11.1.2012 | 22:36
Sorglegur grínisti!
Jón Gnarr var tekinn á beinið hjá Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi. Ég er einn af þeim sem þykir vænt um Jón Garr og kann oft vel að meta húmór hans. Hef verið opinn fyrir hvað Jón hafði í huga að gera, því hann hefur mjög áhugaverðu fólki að skipa í sinni sveit. Þetta var hins vegar verulega ömurlegt. Sigmar spurði og Jón gat ekki svarað. Jón Gnarr svaraði út ú hött, aftur og aftur ekki vegna þess að hann væri fyndinn heldur vegna þess að hann ræður alls ekki við verkefnið. Að öllum líkindum er honum það ljóst nú , hafi honum ekki verið það áður.
Brandarinn gekk ekki upp í kvöld. Þetta var vandræðalegt, reyndar sorglegt. Það sem ég óttast að í kvöld hafi Jón ekki bara gert lítið úr borgarstjóraembættinu, heldur einnig grínistanum Jóni Gnarr. Gamanleikþættinum er lokið, hann fær enga stjörnu. Það hlógu engir, poppið hefði líka mátt vera betra.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Já svo við ræðum nú ekki um Bjarta framtíð BF flokksins. Tek undir með þér þetta var vandræðalegt svo ekki sé meira sagt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 00:35
Ásthildur samkvæmt síðustu óstaðfestum fréttum er búið að breyta nafni BF í Brostin framtíð
Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2012 kl. 08:27
Sennilega hefur aldrei nokkur íslenskur stjórnmálamaður vitað jafn lítið um það sem hann var spurður að, Jón Gnarr virtist ekki hafa hugmynd um hvað fer fram í borgarapparatinu.
Kjartan Sigurgeirsson, 12.1.2012 kl. 10:44
Hahahahaha Siggi Ekki spyr ég að því með gárungana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 13:42
Sigurður: Jón Gnarr er svo sem ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, en í þessum kastljósþætti ver ómaklega að honum og starfsmönnum borgarinnar vegið, meðhlæenndur þínir eru einnig frekar kjánalegir en eitthvað annað, málið er að það er stórmál að koma frosnu vatni fyrir einhverstaðar þar sem það verður ekki fyrir, ég þekki þetta af enginn raun, vann sem verktaki við snjómokstur þegar snjóaði meira í Reykjavík en gerðist í Des 2011, meðaljónin geysist út á spariskónum og festir býlin sin sem er á sumardekkjunum um miðjan vetur, og kvartar síðan undan því að hann renni á svellinu fyrir framan útidyrnar heima hjá sér, sveiattan það er skömm af skrifum ykkar hér fyrir ofan (4 komin þegar þetta er skrifað) þið hafið ekki hundsvit á því sem þið eruð að gaspra um ( engin móðgun meint við Hunda samt).
Magnús Jónsson, 12.1.2012 kl. 21:40
ÉG hef alveg fullan skilning á því að þegar vatn frýs verður það að klaka Magnús, ég veit líka að þegar mikið snjóar þarf að bregðast fljótt við og moka götur svo svona ófærð myndist ekki. Það felst m.a. í því að fá inn aukatæki og tól. Menn sváfu einfaldlega á verðinum þarna í Reykjavík. En borgarstjórinn gat bara ekki svarað neinu og vissi ekki neitt. Hvað fær hann greitt fyrir að vera borgarstjóri? Dekkar það ekki að fylgjast með og vita allavega um hvað málin snúast?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 11:10
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki nokkra þekkingu á snjómokstri, en ég þekki það þegar ég sé að viðmælendur hafa ekki hugmynd um hvað er verið að spyrja þá um, ég minnist þess ekki að hafa séð það greinilegar en t.d. þegar borgarstjóri svaraði út í hött um félagsþjónustuna í Reykjavík og reyndi að fela sig á bak við stolna frasa frá Guðmundi Steingrímssyni, sem reyndar virtist ekki vita hvað hann var að tala um en gerði það sem borgarstjóri virðist ekki kunna, að fela fáfræðina í bulli um eitthvað sem er jafnvel ekki á dagskrá, líkt og þeir félagar gera Guðmundur Steingrímsson og sérstaklega Dagur B. Eggertsson. Varðandi snjómokstur grunar mig þó að sveitarfélög sem búa við erfiðari aðstæður en við hér á suðvestur horninu líkt og Akureyri og Ísafjörður hafi vit á að losa hann út í sjó, hann tekur nefnilega lengi við og ekki svo ýkja erfitt að færa hann þangað þegar hann er nýfallinn.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.1.2012 kl. 12:28
Kjartan það er nákvæmlega það sem okkar menn gera hér, enda stutt í Pollinn. Þó þurfi að hrúga honum upp þegar hvað mest snjóar, þá einfaldlega er unnið við að aka honum í sjóinn þegar aðeins birtir upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 12:51
Ásthildur hér að ofan telur Ísafjarðarbæ, sambærilegan við Reykjavík, hvernig ætli henni fyndist á fá alla íbúanna á Akureyri í heimsókn á hverjum einasta degi og allir á bílum, því að er það sem við í Reykjavík glímum við, fjöldi borgarbúa tvöfaldast á hverjum degi, þeir fara úr því að vera um 100.000 í að vera 200.000, og þeir eru allir á bílum.
Magnús Jónsson, 14.1.2012 kl. 02:39
Magnús ég var að segja að þó við séum margfalt færri þá eru bæði tæki og tól líka margfalt færri. Hér eru hús götur og tæki og tól rétt eins og í Reykjavík. Ég man ekki eftir því að svona hafi komið upp á áður, þó snjóað hafi í Reykjavík, það er ekki eins og þetta sé fyrsti snjór sem fellur þar. Eins og Sturla Jónsson sagði, þegar svona snjóaði áður, voru öll tæki og tól líka sjálfstætt starfandi gröfumenn fengnir til að koma til, rétt eins og gerist hér, þegar svona snjóar, þá er hóað í sjálfstætt starfandi gröfumenn til að aðstoða.
Annars ertu komi út fyrir það sem við vorum að ræða, þ.e. stefnuleysi og vandræðagang Jóns Gnarrs í kastljósinu.
Svo líkar mér ill þegar talað er yfir hausinn á mér, ég er hér og er að ræða við þig ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.