Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn?

Jón Ásgeir keypti Samfylkinguna með húð og hári fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hann verið með það lið í bandi og hlýðniæfingar hafa gengið fullkomlega eftir. Jón vildi meira, hann vildi Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins fékk rausnarlegt tilboð sem var umsvifalaust hafnað. Þessu reiddist útrásarvíkingurinn, sem ekki samþykkir nei sem svar. Um leið og Samfylkingin komst til valda lét Jón Ásgeir ráðherrana sína hrekja Davíð Oddson úr embætti Seðlabankastjóra. Hann vildi meira. Hann vildi ráða formanni Sjálfstæðisflokksins. Honum fannst lítið til koma ráðherra Samfylkingarinnar. Þetta verður sennilega síðasta verk útrásarvíkingsins áður en hann verður látinn bera ábyrgð á verkum sínum fyrir dómi.

Fyrir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum nú var gefið út að Baugsmiðlarnir yrðu látnir vinna með Hönnu Birnu. Fréttablaðið, Stöð 2 og síðan kæmi sóðagrein í DV um helgina. Hingað til hefur allt staðist. Í fréttum Stöðvar 2, var sagt að vígi Bjarna væri í kraganum þar sem 25% landsfulltrúa kæmu, 30% kæmu frá Reykjavík, vígi Hönnu Birnu. og 45% kæmu frá landsbyggðinni Þá var klekkt út með að  Hanna Birna hefði einmitt farið í fundarherferð landsbyggðina og fólk ætlaði að kjósa Hönnu Birnu. Þessi frétt er eflaust skrifuð af Jóni Ásgeiri.  Áður var af handahófi haft samband við fundargesti og allir þeir sem gáfu út afstöðu sína ætluðu að kjósa Bjarna. 

Það yrði mikið áfall fyrir útrásarvíkinginn Jón Ásgeir að tapa formannsslagnum rétt áður en honum verður  stungið inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband