Ingibjörg Sórún kveður Samfylkinguna.

Samkvæmt fréttamiðlum á vinstri vængum hefur Ingibjörg Sólrún sagt sig úr Samfylkingunni. Ástæðurnar eru eflaust margar, en ein er sögð sú að Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að halda námskeið um Rannsóknarskýrslu Alþingis. Allir mega vita hvaða útreið Ingibjörg Sólrún fær á því námskeiði. Jón Baldvin þolir ekki Ingibjörgu Kvennalistakerlingu, en hann þolir heldur ekki Jóhönnu Þjóðvakaformann, né Jóhönnu Allaballa. Ingibjörg þolir ekki Jón Baldvin Alþýðuflokksformann, og illa þolir hún Jóhönnu Sigurðardóttur sem er kominn með Samfylkinguna í ferðalag fram hjá Norðurlöndunum og langt inn í Sovétríkin. 
 
Allir vita svo að Jóhanna þolir ekki Jón Baldvin, sem er víst einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að Jón Baldvin er beðinn um halda námskeið um Rannsóknarskýrsluna hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ekki er talið ólíklegt að Jón Baldvin skelli því þar fram að Jóhanna hefði átt að segja af sér, vegna tengsla sinna við hrunið. 
 
Þetta skýrir að hluta að Samfylkingin er að liðast í sundur. Jón sem er svo mikill prinsippsmaður, að ef hinir foringjarnir gera ekki eins og hann vill, er það óalandi og óferjandi. Vinur minn er harður jafnaðarmaður studdi einu sinni Alþýðuflokkinn. Hann hélt að væri jafnaðarmannaflokkur og sagði sig úr flokknum þegar Jón Baldvin Hannibalsson hélt afmælispartý heima hjá sér. Áfengið í veisluna var talið hafa verið borgað af hinu opinbera. Þetta þótti vini mínum vera prisnippmál, sem Jóni Baldvini fannst ekki. Vinurinn gekk þó aftur í flokkinn, en sagði sig snarlega úr honum aftur  þegar Bryndís Schram eiginkona Jón Baldvins, reyndi að lauma nokkrum kjötstykkjum í gegnum tollinn, við komuna til Keflavíkur. Jóni Baldvini prinsippmanni þótti lítið til þessa koma. 
 
Var ekki einhver að tala um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður!

Kveðja úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.12.2011 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki má gleyma að Mubo klúðrinu sem eiginmaður hennar hafði fengið vilyrði um að gengju í gegn, þvert ofan í lög. Það verður skemmtileg guðfræðitúlkun að heyra Jón Baldvin túlka hrunskýrsluna. Hlutlausari mann gátu þeir varla fundið.

Það er annar afar ankannalegt að annar hrunflokkurinn skuli halda guðspekilegt námskeið um skýrsluna og "hjálpa" fólki að túlka hana "rétt".   Er það ekki eins og að láta vitorðsmanninn eða þjófinn sjálfan rétta í eigin máli?

Ég vildi óska þess að Jóhanna færi nú í fýlu lika og segði sig úr flokknum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2011 kl. 13:19

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Síðustu fréttir að náðst hafi í Ingibjörgu í Kabúl. Sambandi var erfitt, en þú mátti skilja á að hún væri ekki að fara til Afganistan til þess að flýja Samfylkinguna, heldur til þess að skilja Samfylkinguna betur og miðla nýjum aðferðum. Í stríðinu þarna úti eru víst eitthvað harðvítugari átök, sem læra má á. 

Jón ég er sannfærður um að Jóhanna yfirgefur Samfylkinguna, bara spurning hvort hún gegnur í Gums (Guðmundar Steingríms), VG eða Besta flokkinn. 

Silla bestu kveðjur í Heiðarbæ

Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2011 kl. 18:16

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Og svo má ekki gleyma þessari lofræðu ISG um Jón Baldvin á sínum tíma: "Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. En núna eru vorleysingar og það getur allt gerst."

Þetta var áður en mönnum var ljóst hve veikur grunnurinn undir einkavæðingunni var. Eflaust hafa Jóni Baldvin þótt þessi lofsorð góð á sínum tíma, en vill ábyggilega að allir gleymi þeim núna!

Flosi Kristjánsson, 7.12.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband