17.1.2012 | 23:01
Nýju föt keisaraynjunnar
Hún fór mikinn keisaraynjan í Kópavogi í síðasta minnihluta. Dyggilega studd af Baugsmiðlunum þá var hún verkfærið sem átti að taka þáverandi bæjarstjóra Gunnar Birgisson niður. Nánast vikulega kom hún með sprengjur, og skipti þá engu hvort eitthvað væri á bak við dæmið eða ekki. Mörgum gömlum krötum þótti nóg um athyglisþörf keisaraynjunnar. Í kosnigabaráttunni kom síðan ,,stóra útspilið" Kópavogsbrúin. Kópavogsbær átti að kaupa ókláraðar fasteignir, fá með sér ríki, lífeyrissjóði og alls kyns aðila, hvort ekki voru kvennfélög og kórafélög. Fullklára átti íbúðirnar og leigja þær síðan í einhvers konar félagslegum tilgangi. Þeir sem þekktu til á þessum markaði voru fljótir að sjá í gegnum lygavefinn. Keisaraynjan kom með fríðu föruneyti og tróð sér í alla fjölmiðla til þess að kynna ,,stóra útspilið". Hvar átti Kópavogur að fá ódýrt fjármagn, og hverjir ætluðu að selja ódýrt?
Elfur Logadóttir lögfræðingur og viðskiptafræðingur, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sem var frambærilegasti frambjóðendiSamfylkingarinnar í síðustu kosningum gat ekki orða bundist þegar hún fór yfir málið og sá eins og aðir fagaðilar að hér var um lygavef að ræða. Þá setti Guðríður Arnardóttir Elfu í frystingu. Þar á bæ er ekki rúm fyrir rökræðu og fagleg vinnubrögð. Svar við gagnrýninni sem fram kom var:
,,Þetta er bara kosningaloforð"
Eins og hjá keisaranum eru föt úr lygavefnum til lítils gagns.
Kópavogur hefur ekki keypt eina einustu ókláraða íbúð,. Árlega hafa verið keyptar nokkrar íbúðir í félagslega kerfið, en nú færii en um langt árabil. Kópavogsbrúin hékk uppi á lyginni einni saman. Framganga Guðríðar í málefnum bæjarstjórans er í anda keisaraynjunnar. Jafnaðarmenn eiga betra skilið en að vera með svona forystumann, enda er hennar tími liðinn.
Skoðum ,, Stóru sprengjuna" loforð Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hafið þið heyrt þetta lið biðjast afsökunar?
Aðilar hafa rætt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þegar þessi Guðríður Arnardóttir byrjaði átti maður von á að hún myndi slá í gegn. Myndaleg kona með reynslu úr fjölmiðlum. Svo fer allt úr böndunum hjá henni.
Nú er hún búin að rústa mannorði bæjarstjórans og fyrir lá að hún ætlaði að fara ,,endurskipuleggja" í kerfinu. Veistu hvað það þýðir?
Þarf Nýja Ísland á svona pólitíkus að halda?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 12:41
Arnar, það var nú erfitt fyrir Guðríði að taka við í Kópavoginum. Fyrir var Guðmundur Oddson sem var mjög skynsamur pólitíkus og kröftugur. Guðríður var sannarlega myndalegri, en hefði mátt fá eitthvað af skynsemi Guðmundar.
Guðríður hefur nú þegar skapað sér ómældar óvinsældir með framgöngunni í bæjarstjórnamálinu, sem er vítaverð. Þegar ég heyrði af ,,endurskipulagningu" skaut ég á uppsögn þeirra Aðalsteins Sigfússonar sviðstjóra velferðarsviðs og Birgis Sigurðssonar skipulagsstjóra. Guðríður þolir ekki vel gefið hæfileikafólk.
Nei við þurfum ekki svona sendingar í pólitíkina.
Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2012 kl. 13:14
Sigurður hvaða framgöngu ert þú að tala um. Hún var að gera það sem meirihlutin ákvað. Það var leki í fjölmðla áður en málið var klárað sem fór í tauganar á Hjálmari. Og síðan gott að benda þér á að Guðríður er ekki bæjarstjóri, fer ekki ein með völd í bænum. Það voru/eru 4 flokkar sem skipa meirihlutan. Þó þér sé perónulega illa við Guðríði þá held ég að hún persónulega hafi ekki rekið einn né neinn. Svona er náttúrulega bara málflutningur eins og Sjálfstæðismenn einir eru stoltir af. Fullyrðingar sem eiga sér enga stoð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2012 kl. 14:36
Jæja er þá kviðstrákur Guðríðar mættur til þess að verja kellu. Fyrir marga er sá framgangur afkáranlegur, líka þína eigin flokksmenn.
Eins og þú veist manna best þá hefur Guðríður lengi átt við lekavandamál að stríða og sérstaklega þegar kemur að möguleikanum á að koma sér að í fjölmiðlum. Það kom fram í fjölmiðlum hjá Hjálmari að frumkvæðið að þessari uppákomu kæmi fyrst og fremst hjá Guðríði. Framkvæmdin hjá Guðríði gagnvart bæjarstjóranum er níðingsverk. Fyrir það fær hún réttmæta gagrýni um allan bæ.
Þegar kjörnir fulltrúar standa sig ílla og fara vísvidandi með ósannindi eins og þú sérð hér í myndbandinu að ofan, eigum við að skamma þá. Það hefur ekkert með það að gera hvort einherjum sé illa við einhverja eða ekki. Ef þú telur Guðríði svo slappa að hún þoli ekki réttmæta gagnrýni ættuðu að leggja fyrir hana að hætta á þessum vettvangi.
Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2012 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.