Þingkona réttlætisins?

Hún er furðulegur fugl hún Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.  Hún fór á þing sem einu fulltrúar þjóðarinnar eftir Búsáhaldabyltinguna. Það skyldi komið á betri vinnubrögðum og siðum. Fljótlega eftir á Alþingi var komið, kom í ljós að hún hafði afskaplega frátt fram að færa. Þá ákvað hún í stað þess að breyta Íslandi, að breyta heiminum. Hún valdi sér Wikileaks til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, á meðan almenningur á Íslandi borgði launin hennar. Að nafninu til mætti hún á Alþingi. Í Bandaríkunum eru þessi samtök grunuð um að brjóta landslög, og af einhverjum ástæðum óskuðu  bandaríks stjórnvöld eftir að fá twitterfærslur Birgittu.

Flestir hérlendis sýndu þessu uppátæki Birgittu umburðarlyndi, þó víða um heim væri hún fordæmd. Brigittu þótti hins vegar afar skemmtilegt að komast í sviðsljósið.

brigitta_og.jpg

 Julian Assange stofnandi Wikileaks var sagður á árum áðum hafa verið harkari, og á Wikipedia segir: ,,Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í." Nú segir Julian Assange að Wikileaks brjótist ekki inn í tölvukerfi. 

Svo vill þó til að einn af fáum íslenskum samstarfsmönnum Wikileaks  er barnungur strákur, sem hefur vakið athygli fyrir tölvuhark á Íslandi. Í raun er nú ekki mikill lagalegur munur að brjótast inn í tölvukerfi eða brjótast inn í hús. 

Þegar  Birgitta hafði starfað í allnokkurn tíma með Wikileaks vöktu samskipti þingkonunnar við þennan barnunga strák, sem m.a. hafði verið kallaður fyrir hjá yfirvöldum  nokkra athygli. Voru þau viðeigandi? Varla var þingkonan að kenna barninu mannkynsögu. 

Þessi samskipti urðu síðan enn umdeildari þegar njósnatölva fannst í Alþingishúsinu, á sömu hæð og þingmenn Hreyfingarinnar. Það er varla hægt að ásaka fólk fyrir að leggja saman tvo og tvo. Birgitta varð alveg orðlaus og vissi bara ekki nokkurn skapaðan hlut.

Það sem vekur ekki síður furðu að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir  héldu málinu leyndu fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í rúmt ár! Hver var tilgangurinn með yfirhylmingunni? 

Það er alls ekki hægt að saka fólk fyrir að um að fara sannfæringu sinni, en það eru takmörk hversu langt má gagna. Ég þykist sannfærður um að Birgitta óskar eftir að skipuð verði rannsóknarnefnd í njósnatölvumálinu og ég skora á hana að koma fram með tillögu um slíkt á Alþingi. 

Nú er  Birgitta aftur oðin orðlaus. Vegna þess að  Ögmundur Jónasson fer eftir sannfæringu sinni. Hún telur að Ögmundur eigi að segja af sér, fyrir að Ögmundur telur að draga eigi ákæru á hendur Geirs Haarde til baka. Birgitta er að setja sig í dómarahlutverk yfir Ögmundi.  Hún gæti þó orðið að fara  úr því hlutverki ef og þegar njósnatölvumálið verður tekið fyrir.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Frávísunartillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Búsáhaldabyltingin eins og aðrar byltingar eru venjulega samansettar af fólki sem hefur öfgaskoðanir.

 þetta fólk er annarsvegar fíklar og á móti  KERFINU- EÐA - þeir sem vilja koma á betra stjórnarfari.

 Þeir síðastnemdu virðast ekki hafa komist mikið áleiðis- nema Þór Sari sem mer finns standa við sín orð- ennþá 

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.1.2012 kl. 17:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Birgitta er með sterka réttlætiskennd. Fyrir það á hún hrós skilið. Það eru of fáir sem hafa réttlætiskenndina sem þarf, til að koma á réttlæti.

Hún er að sjálfsögðu mannleg og breysk eins og við öll. Ekki hef ég efni á að benda á einhver mistök hjá Birgittu í sinni réttlætisbaráttu. Það skiptir mestu máli að skynja hugsjónir fólks, en ekki kunna spillta lagabókstafi. Lagabókstafi sem hafa verið notaðir til að brjóta mannréttindi á Íslandi, frá því að Bandaríkja-stjórnin tók við keflinu af Dönskum stjórnvöldum á Íslandi.

Hvað skyldu Dönsk stjórnvöld hafa fengið í þeim skiptum? Er ekki Halldór Ásgrímsson á feitum launum í Danmörku núna, sem Össur Skarphéðinsson studdi?

Alvarlegustu fíklarnir eru peninga og valdagræðgis-fíklarnir. Það skilja of fáir á Íslandi, en það skilur Birgitta. Lífsreynsla er skóli, sem er meira virði en allt annað nám.

Það verður ekki með nokkru móti hægt að brjótast út úr embættismanna-kerfinu siðspillta, einungis eftir hefðbundna siðblinda kerfinu, sem þeir gömlu börðust við að verja hér á landi frá upphafi hins svokallaða sjálfstæðis og "lýðræðis" í réttarríkinu á Íslandi.

Samstaða þeirra sem vilja óflokksbundið réttlæti fyrir alla, jafnt hátt setta sem lágt setta, er gífurlega mikilvæg.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2012 kl. 19:21

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Erla byltingar éta yfirleitt börnin sín. Fyrir því eru margar ástæður, öfgarnar eru sannarlega ein af skýringunum, vanmat á þekkingu og reynslu er önnur. Hægt er að taka Borgarahreyfinguna sem dæmi.

Anna mér finnst yfirleitt afar mikið til þinna innleggja koma. Verð því miður að vera þér örlítið ósammála núna. Ég þekki e.t.v. örlítið meira til þessa máls en hér kemur fram. 

Birgitta fær ekki neinn punkt fyrir þetta hlerunar eða njósnatölvumál. Á meðan hún ekki stígur fram og krefst þess að þetta mál verði rannsakað þá gef ég ekkert fyrir hana. Þetta mál er okkar Watergate, tengsl hennar við harkara er í mínum huga ofar alls vafa. Hefði þetta verið Davíð Oddson, eða Bjarni Benediktsson sem hefði átt hlut að máli hefði hörðin risið upp. 

Aðkoma Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur að málinu myndi hvergi íðast í hinum vestrænum heimi.

Afstaða Birgittu í máli Geirs Haarde lýsir hræsni á mjög háu stigi. Ég held að mjög margir hefðu sætt sig við að fjórir eða fimm ráðherrar hefðu verið dregnir fyrir Landsdóm, en að einn maður sitji í þeirri stöðu misbýður mjög mörgum. 

Hvað með framgöngu Jóhönnu og Steingríms í Icesavemálinu? Hefur Birgitta farið fram á að þau yrðu dregin fyrir Landsdóm, eða einkavæðingu bankanna til erlendra útrásarvíkinga. Nei, Anna þar ríkir þögn Birgittu. 

Ef þögn Birgittu stafar af þessu hlerunarmáli, svo og stuðningur hennar við ríkisstjórn þá sem nú situr og gerir ekkert, hefur Birgitta selt sál sína. Þú getur þá kallað það hvað sem er, en í mínum huga er starfsheitið skýrt. Þá gef ég lítið fyrir að einhvers staðar í allri ruslahrúunni votti af einhverri husjónamanneskju. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.1.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband