16.12.2011 | 22:44
Yfirlýsing frá meintum brotamanni!
Það er ekki oft sem meintir brotamenn gefa yfirlýsingar i fjölmiðlum. Viðurkennir að hafa brotið af sér í einu tilfelli, en ekki öðru. Sambærilegt og að hafa viðurkennt að hafa brotist inn í tölvubúðina, en ekki í sjoppuna. Eflaust eiga fjölmiðlar í framtíðinni eftir að birta slíkar yfirlýsingar í hudraðatali í framtíðinni, frá þeim sem hafa verið ákærðir. Jú, út frá jafnræðisreglunni.
Auðvitað á Flosi Eiríksson fyrrverandi bæjarfullrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi að skammast sín, fyrir þessa yfirlýsingu, og fyrirtækið sem hann vinnur hjá einnig. Dómgreindarleysi á hæsta stigi. Þá ætti Samfylkingin í Kópavogi að biðjast opinberlega afsökunar á Flosa og hinum bæjarfulltrúanum í stjórn lífeyrissjóðsins Jóni Júlíussyni. Það gerir flokkurinn aldrei, því hann biðst aldrei afsökunar og sér aldrei sök hjá sér, eins og sagan segir okkur.
Hitt er annað dæmi, að ákært hafi verið í þessu dæmi, þar sem sjóðsfélagar töpuðu ekki, en engin ákæra hefur verið gefin út á þá stjórnarmenn lífeyrissjóða þar sem milljarðar töpuðust í óvarlegum fjárfestingum. Sumir þeirra stjórnarmanna sitja sem fastast og bera fyrir sig að þeim þykja svo góðar snittur sem fram eru bornar á stjórnarfundum.
Vinnuferlið í skoðun þessa máls finnst mér hreint með ólíkindum og hafa verið sögusagnir í gangi um að það hafi verið að undirlagi fjármálaráðherrans, enda hafi VG ekki átt fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins.
Ég skora á fjölmiðla að fá til sín fagmenn til þess að fjalla um þetta mál, og bera saman við þau mál sem í gagni eru í kerfinu, og lítið gengur í að kanna.
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Finnst þér Flosi þurfa að biðjast afsökunnar á því að hafa bjargað peningum lífeyrisþega í Kópavogi frá gjaldþrota bönkum? Málið snýst um að stjórn sjóðsins reyndi að koma lausu fé sjóðsins í var í bankahruninu...og Kópavogsbær er ábyrgðaraðili sjóðsins og því traustasti kosturin til skemmri tíma.
Flosi þyrfti kannski að biðjast afsökunnar á því að segja ósatt um að hafa ekki vitað af þessu en alls ekki á því að hafa tryggt hagsmuni lífeyrisþega. Ég vildi óska þess að stjórn þess lífeyrissjóðs sem ég greiði í hefði unnið jafn vel og LSK, enda er þessi sjóður með eina bestu afkomuna úr hruninu.
Ég held að það sé rétt að Steingrímur komi nálægt þessu máli og undirskrift hans er sönnun þess eins og fram kemur í gögnum málsins.
Stjórn LSK og framkvæmdastjóri stóðu sig ótrúlega vel og eiga lífeyrisþegar í þessum sjóði þeim þakkir skyldar og það er sorglegt að þeim skuli refsað fyrir. Þau voru til dæmis ekki einn af þeim sjóðum sem héldu uppi hlutabréfaverði Kaupþings þegar halla fór undan fæti í þeirri svikamyllu.
Þeir aðilar sem standa að þessum málatilbúnaði ættu að skammast sín og nota tímann í að eltast við þá sem högnuðust á hruninu, en ekki þeim sem tóku skyldur sínar alvarlega í annarra þágu.
Gústaf Gústafsson, 17.12.2011 kl. 13:48
Sæll Gústaf
Já mér finnst Flosi eigi að biðjast afsökunar. Sé nú ekki alvarleikann í gjörðum stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbúa. Við þær aðstæður sem voru 2008, tek ég ofan fyrir stjórninni og framkvæmdastjóra sjóðsins. Þegar athugasemdir komu við hvernig féð var ávaxtað frá Fjármálaeftirlitinu var brugðist við leiðréttingum innan gefins tíma.
Hins vegar fannst mér framganga þeirra stjórnarmanna, þ.m.t. Flosa Eiríkssonar að sella skuldinni á Gunnar Birgisson og framkvæmdastjóra stjóðsins til þess að bjarga eigin skinni afar lítilmannleg. Hann bætir ekki úr skák með því að senda nú fréttatilkynningu þar sem hann reynir að halda því fram að hann sé ekki ákærður fyrir að reyna að hafa blekkt Fjármálaeftirlitið, en er hann ekki kærður fyrir bæði atriðin?
Það sem stendur uppúr í þessu máli er hins vegar það að Fjármálaeftirlitið gaf stjórninni frest til þess að leiðrétta fjármögnun sjóðsins. Það var gert innan þess tíma, en þá er talið að fjármálaráðherra hafi gripið inn í dæmið.
Sigurður Þorsteinsson, 17.12.2011 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.