Stöðvið heiminn, hér vil ég út!

Staða í bæjarstjón Kópavogs er afar þröng um þessar mundir. Eftir bæjarstjóraævintýri Guðríðar Arnardóttur ákváðu samstarfsflokkarnir Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn að vilja ekki vinna í meirihlutanum, eða réttara sagt ekki með Guðríði og Samfylkingunni. Það er ekki verið að kvarta yfir þeirri áráttu Guðríðar að segja ekki satt og heldur ekki þörfinni fyrir að plotta og spila leiki, nei samstarfsfólk hennar þolir ekki að Guríður setur eigin hagsmuni ávallt í fyrsta sæti og að hún skuli ekki hafa neitt samviskubit að rústa lífi þeirra sem í vegi henni verða. Framgangan gagnvart bæjarstjóranum er tekið sem gróft dæmi um þetta.

Þegar á reynir kemur líka veikleikar nýrra flokka á Íslandi. Reynslu og þekkingarleysi. Sagan segir okkur að síðustu áratugina lifa nýjir flokkar ekki nema skamman tíma.  Þessir tveir flokkar vilja nú vera í minnihluta og deyja síðan. Þessi stjórnarseta var þeim um megn. 

Sætasta stelpan á ballinu er komin uppí og til í hvað sem  er, en liggur fyrir með súkkulaðiskálina, klædd í djörf undirföt frá Tantra en enginn vill koma uppí, þrátt fyrir að stúlkan þyki nautgreind. 

 Þá er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Enginn treystir Guðríði, og Hafsteinn Karlsson þykir hafa spilað slæma leiki á kjörtímabilinu. Hjá Sjálfstæðisflokki er staðan líka veik, því Ármann hefur ef eitthvað hafa veikt stöðu sína frá því að hann tók við sem oddviti. Hins vegar eru miklir kærleikar milli Ármanns og Guðríðar, sem skilja vel hvort annað sem aðrir gera ekki. Guðríður beitti sér þannig í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og smalaði til stuðnings Ármanni. 

Bæði Áramann og Guðríður gera kröfu um bæjarstjórastólinn, en talið er að mikil andstæða verði við slíkt. Hugsanlegur möguleiki er að hin metanaðrfulla Magrét Björnsdóttir bjóðist til að taka verkefnið að sér en vantar sennilega stuðning annarra bæjarfulltúra til þess. Aðrir munu krefjast þess að núverandi bæjarstjóri sitji áfram, en Guðrún Pálsdóttir hefur nú almennan stuðning og samúð í bænum. 

Ef niðurstaðan verður að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG myndi meirihluta, verður það súrsæt blanda. Flestir bæjarbúar vildu eflaust helst að kosið yrði að nýju. Fyrirfram hljóta að vera til staðar miklar efasemdir um traust  á milli bæjarfulltrúanna. Almennir félagar í þessum stjórnmálaflokkum munu ekki líða neinn refshátt.   Í upphafi er ekki traust á milli bæjarfulltrúa, og síðan ekki traust fokksmanna á bæjarfulltrúm samstarfsflokkana, og eigin bæjarfulltrúum. Það er ekki góð byrjun. 


mbl.is Vill viðræður næst án VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Sem gamall, innfæddur og uppalinn (en brottfluttur) Kópavogsbúi, þá held ég að flestir sjái í hryllingi fyrir sér að Gunnar Birgirsson (lúserinn úr síðustu kosningum og prófkjöri) komist aftur til valda, þ.e. í meirihluta. ÞAÐ væri slæmt fyrir alla, jafnt Kópavog og nærsveitir.

Dexter Morgan, 26.1.2012 kl. 00:14

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sem gamall Kópavogsbúi þá man ég þegar Kópavogur var annars flokks sveitarfélag. Gatnakerfið var það slakasta og félagleg þjónusta afleit. Síðan tóku þeir við Siggi Geirdal og Gunnar Birgis. og Kópavogbúar fóru að vera stoltir af bæjarfélaginu sínu. Ég flutti í bæjinn aftur á seinni hluta þessa tímabils, þegar mikil ferð var á öllu og auðvitað gagnrýndi ég nokkra þætti, en ég fann fljótt að í gangi var einnig gagnrýni sem hafði ekkert með sannleikann að gera og  ekki heldur með velferð kópavogsbúa. Gunnar fékk líka það orð að þar færi maður með stórt hjarta.

Síðan fer Gunnar frá og í fyrsta fjárhagsáætlunin kemur fram, þar sem allir koma að nema sá gamli. Í þeirri áætlun  er gert ráð fyrir sölu lóða upp á einn milljarð, það árið 2009. Ég spurðist fyrir um hvernig til stæði að ná þessu fram og fékk svarið, við verðum að hafa rými til þess að eyða. Niðurstaðan var síðan innskil að mig minnir upp á 6-700 milljónir. Þetta þýðir í mínum huga fölsun á fjárhagsáætlun og fyrir slíkt ættu menn að sitja inni. 

Svo kom nýr meirihluti með Kópavogsbúna í farteskinu. Eftir að kallinn fór tók við lið sem virðist hafa tileinkað sér siðferði útrásarvíkingana. Ósannindin, athyglissýkin, egósiminn, hrottaskapurinn og vafasamt framferði opinberlega. 

Fór í heita pottinn í Salarlauginni í vikunni. Þar voru átta manns umræðan var um bæjarmálin og framkomu Guðríðar. Mönnum var heitt í hamsi, og þegar einn sagði ,, Við þurfum Gunnar aftur, allt hitt liðið er handónýtt og ómerkilegt" fékk hann stuðning allra. Ég get ímundað mér að Gunnar hafi meira fylgi en okkur grunar, þó að ég sjái ekki að hann sé að taka við nú. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.1.2012 kl. 06:39

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Sigurður félagi,

Ekki var þetta fögur lýsing hjá þér. Þú ert eldri en tvævetur í þessum sveitarstjórnarmálum. Er sérstakt bæjarstjórnarráð Sjálfstæðisflokksins eða er boðað til almenns fundar félaga í Sjálfstæðisfélaginu til að ræða um myndun meirihluta í bænum? Eða höfum við almennir félagar ekkert um málið að segja, t.d. hvaða málefni á að mynda meirihluta um? Nú þarf að vanda vel til verka.

Góðar kveðjur, JBL

Jón Baldur Lorange, 26.1.2012 kl. 15:33

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, hinn almenni sjálfstæðismaður vill örugglega ekki draga Guðríði upp þú feni sem hún hefur komið Samfylkingunni í. Trúverðuleiki hennar er endanlega farinn. Formlega séð ber að leggja hugmyndir fyrir Fulltrúaráðið, og ef menn væru leiðtogar þá nýttu menn sér almenna fundi Sjálfstæðisfélaganna.

Nú vill svo til að félagsleg þekking hefur hrakað mjög í samfélaginu og að hlusta á fundi Bæjarstjórnar í Kópavogi minnir mann stundum á tíma í fyrstu bekkjum grunnskóla. Sumir bæjarfulltrúarnir vita stundum ekki á hvaða fundi þeir eru, eða til hvers þeir eru komnir. Það er ekki nema von þegar viska sumra þeirra kemur frá Wikipedia og þeir telja toppnum náð með því að vera komnir á Facebook. 

Vonandi komast nógu margir í bæjarstjórninni upp úr tískusýningarstiginu og hætta að greiða sér á salerninu í tíma og ótíma, á milli þess  að þeir beri á sig brunkukrem. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.1.2012 kl. 19:21

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður!

Jón Baldur Lorange, 27.1.2012 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband