Breiðfylkingin og siðferðið!

Nú geysist Borgarahreyfingin fram í bardagann. Innihaldið eru þingmenn Hreyfingarinnar sem ekki lengur komast á blað í skoðanakönnunum. Framboðið því langt umfram eftirspurn. Borgarahreyfingin sem var hópurinn, félagið eða fyrirbrigðið sem þingmenn Hreyfingarinnar komust með á þing. Innan þess hóps var hins vegar engin félagsleg þekking til þess að halda saman hóp og því fór þetta allt út og suður. Það vill þannig til að í félagsmálum er nokkuð til sem heitir venjur og hefðir. Reglur skráðar og óskráðar. Sem auðvelda samstarf fólks. Þetta er ekki uppfinning hér innanlands, heldur menning byggð á reynslu um allan heim.

Til viðbótar þessu er Frjálslyndi flokkurinn sem átti ágætu gengi að fagna um tíma. Þingmenn þess flokks settu hins vegar þegar á reyndi egin hagsmuni ofar hag heildarinnar og því lagðist flokkurinn niður. 

Það er nú frekar óheppilegt að Breiðfylkingin ætli að segja siðferðir á oddinn. Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar er nefnilega orðuð við ,,njósnamál" á Alþingi. Þetta mál er okkar Waatergate, en hefur verið þaggað niður. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar hefur verið mikið verið í fjölmiðlum, ekki fyrir afrek sín á Alþingi, sem eru nú ekkert til þess að gorta sig af, heldur vegna tengsla sinna við Wikileaks, sem hafa verið að leka upplýsingum um mál sem margir flokka undir trúnarðarskjöl. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi bara til þeirra, og því brjóti þeir engin lög. Um þetta er deilt. Vinnuhópur Wikileaks er ekki fjölmennur hérlendis, en einn af þeim sem hefur starfað með þeim hérlendis er barnungur harkari. Birgitta hefur verið harðlega ganrýnd fyrir samskipti við þennan ungling vegna verka hans. 

Þá kemur upp ,,sjálfsagt fyrir tilviljun" að njósnatölva finnst á Alþingi. Rétt eins og harkarar koma stundum fyrir um allan heim. Tölvan er einmitt fyrir ,,einskæra tilviljun" komið fyrir á hæðinni þar sem þingmenn Hreyfingarinnar eru með aðstöðu. Svo yfir einskæara tilviljun eru birtar upplýinsgar úr tölvupóstum ,,óvinaflokks" Hreyfingarinnar. Birgitta Jónsdóttir verður afar ,,sauðsleg" í framan, þegar hún er spurð um málið. 

Það sem síðan vekur athygli er að forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir halda málinu leyndu í rúmt ár eftir að njósnatölvan finnst. Láta ekki einu sinni flokksformenn stjórnmálaflokkana vita. Það er ekki að ástæðulausu að fram hafi komið samsæriskenningar að Jóhanna ætlaði sér með því að halda málinu leyndu. Það sem ýtir undir þessar kenningar eru að nú þegar Jóhanna þarf á Hreyfingunni að halda, eru þingmenn Hreyfingarinnar eins og hundar í bandi. 

Já, var Breiðfylkingin að tala um siðferði? Á það að vera til bóta eða ekki? 

Spái því að Breiðfylkinin muni ekki ná 1% fylgi á landsvísu. 


mbl.is Vilja efla siðferði í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það vofði tortryggilegt atferli þessarar ríkisstjórnar yfir og allt um kring. Var ekki ábætandi eftir hörmungarnar sem á undan gengu. Stjórn sem lofaði öllu fögru,ég og aðrir erum búin að deila svo oft á og gagnrýna. Hún veiðir fólk á gullspoon,allir eru að veikjast út um alla borg vegna spennu um hvað verði um okkur,með þessa skrattans ríkisstjórn. Verðum því að herða okkur upp og skella henni.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2012 kl. 17:40

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fyrri stofnfundur var haldinn í dag og lofar hann mjög góðu um framhaldið og er verið að vinna vandaða stefnuskrá. Ferlið er opið og hvet ég þig til að leggja eitthvað jákvætt í þá umræu, þjóðfélaginu til heilla.

Flestir sjá það að fjórflokkurinn er staðnaður og býður ekki upp á neinar lausnir.

Sigurjón Þórðarson, 12.2.2012 kl. 17:41

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón, alveg ljóst að þú hefðir erindi á þing. Svar þitt segir til um félagsþroska sem Alþingi hefði gott að njóta. Alrei að vita að ég sendi þér línu um eitthvað gagnlegt.

Sigurður Þorsteinsson, 12.2.2012 kl. 20:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eina erindi þessa fólks er leitin að góðri innivinnu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2012 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband