Ójafn leikur í Kastljósi.

Þeir voru báðir frambærilegir knattspyrnumenn þeir Magnús Orri Schram og Bjarni Benediktsson. Bjarni varð fyrirliði U21 landsliðsins, en Magnús spilaði leiki með U17 ef ég man rétt. Getumunurinn var talsverður í knattspyrnunni, en hann var enn meiri í umræðunni um framkomna tillögu að fella niður málsókn gegn Geir Haarde. Þekkingarmunurinn á álitamálum lögfræðinnar var skerandi, svo og röksemdarfærslan.  Helsta niðurstaða umræðunnar, var ágreiningur þeirra félaga hvort rétt væri að stefna manni, sem ekki væri talinn sekur. Búið er að fella niður alvarlegustu þætti ákærunnar, en nú snýst málið um hvort Geir hafi gerst sekur um að hafa ekki boðað til einhverra funda. Verður að telja afar ólíklegt að hann verði sakfelldur fyrir slíkt.

Í sögulegu samhengi, þá eldist kæran á hendur Geir afskaplega ílla. Hrun hefur átt sér stað í fleiri ríkjum og mjög ósennilegt að forráðamenn þjóða verði dregnir fyrir rétt þess vegna. Í ljósi kærugleði Magnúsar Orra Schram er ég sannfærður um að hann muni styðja, ef ekki leggja sjálfur fram skipun rannsóknarnefndar um Icesavesamninganna. Það mál eldist til muna betur. Það má heita alveg ljóst að þau Jóhanna og Steingrímur verði dregin fyrir Landsdóm, en það gætu fleiri gert, t.d. Magnús Orri Schram sem beitti sér á Alþingi fyrir að samþykkja fyrstu Icesave samninganna, sem verða í ljósi sögunnar að teljast hrein aðför að íslensku þjóðinni. 


mbl.is Þingi frestað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Tek hatt minn ofan fyrir þér kæri Sigurður í orðsins fyllstu, þetta er góð samantekt hjá þér.

Guðmundur Júlíusson, 17.12.2011 kl. 02:42

2 Smámynd: Óskar

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar gjörsamlega að neita allri ábyrgði á hruninu - þetta er bara enn einn liðurinn í því.

Óskar, 17.12.2011 kl. 02:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jah, hvað gerir maður þá Óskar? Blame it on the boogie? Stæstu afglöpin í þessu öllu voru Samfylkingarmegin. Einarður brotavilji.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2011 kl. 05:12

4 Smámynd: Óskar

"Stæstu afglöpin í þessu öllu voru Samfylkingarmegin."

Menn sem láta svona útúr sér hljóta að hafa verið á annarri plánetu síðustu tvo aratugina.  Í fyrsta lagi bjó sjálfstæðisflokkurinn til hinar fullkomnu aðstæður fyrir hrunið með ultrafrjálshyggu sem fólst í því að gefa flokkshollum glæpamönnum auðlindir þjóðarinnar og stöndugustu ríkisfyrirtækin.  Framsókn hjálpaði að vísu heilmikið til.  Sjallar sáu svo um að reka Landsbankann og skella Icesave framan í þjóðina.  Svona ef allt væri sanngjarnt þá ætti Davíð Oddsson að sitja fyrir landsdómi fyrstur af öllum.

Óskar, 17.12.2011 kl. 06:08

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er leiðinleg árátta hjá samfylkingarfólki að velja sér það tímabil sem sagt er orsök bankahrunsins og auðvitað er vel valið, sá tími sem samfylkingin sat í stjórnarandstöðu!

Það má svo sem segja að grunn hrunsins megi leita í þeirri ákvörðun að einkavæða bankana. En þá þarf að skoða hvað varð til þess að hægt var að stíga það skref, EES samninginn. Hvaða stjórnmálaflokkur stóð harðast fyrir samþykkt hans á Alþingi?

Það má líka segja að lélegt regluverk hafi orsakað hrunið. Þá þarf að skoða hvað stjórnaði því regluverki, EES samningurinn. Hvaða stjórnmálaflokkur stóð harðast fyrir samþykkt hans á Alþingi?

Staðreyndin er hins vegar að óprúttnir menn náðu yfirtökum á bönkum landsins og rændu þá skipulega innanfrá. Það bar ekki á mikilli gagnrýni af hálfu samfylkingar gegn Baugsveldinu, eftir að það hafði yfirtekið Íslandsbanka. Reyndar var ekki að sjá annað en að sá stjórnmálaflokkur hefði bara haft nokkuð gott út úr því, fjárhagslega.

Það bar ekki á mikilli gagnrýni á bankakerfið af hálfu samfylkingar, eftir að sá flokkur komst til valda vorið 2007, þvert á móti voru þingmenn og ráðherrar þess flokks duglegir að verja bankana, allt að hruni!

Ef rót bankahrunsins er vegna þess að þeir voru einkavæddir. hvers vegna er þá núverandi ríkisstjórn búin að einkavæða tvo af þrem stæðstu bönkunum aftur? Og hvers vegna er þeim svo færðir sparisjóðir landsins á silfurfati með óútfylltri ávísum í kaupbæti?

Ef rót bankakerfisins er vegna þess að ekki var nægilega vandað að sölu þeirra, hver vegna er þá núverandi ríkisstjórn búin að selja einhverjum ótilgreindum aðilum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins?

Að segja að sjálfstæðisflokkur eða einhver einn flokkur beri ábyrgð á hruni bankanna er eins fráleitt og hugsast getur. Ábyrgði stjórnmálamanna í því máli er allra þingmanna frá árinu 1990 fram að hruni. Ef ætti að taka einhvern einn undan, væri það auðvitað Jón Baldvin, en hann stóð að gerð og samþykkt EES samningsins, en ljóst er að vegna þess samnings tókst bönkunum að þenja sig langt umfram getu landsins.´

Hinir sönnu hrunverjar eru auðvitað eigenur og stjórnendur gömlu bankana. Aðrir sökudólgar, svo sem stjórnmálamenn spiluðu þar minni hlutverk.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem ekkert hefur gert í sínum málum frá hruni. Hvítbók þeirra er eins og nafnið bendir til, hvítþvottur og tekur ekkert á þætti þess flokks í hruninu og þaðan af síður að einhverjar lausnir komi þar fram. Eitt gleggsta dæmi fyrringar samfylkingar er að þrír af núverandi ráðherrum þess flokks voru voru lykilráðherrar í hrunstjórninni. Að núverandi formaður flokksins og flokksmenn reyndar nýbúnir að kjósa til formennsku til næstu tveggja ára, var í innsta hring ákvarðanatöku hrunstjórnarinnar. Ekki heyrðist mikið frá henni um bága stöðu bankana frá vori 2007 til hausts 2008, þó hún hafi vissulega verið jafn meðvituð um vanda þeirra og þáverandi forsætisráðherra!!

Aðrir flokkar hafa eitthvað gert, mismikið og ljóst að allir mættu gera betur.

Hræsnin í samfylkingarfólki er alger, sá flokkur er ekki síður sekur af hruninu, ef menn vilja segja að það hafi orðið vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda!!

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2011 kl. 07:29

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar afar góð greining hjá þér að vanda. Því má svo bæta við að fyrstu hugmyndir að einkavæðingu bankana voru að selja þá í dreyfðri eignaraðild. Nei, það mátti ekki, samfylkingin vildi kjölfestufjárfesa. 

Það er annars mjög áhugavert að sjá hvernig stuðningsmenn samfylkingarinnar heldur sér þessa dagana. Þeir eru eins og lúbarðir hundar. Margir þeirra skammast sín og biðjast afsökunar á flokknum og forystumönnunum. Það tekur því ekki við þessar aðstæður að minna þá á að þeir eiga eftir að biðja þjóðina afsökunar á framgöngu sinni fyrir hrun. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.12.2011 kl. 09:08

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Allir stjórnmálamenn hvar sem í flokki var eru sekir ef út í það er farið en það má segja að grunnurinn að hruninu er þegar aflaheimildir voru gerðar framseljanlegar þ+a voru framsóknarmenn og sjálfstæðisflokkur við stjórn ,þá fengu menn ógrynni fjár í hebdurnar menn sem höfðu ekki einu sinni skip eða báta til að veiða þann kvóta sem þeir fengu í hendurnar.

Það er upphafið af því að menn fjárfestu fyrir gjafarféð í öðru enn aflaheimildum.

Ég minni en á að embætismannakerfið var rotið á þessum tíma og er kannski en hefur einhver úttekt verið gerð á því hvernig það tengist hruninu .Mér finnst eins og þessi hópur hafi alveg slopið að mestu leiti við rannsókn og finnst mér það afar skrítið.Það er ekki bara hægt að benda á stjórnmálamenn,það verður að líta á heildina hrunið er orsök magra þátta og einbeita brotavilja sumra manna til að gæða en meira á vafasaman hátt og til þessara manna verður að ná hvað sem það kostar og hvar sem þeir eru stattir í þjóðfélaginu háir eða lágir.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 17.12.2011 kl. 12:01

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mjög góður pistill hjá þér og tek undir hvert orð. Ég  ætla einnig að taka vel undir orð Guðmundar Eyjólfs varðandi embættismannakerfið. Þar þarf að skipta út þessum úrsérgengnu æviráðningar starfsmönnum sem eru bara að þvælast fyrir því sama hvað þeir gera þá fá þeir sín laun. Margoft hefur verið reynt að benda á hvernig margt af þessu fólki hefur verið ráðið eða skiðpað og frá fyrsta degi hafa flokkshagsmunir gengið fyrir öllu en ekki almannahagir. Þetta er eins og krabbamein og þarf að lækna.Ekki spurning um rannsókn á þeirra gjörðum.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.12.2011 kl. 12:21

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur ég held að sekt stjórnmálamanna sé mjög mismikil. Allar ákvarðanir þeirra orka tvímælis og sagt hefur verið að ef þú nærð að taka 60% af ákvörðum réttar, er viðkomandi afburðamaður. Síðan koma afglöp, eða siðferðilega rangar ákvarðanir og þá kemur að því að skoða réttarstöðu viðkomandi.

Kvótakerfið er eitt af þessum dæmum sem skoða þarf vel. Öfgahóparnir í báðar áttir eru ekki að gera þessarri umræðu neitt gott. Einhvers konar rannsóknarnefnd væri sjálfsagt æskilegasta formið. 

Ef fjórir ráðherrar þau Geir Haarde, Árni Matthíssen, Björgvin Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu farið fyrir Landsdóm, þá hefði það ekki misboðið neinum. Það hvernig Samfylkingin stóð að þessu máli misbýður siðferðiskennd almennings. 

Þó að flestir geti verið sammála um það að nú þarf að skipa rannsóknarnefnd um Icesave, þar sem hluti niðurstöðunnar verður að Jóhanna Sigurðardóttir verði dregin fyrir Landsdóm og þar dæmd. Slíkt væri fáránlegt Steingrímur Sigfússon mun fylgja með líka. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.12.2011 kl. 15:09

10 Smámynd: Óskar

Þessi króníska afneitun náhirðarbloggara hér á ábyrgð sjálfstæðisFLokssins á hruninu er í senn bæði sorgleg og sprenghlægileg.

Gunnar segir t.d. "Það er leiðinleg árátta hjá samfylkingarfólki að velja sér það tímabil sem sagt er orsök bankahrunsins og auðvitað er vel valið, sá tími sem samfylkingin sat í stjórnarandstöðu!"    ---- bíddu við Gunnar, hvaða tímabil átti að taka, 1969-70,,, 1930 -40 eða hvað??  Nú á umræddu tímabili 1990-2008 var sjálfstæðisflokkurinn nánast í stjórn allan tímann.  Á þessu tímabili var lagður grunnur að því umhveri sem leiddi til hrunsins, taktu eftir,, NÁKVÆMLEGA Á ÞESSU TÍMABILI, ENGU ÖÐRU!  Þá varð kvótaófreskjan til og þá var einkavinavæðingin á full swing.  Ég skil ekki hvernig þér dettur í hug að nefan eitthvað annað tímabil til að velja því það var þarna sem skelfilegar ákvarðanir sjalla og framara leiddu til hörmunga fyrir þjóðina sem hún er enn að ganga í gegnum þrátt fyrir frábæra frammistöðu núverandi ríkisstjórnar við björgunaraðgerðirnar og ég er ekki að grínast.  Kreppan er í þann mund að heyra sögunni til og það er EKKI sjálfstæðisflokknum að þakka, það skulum við bara hafa algjörlega á hreinu.

Nú á öðrum stað segir Gunnar: "Samfylkingin er eini flokkurinn sem ekkert hefur gert í sínum málum frá hruni."  Ég get alveg fallist á að Samfylkingin hefði mátt gera betur ,EN, hvað með SJALFSTÆÐISFLOKKINN?  Á ÞINGI FYRIR ÞANN FLOKK SITJA NÚNA 2 STK, KÚLULÁNAÞEGAR, 1 VAFNINGUR MEÐ MJÖG VAFASAMA FORTIÐ FRÁ "GÓÐÆRISÁRUNUM"- OG HANN ER FORMAÐUR FLOKKSINS!  1 STK. DÆMDUR ÞJÓFUR, 1STK. SJÓÐUR NÍUNDI, 1 STK SKATTSVIKARI, STYRKÞEGAR,  og eflaust gleymi ég nokkrum en þetta er þó nokkuð stór hluti þingflokksins sem virðast vera hreinræktaðir glæpamenn--svo vogar þú þér að gefa í skyn að þessi flokkur hafi axlað ábyrgð!!!

Óskar, 17.12.2011 kl. 16:47

11 identicon

Því miður virðist þú ekki skilja málið Sigurður. Meirihluti Alþingis hefur tekið ákvörðun eftir afar langar og harðar umræður.Að mínu mati hefði átt að sækja alla til saka sem Rannsóknarnenfd Alþingis og nefnd þingmanna lagði til. Það var hins vegar ekki niðurstaðan. Einnig átti að sækja bankastjóra Seðlabankans til saka enda einn þeirra frá upphafi algjörlega vanhæfur og ráðinn á pólitískum forsendum. Allt þetta gerðist ekki. Sérstakur saksóknari rannsakar fjölda mála og hafa 300 stöðu grunaðra. Það er því alveg ljóst að Geir verður ekki einn á sakamannabekk. Það er stórkostlega hættulegt fyrir réttaröryggi í landinu ef ákærur eru feldar niður. Á þá ekki að fella allar ákærur niður og kannski allar skuldir og kröfur líka? Við vitum öll hvernig mál ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis standa. Spillingin í stjórnkerfi, stjórnmálum og eftirliti er nú öllum ljós. það er öllum ljóst hvers konar svikamyllur bankarnir voru. En það nægir ekki. Það verður að ganga frá þessum málum á réttum vettvangi, í dómskerfinu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 22:07

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ágæti Hrafn. Það sem þú setur hér fram er e.t.v. fyrir marga algört bull. Sem mig lesblindan einstakling er það alls ekki svo. Meirihluti Alþingis ákvað að sakfella einn einstakling, þegar þjóðin hefði viljað sakfella fjóra eða fimm einstaklinga. Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin Sigurðsson, Árna Matthíssen og Jóhönnu Sigurðardóttur. Niðurstaða Alþingis var að sakfella aðeins Geir Haared. Til þess þurfii útspil samfylkingarinnar. Eftirá misbýður það réttlætiskennd almennings og reyndar stjórnmálamanna almennt, að einn stjórmálafokkur skuli taka þá afsöðu að nota þetta tækifæri til þess að koma höggi á póiistíska andstæðinga. 

  1. Jóhanna Sigurðardóttir hlýtur t.d. að vera með afar óþþætilegar tilfinningar, vitandi að hún var skipuðr í sérstakt efnahagsráð eða nefnd rískistjórnarinnar, bregða-st þjóinni, verandi nú ein af þeim sem bendir á það sem betur hefði mátt gera. 

Þegar þú bendir á einstaklinga, sem við við getum sannarlega getum gert þá vil ég biðja þig um að taka sem næsta mann við fráfarandi forsætisráðherra, núveandi forsætisráðherra. Án þess að taka til framögnun hennar í Icesavemálinu, sem á sér fá eða engin fordæmi. 

Óskar, ég nenni yfir leitt ekki að svara þeim sem ekki hafa manndóm til þess að koma fram undir nafni. Hef  stundum hitt hér á netinu menn sem ég ég hef þett í boltanu og vour þar slakir undirmálsmenn. Furðulega oft, eru það einnig hér í sínum málflutningi.  Hver þjóð á sína miðla sem höðfða til lægstu hvata í þjóðfélaginu. Við eigum slíka miða og í mælingum hefur einn slíkur traust 1,9% landsmanna. Sá einstaklingur sem þarf á slíkum miðli sem aðal grundvöll fyrir sínum málflutnigni getur  vart talsist trúverður.

'

Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2011 kl. 01:48

13 Smámynd: Óskar

Ég er hér undir nafni.- Óskar Haraldsson - en það er algengt að þegar mönnum skortir svör og rök þá finna þeir einhverjar ástæður til að sleppa við það að svara!

Óskar, 18.12.2011 kl. 03:28

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óskar Haraldsson, þegar menn koma með alvarlegar ásakananir á menn, eiga menn að taka lambúshettuna niður. Það gera skoanabræður þínir æði oft ekki. Að því sögðu, þá gagnrýni ég menn, flokka og málefni án tillits til flokka. Löngu fyrir hrun gagnrýndi ég efnahagsstefnu þáverandi stjórnarflokka mjög harðlega. Það gerði ég líka á öðrum vettvangi og var með því ekki að safna stigum í einhverjum vinsældarkosningum. 

Þannig hef ég hér á þessum vettvangi gagnrýnt nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins og sagt að nokkrir þeirra eigi að koma sér af þingi, af siðferðisástæðum. Í eitt skipti þegar ég blandaði mér í mál, þar sem verið var að ,,taka einstakling niður" sem ég hef stundum sterka tilfinningu fyrir að sé gert eftir pöntun, rétt eins og handrukkarar taka að sér að lemja menn, ákvað ég að ræða við fjölmiðamann sem var að hjóla í einstakling. Sá var vinstra megin við miðju og því ekki nema að hluta skoðanabróðir minn. Fjölmiðlamaðurinn sagði við mig að ég skyldi halda mér frá því máli, og ef ekki þá finndi hann eitthvað á mig til þess að taka af mér æruna, ef það finndist ekki þá myndi hann búa það til. 

Ég skal reyna að vera ofurkurteis þegar ég finn á þann mann heiti, og kalla hann skítseiði.  Sá hinn sami tók að sér að níða Bjarna Benediksson, með einhverju sem þú nefnir vafning. Hef farið yfir það mál m.a. í félagskap m.a.  lögfræðinga, sem eru í mismunandi flokkum. Faglega stenst það mál enga skoðun. Þa er tiltölulega auðvelt  til eitthvða bull um þig , og þú  munt finna hversu erfitt er að ná smjögklípunni af þér.

Það þarf hins vegar  enga smjörklípu til þess fjalla um tilraun til einshvers mesta níðingsverks sem tilraun var gerð til, en það er að reyna að fá Icesave I og II samþykkt á þingi. Að því máli stóðu bæði Jóhanna og Steingrímur. Þeim fylgdu síðan liðið þeirra nánast óskipt. Ég hvet þig til þess að svara hér og nú um afstöðu þinnar til þess og hvað þeir aðilar eigi að gera sem samþykktu þessa samninga.

Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2011 kl. 06:18

15 identicon

Sæll Sigurður, það er gott að skulir tala fyrir sjálfan þing en ekki einhverja aðra. Kjarni málsins er þessi. Alþingi komst að niðurstöðu. Menn geta verið ósáttir eða sáttir við þá niðurstöðu. Ólafur Jóhannesson, lögfræðiprófessor, hélt því fram að þar með væri málið úr höndum Alþingis.Ólaafur var að öðrum ólöstuðum fremsti lögmaður þjóðarinnar á sviði stjórnskipunar. Það eer alvarlegt að grípa inní starf ákæruvalds og dómstóla.Í væntanlegum réttarhöldum mun milill fjöldi vitna verða leiddur fra. Þetta eru ráðherrar, þingmenn og valdamenn . Mest úr einum flokki eins og gefur að skilja. Eðlilega óttast þessi eini flokkur að vera niðurlægður með þessum hætti.--Þú nefnir að þjóðin hafi viljað sakfella ákveðna ákv. einstaklinga og væntanlega styðst þú við ónefnda skoðanakönnun. það er gott og blessað en rétt og eðlilegt hefði verið að sakfella alla sem Rannsóknarnefndin lagði til. Aðferðin sem notuð er til ákvörðunar stenst ekki og að þessu leiti eru lög um landsdóm gölluð.Þingheimur er augljóslega vanhæfur til að kjósa um þetta mál. En meðan lögin eru svona verður að fara eftir þeim og niðurstaðan er fengin og málið er úr höndum Alþingis.(Þrátt fyrir lesblindu skilur þú greinilega allt vel sem þú lest.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 10:52

16 Smámynd: Óskar

Sigurður varðandi meint Icesave níðingsverk sem þú kallar svo þá gleymir þú forsögu málsins eins og flestir aðrir sjálfstæðismenn virðast einnig gera.  Varla þarf að minna á upphafið, sjálfstæðisflokkurinn gaf flokkshollum glæpamönnum Landsbankann, hann var svo rekinn af sjálfstæðismönnum ss. Kjartani Gunnarssyni og Co. sem skelltu þessum óþverra framan í þjóðina án þess að blikna.

Nú, Árni Matt sendi Bretum og Hollendingum svo fyrstu samningsdrög og sendi Baldur nokkurn, valinkunnan sjalla sem hlaut svo dóm fyrir innherjasvik til að semja á þeim nótum.  Svavarssamningurinn ógurlegi var víst hrein hátíð miðað víð ósköpin sem urðu til í kollinum á þeim Árna Matt og Baldri.  En að sjálfsögðu afneita sjálfstæðismenn þessum staðreyndum eins og reyndar ábyrgð sinni á hruninu almennt.  Sorglegt.

Óskar, 18.12.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband