og þaðan yfir í andstæðinga ESB hér á landi. Hann gaf svo út heila bók í sumar, þar sem hann tengir Íslendinga almennt við þjóðernisrembing og þaðan í fasisma. Hvað viltu meira? 

Þú skilur greinilega ekki ritað mál. Af hvaða hvötum heldur þú að Eiríkur hafi skrifað þetta? Bara svona að tjá sig um stílbrögð og stefnur í auglýsingagerð svona út í loftið?

Þú toppar þig sveimér í hálfvitagangnum í hvert skipt sem þú hrasar á lyklaborðið. Endilega  haltu því áfram. Það er mikil hjálp í þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2011 kl. 20:28

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ástæða þess að ég setti þetta blogg inn, var að mér var bent á þessa grein hjá honum Eiríki Bergmann og var forviða. Síðar hefur mér verið bent á fleiri greinar eftir Eirík og lesið tvær þeirra og þá áttað mig á því að hann fer ítrekað yfir öll siðferðismörk, sem menn almennt setja sér í rökræðu. Ég hvet menn til þess að lesa þessa grein í Fréttatímanum fyrir hálfum mánuði, það er hægt að gera hér á netinu. Greinin heitir Þjóðleg gildi og innflytjendur. Hún byrjar á: Þjóðernissinnaðar hægri öfgahreyfingar hafa ekki enn náð fótfestu í íslenskum stjórnmálaum, en ýmsir hafa þó reynt fyrir sér innan þess mengis. Síðan er farið yfir öfgahreyfingar á fyrri hluta tuttugustu aldar og greinin endar svo á að tengja þetta við Framsóknarflokkinn og greinin krydduð með mynd af Sigmundi Gunnlaugssyni.

Sigurður Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband