Eitt skref til vinstri.....

Árni Páll er er annar tveggja ráðherra Samfylkingarinnar sem teldist til Alþýðuflokksarmsins. Framgagna hans í skuldavanda heimilanna skapaði honum ekki vinsældir. Hann sagði eitt í dag og annað á morgun, trúverðugleiki hans sem félagsmálaráðherra var aumkunarverður. Í herbúðum Samfylkingarinnar láku upplýsingar, sem sögðu að þessar ákvarðanir væru alls ekki Árna Páls, eldur kæmu fulleldaðar frá fyrrverandi félagsmálaráðerra Jóhönnu Sigurðardóttur. Árna Páli hafi verið misboðið. Í stað þess að reka hann strax úr ríkistjórninni var hann færður í ráðherra efnahags og viðskiptaráðherra, þar sem ekki reyndi mikið á kappann. Jóhanna vill ekki neina miðju eða hægri krata í sínum flokki og því er Árna Pál fórnað.

Önnur kenning um brotthvarf Árna Páls er að hann sé búinn að fá nóg af Austur þýska kommúnistastipmlinum og hann vilji yfirgefa skútuna áður en hún sekkur. 

Þriðja kenningin er að koma eigi Árna Pál fyrir í Brüssel.

Nú spyrja menn bara hver verður höggin næst í Samfylkingunni. Verður það Katrín Júlíusdóttir eða Guðbjartur Hannesson.

Þetta var eitt skref til vinstri, í átt þil þess sem menn eru komnir upp í kok á að lifa með. Sveijattann. 

 


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það gengur mikið á Siggi minn,því til mikis er að vinna. Þessir krakkar úr   Kópavogi,eru óreynd í þessu,en það minnir mann á að mörgum finnst vera kominn tími á þá sem hafa verið lengst á þingi. Ég ætla að reka Jóhönnu og Össur,taktu eftir hvort ehv. skrítið gerist bráðum. Verð að skrifa það svo geti sannað að ég veit meira en nef mitt nær.

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2011 kl. 02:04

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að það sé aukaatriði, þá mun Árni Páll eiga sinn pólítíska uppruna í Alþýðubandalaginu, eins og flestir aðrir ráðherrar.  Það er eins og mig minni að hann hafi verið formaður ungliðarhreyfingarinnar þar.

Það er Jóhanna og hugsanlega Guðbjartur sem ekki rekja sinn pólítíska uppruna til Allaballana.  Ætli Alþýðubandalagið verði ekki að teljast áhrifamesti flokkurinn í Íslenskum stjórnmálum í dag.

G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2011 kl. 02:22

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Árni Páll tekur náttúrulega næstu vél til Brussel í pólitísku blidflugi Samfylkingarinnar ! Þetta þjóðhættulega áætlunarflug til Brussel er stórhættulegt blindflug sem þjóðin þarf að stöðva fyrr ein seinna.

Út af vangaveltum G. Tómasar, þá er það rétt að framapotarinn Árni Páll byrjaði sinn pólitíska feril á Alþýðubandalaginu. En það gerði einnig Guðbjartur Hannesson, en hann var lengi vel oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness. Mér finnst Guðbjartur þó mega eiga það að hann er einhver málefnalegasti og frambærilegasti maður Samfylkingarinnar, svo maður einu sinni gefi þeim flokki eitthvert prik.

Gunnlaugur I., 3.12.2011 kl. 09:00

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga við þurfum bara fleira ungt fólk úr Kópavoginum á þing.

G. Tómas vissi ekki að Árni Páll hafi verið  í Alþýðubandalaginu, en hann hefur þá fært sig örlítð til hægri með auknum þroska. Vandamál okkar Íslendinga í dag er gamla Alþýðubandalagið, þegar Austur Þýskaland var draumalandið. 

Gunnlaugur veit ekki hvert Árni Páll stefnir. Held að Samfylkingin sé að splundrast og Árni Páll sé bara ein einingin á leiðinni frá kjarnanum. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.12.2011 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband