Bæjarstjórastóllinn í Kópavogi - harmleikur í allt of mörgum þáttum.

Þeir sem áttu von á siðbót eftir hrun, verða að vera afar þolinmóðir. Það á víða eftir að taka til. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu töpuðu bæði  Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Sigurvegar kosninganna voru Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn. Það var ekkert óeðlilegt við það að næsti meirihluti væri skipaður minnihlutaflokkunum Samfylkingu og VG, auk Næst besta flokknum og Kópavogslistanum. Við myndun meirihluta kom mjög skýrt í ljós að Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar var með bæjarstjórastólinn efst á málefnalistanum, það svo að lengi vel leit út fyrir að ekkert yrði af samstarfinu. Það var Kópavogslistinn sem sagði alfarið nei og var ekki hnikað. Kópavogsbúar ættu að minnast þessarar stefnufestu. Hana ber að virða.

Ráðning Guðrúnar Pálsdóttur kom ekki endilaga á óvart. Glögg kona, og vel meinandi. Hún hafði starfað sem yfirmaður hjá bænum í rúmlega 20 ár, sem fjármálastjóri og síðar sem sviðstjóri menningar og fræðslusviðs. Það var hins vegar alveg ljóst að ráðning hennar gerðu einhverja starfsmenn bæjarins svekkta. 

Þeir sem til þekkja töldu að Guðríður mæti Guðrúnu fyrst og fremst hlýðna, þar sem Guðrún væri svo kurteis. Þar misreiknaði Guðríður sig. Guðrún hefur eflaust neitað að sukka með Guðríði og þar með féll hún í ónáð. Guðríði til mikillar gleði missteig Guðrún sig með því að lána dóttur sinni bæjarstjórabílinn. Guðríður gat hins vegar ekki notfært sér þetta glapparskot og það getur hún alls ekki fyrirgefið. 

Mannorð Guðrúnar er nú laskað. Hennar bíður að skýra alþjóð fra vinnubrögðum Guðríðar Arnardóttur.  Þá mun Guðrún spila á Baugsmiðlana, en Guðríður er sérstök dekurróa þeirra, og bæjarstjóraefni. DV mun síðan eflaust fylgja á eftir og taka Guðrúnu niður.  Guðríður reynir að telja fjömiðlum trú um að hún hafi bara alls engan áhuga á að verða bæjarstjóri. Það var bara tilviljun að nýlega fékk hún Ómar í Framsókn uppí. Það dugði bara ekki til. Nú eru bæði Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn harðákveðnir að það sé ekki verjandi að setja Guðríði í bæjarstjórastólinn. Helsta ástæðan er fyrir utan yfirgang, frekju og takmarkalausan egóisma, er að þeim þykir ekki viðeigandi að hafa bæjarstjóra sem hafi nef sem eigi það til að lengjast og skreppa saman í tíma og ótíma. Guðríður er sögð víst vera náskild Gosa nokkrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er þessi söguskýring ekki of ódýr, sumir halda að þetta sé smjörklípa, eitthvað þurfi að fela, það hefði verið svo leikandi létt að losna við Guðrúnu um leið og hún lánaði bæjarstjórabílinn, sem reyndar er ekki neinn Kadiljákur, almenningur kokgleypti það að þarna væri sukk bæjarstjóri á ferð.  Það hlýtur Siggi að vera eitthvað dýpra.

Kjartan Sigurgeirsson, 17.1.2012 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ágæti félagi. Oddviti Samfylkingarinnar telur að best fari á því í Kópavogi að bæjarstjórinn komi úr röðum bæjarfulltrúa. Reyndar hefur það verið þannig í Kópavogi um langa hríð. Að Samfylkingin, geri í núverandi meirihluta, tilkall til þessa stóls ætti því ekki að koma neinum á óvart.  Samstartsflokkar Samfylkingarinnar líta hinsvegar ekki svona á, sem eru skýr skilaboð til Samfylkingarinnar, skilaboð sem hafa mótað þetta samstarf frá upphafi. Þessir brestir og fleiri í samstarfinu eru nú að vera augljósir.

Sú góða kona Guðrún Pálsdóttir núverandi bæjarstjóri hefði aldrei átt að taka þetta starf að sér. Hún lenti einfaldlega í hakkamaskínu, reiði, stefnuleysis og brostinna pólitískra vona. Næsta bæjarstjóra bíða sömu örlög. Allar þessar æfingar eru slæmar fyrir Kópavog.

Jón Atli Kristjánsson, 17.1.2012 kl. 12:19

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það var almennt talað um að Guðrún yrði ráðin til ,,bráðabirgða" af meirihlutanum. Til stæði að skóla Guðríði upp og þá reka Guðrúnu. Þessi tími rétt eftir áramótin 2012 var líka á borðinu, en örugglega ekki gagnvart núverandi bæjarstjóra. Framkvæmdin styður að löngunin hjá Guðríði er afar, afar sterk. Samstarfsflokkarnir vilja hins vegar ekki heyra á það minnst að Guðríður setjist í stólinn. Þannig hafa náin kynni í meirihlutanum aukið andstöðuna við Guðríði. Því er hún svekkt, mjög svekkt. Nú talar hún um að vínberin séu súr, en missir síðan út úr sér að hún elski súr vínber. Frekar þau súru en sætu

Sigurður Þorsteinsson, 17.1.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband