Er rétt að afskrifa Vaðlaheiðagöng?

Undanfarnar vikur hefur verið mikið fjallað um Vaðlaheiðagöng, án þess að kafað hafi verið djúpt í málin. Verkfræðingur sem mér skilst að hafi  komið að gerð Hvalfjarðarganga, reiknar út að rekstur Vaðlaheiðaganga muni ekki ganga upp. Á sama tíma er verið að skoða tvöföldun Hvalfjarðarganga. Inn í þessa umræðu kemur að lítið traust er á mörgum þeim sem komu að ákvörðun um Héðinsfjarðargöng og þau tekin sem dæmi um pólitískt sukk.

Þegar gerð er skoðanakönnun eftir þessa umfjöllun, er ekki verið að kanna vilja upplýstra einstaklinga. Til þess skortir einfaldlega upplýsingar í fjölmiðlum. 

Ákvörðun um Vaðlaheiðagöng á ekki að vera spurning um hvort hægt sé að klekkja á Steingrími Sigfússyni, Kristjáni Möller eða einhverjum öðrum. Heldur faglegt mat um kostnað, áætlaðar tekjur og síðan samanburður milli valkosta. 

Ég vil sjá skoðanakönnum um Vaðlaheiðagögn þegar farið hefur yfir málið og það  mat hefur verið vel kynnt. Ákvarðanir um vegaframkvæmdir eiga ekki að mótast af upphlaupum í fjölmiðlum. 


mbl.is 28% vilja Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Svar við spurningunni er Sigurður "Já", það getur ekki verið rétt að troða þessari framkvæmd fram fyrir aðrar sem eru mun nauðsynlegri í einhverskonar einkaframkvæmdar felubúningi.  Það er alveg ljóst, þarf hvorki verkfræðing né stjörnufræðing til að reikna það út að ef ekki verður lokað öðrum leiðum, þ.e. allir neyddir til að fara um göngin, verður umferð langt undir þeim 1.000 bílum að meðaltali á sólarhring sem nauðsynlegir eru til að mögulegt sé að innkoman verði jöfn eða meiri en vextir og afborganir af lánum.

Eflaust er í góðu lagi að grafa þessi göng, en þá verður það að vera á sömu forsendum og önnur jarðgöng á landsbyggðinni að undaskyldum Hvalfjarðargöngum, því þau eru sennilega eina vegaframkvæmdin þar sem umferð er nægilega mikil og hjáleiðin nægilega löng til að lágt veggjald stendur undir rekstri.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.2.2012 kl. 09:41

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek alveg undir með Kjartani Sigurgeirssyni. Þarna er enn eitt kjördæmapotið á ferð og troða á þessari framkvæmd fram fyrir aðrar í felubúning á meðan aðrar mikilvægari og ÞARAFARI bíða.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.2.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi, var með smá blogg um þetta í október s.l. skelli því hér inn í umræðuna.

Á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins 15. Október s.l. er rætt um arðsemi Vaðlaheiðarganga. Vegamálastjóri segir m.a. „ menn hafa verið að leika sér að því að reikna þetta hér ( vegagerðinni ) og fá það út að þetta geti aldrei staðið undir sér." Fyrir liggur að göngin eiga alfarið að fjármagnast með veggjöldum þar með talinn vaxtakostnaður, segir í blaðinu.
Hér er byrjaður skollaleikur, sem þeir sem komnir eru til vits og ára, þekkja vel. Leikurinn snýst m.a. um:

  • Endalausa útreikninga um arðsemi til að réttlæta eitthvað sem ekki er hægt að réttlæta,
  • Framkvæmdin sem um ræðir er „ pólitísk vegagerð „ hún er tekin fram fyrir í eðlilegri röðun framkvæmda, hún er og verður greidd niður af öllum skattborgurum landsins. Ef þetta væri öðruvísi væri þetta aldrei gert,
  • Framkvæmdinni er komið í gegnum kerfið með blekkingum og svikum, það verður aldrei króna innheimt í Vaðlaheiðargöngum með veggjöldum.

Væri nú ekki gaman og upplýsandi að draga fram útreikninga um Héðinsfjarargögn og reikna allt út frá rauntölum. Ég skil hinsvegar vel að enginn vilji gera það, göngin eru komin, þau þjóna því fólki sem þarna býr. Allt plottið gekk upp, þeir einu sem hafa „ skaðast „ eru skattborgararnir, og þeir sem hefðu með réttu átt að fá sínar vegabætur á undan þessu mannvirki.
Pólitísk vegagerð er og verður íþrótt sem hér verður áfram stunduð. Vinir okkar á Færeyjum þekkja þessa íþrótt vel. Hún snýst um að sá sem nýtur gæða borgar ekki fyrir, reikningurinn er sendur einhverjum öðrum. Það eru samantekin ráð að kalla þessa íþrótt ekki sínu rétta nafni, það kann að særa einhvern. Það að allir vita um hvað þetta snýst, grefur hinsvegar undan réttlætiskennd, trúar á ráðamenn og samstöðu þjóðarinnar. Næsta viðbót - breyta í arðsemisútreikninga plólitískrar vegagerðar er nefnilega, kostnaður þjóðfélagsins af minna siðferði og siðferðisvitund.

Jón Atli Kristjánsson, 13.2.2012 kl. 13:15

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sælir félagar.

Það má vel vera að þetta Vaðlaheiðagöng séu glórulaus framkvæmd. Það þarf að setja  þessar tölur niður og setja fram áætlanir í fjölmiðlum eða á netinu þannig að fagmenn geti metið dæmið og komið með ábendingar og leiðréttingar. 

Þannig er hægt að meta þetta dæmi. 

Ef þetta er hluti af pólitískri vegargerð, þá er þegar komið nóg af slíku. 

Faglegir útreiknignar þola dagsljósið.

Sigurður Þorsteinsson, 13.2.2012 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband