Í kapphlaupi við áfallið!

Dómur Hæstaréttar varðandi svokölluð gengislán, kalla á leiðréttingu annarra lána. Það er út af fyrir sig rök að þó gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt, svo og að afturvirkir vextir hafi verið reiknaðir á lánin, þá hafi það lítið með verðtryggð lán að gera. Þegar fyrri Hæstaréttardómurinn kom fram, var eins og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar væri að egna þeim hópum saman sem höfðu tekið gengislán og verðtryggð lán. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir þeirra sem voru með vísitölulán gagnrýndu þann hóp sem var með gengislán. Þetta var tvíbent sverð, og þeir sem skynja stöðuna vita að vístitöluhópurinn mun nú ráðast af alefli gegn stjórnvöldum. Niðurstaðan er fengin í gengislánunum, þá  er ljóst að lántakendur gengistryggðra lána munu krefjast leiðréttingar.

Reiði þeirra sem eru með verðtryggð lán, mun smá saman vaxa, þar til uppúr springur. Þetta skynja menn eins og Hlegi Hjörvar, en það gera líka fleiri. Haldi ríkistjórnin ekki rétt á málunum í framhaldinu, gæti þetta mál orðið banabiti ríkisstjórnarinnar. Þetta er spurning um kapphlaup um aðgerðir áður en aldan fellur að landi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband