Ofsagleði á ríkisstjórnarheimilinu.

Það eru sannkallaðir gleðidagar á Íslandi. Hæstiréttur fellir dóm, þar sem lagasetning sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir að vöxtum skyldi breytt eftirá, sem segir að lögin hafi stangast á við stjórnarskrá. Í framhaldinu skrifar forsætisráðherra blaðagrein þar sem hún fagnar ógurlega, það sama gerir fyrrverandi viðskiptaráðherra Árni Páll Árnason svo og Helgi Hjörvar formaður fjárlaganefndar. Sagt er að ráðherrarnir hafi faðmast og kyssts  rétt eins og lið þeirra hefði unnið bikarinn. Alþingi varð óstarfhæft vegna fagnaðarlátanna.

Þegar fjölmiðamenn spyrja forráðamenn ríkisstjórnarflokkanna hvort þetta hafi ekki verið klúður, er því auðvitað neytað. Það hefur ekki verið hægt að gleðjast út af neinu síðustu þrjú árin,  loksins er hægt að gleðjast og þá eruð þið með nöldur. Fjölmiðlafólkið skilur ekki upp né niður í þessari gleði og fólkið í landinu gapir af undrun. 

,,Enginn hefur skaðast þá þessum bara grætt. Allir græða".

,, Hvað með fólkið sem hefur þjáðst þennan tíma vegna lána sem hefur verið að sliga þau".

,, Nú gleðst það, og þá er tilganginum náð. Þá er fólkið svo þakklát ráðherrunum fyrir að hafa sett vond lög, sem síðan eru afnumin".

 Annars ég má ekki vera að því að blogga meira. Nágrannarnir eru komnir út á götu til að fagna. Fólkið faðmast og lofar ríkisstjónina. Út í geðskapinn......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Asskotans stóðlíf er þetta á mannskapnum.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2012 kl. 01:09

2 Smámynd: Sólbjörg

Þetta er Sigurður sama aðferðin sýnist mér og ég hef notað á óvitabörn, aðallega mín eigin. Þegar þau hafa á almannafæri hrínað og viljað fá hitt og þetta sem ég hef ekki viljað gefa þeim tek ég af þeim ef því er til að dreifa dótið eða nammið sem þau eru með í höndunum, þá orga þau áfram en nú vansæl yfir því sem ég tók. Læt þau góla hástöfum smástund yfir óréttlætinu, rétti þeim þá dótið aftur. Það bregst aldrei að feginleikinn er svo mikill að endurheimta það sem þau áttu með réttu að þau steingleyma að sífra yfir því sem þau raunverulega vildu fá.

Látum ekki fara eins með okkur.

Sólbjörg, 18.2.2012 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, kröftugt orðalag.

Sólborg, það var svo gaman að lesa skrifin þín að ég las þau aftur. Svo tek ég heilshugar undiar með þér. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.2.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband