Krafan um bætt lýðræði og nýa stjórnarskrá?

Verið er að undirbúa breytta stjórnarskrá. Fyrst var kallaður til þjóðfundur, sem var hið besta mál. Vel skipulagður og heppnaður. Fjöldi fólks kom saman til þess að ræða m.a. grunngildin sem við viljum hafa í okkar samfélagi. Þá kom að stjórnlagaráði. Þeir útvöldu sem áttu að taka kalekinn af Alþingi og semja nýja stjórnarskrá. Þar sem hér hafði orðið hrun, var stjórnarskráðin auðvitað kolómuguleg. Stjórnarskráin þurfti sannarlega endurbóta, en stjórnarskrá er eitthvað sem á og verður að halda til lengri tíma, en ekki plagg sem menn eru að rugla í eftir tíðarandandum.

Stefnumótun er grunnplagg sem fyrirtæki, stofnanir,  félög og einstaklingar  gera til þess að gera stefnu til lengri tíma skýra, ákveða andann og setja niður mörg skref á vegferð að settum markmiðum. Stefnumótun er ekki samin af einum aðila heldur kemur hópur fólks og vinnur þessa vinnu og er yfirleitt sátt um niðurstöðuna. Lýðræðisvinna með sátt. 

Hæstiréttur dæmdi kjör til stjórnlagaráðs ólöglegt. Það var afleit niðurstaða, fyrir framhaldið. Þá skipaði meirihluti Alþingis stjórnlagaráð sem vinnunefnd. Það eitt er ekki í anda stefnumótunar eða lýðræðislegra vinnuhátta. 

Stjórnlagaráð tók til starfa og niðurstaðan var framar vonum. Þetta plagg hefði verið kjörið til þess að Alþingi hefði síðan fullunnið. Á Alþingi er nú ríkisstjórn sem er rúin öllu trausti. Með ríkisstjórn sem notar allt að því alræðislega stjórnarhætti. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að koma fram stjórnarskrá sem unnin er af því hugarfari að sátt skapist. Fólkið í landinu þarf að geta sagt, þetta er stjórnarskráðin okkar. Hvar sem fólk er í flokki. 

Áfram heldur klúðrið, nú skal skipa eitthvað, sem enginn veit hverju á að skila og hvernig skal vinna. Alræðisstjórnandinn er ekki fær um að leiða lýðræðislegt vinuferli. Það gera aðeins unnendur lýðræðislegara vinnuhátta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður pistill Siggi!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.2.2012 kl. 11:21

2 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Hvenær varðst þú svona afturhaldssamur gamli félagi....hversvegna svona hræddir við nýja stjórnarskrá...??

Snæbjörn Björnsson Birnir, 26.2.2012 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Takk Silla,

Sæll Snæbjörn. Það eru ákveðin mál sem ég hef ákveðið að vera íhaldsamur með. T.d. þjóðfánann, fullveldi okkar og að það beri að vanda til verka þegar stjórnarskránni er breytt. 

Hér á Íslandi eru við völd hálfgert hryðjuverkalið. Það vill gjarnan taka upp stjórnarskrá Evrópusambandsins. Vilja selja landið til kínverja. Selja banana erlendum útrásarvíkingum, vongunarsjóðum til þess að pína almenning, reynir að koma hundruðua milljarða skuldaklafa á þjóðina að ástæðulausu og gerir hver sjórnunarmistökin á eftir önnur. 

Þú getur eflaust verið ánægður því að þetta lið sendir líka fjölmarga Íslendinga til Noregs, og reynir síðan að ljúga því að þetta lið sé í orlofi. 

Ef þú vilt fá þetta lið út til þín, sendum við þér það út með næstu vél. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2012 kl. 19:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meðan fullveldisframsalið er innanborðs í þessum nýju tillögum að stjórnarskrá mun ég ekki samþykkja það.  Það er alveg á hreinu.  Ef það ákvæði verður ekki tekið út verður mitt svar nei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 20:47

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur

 Við erum hjartanlega sammála.

Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2012 kl. 21:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband