Álfheiður Ingadóttir í gæsluvarðhald?

Það er með ólíkindum hvað meintur þáttur Alþingismanna í Búsáhaldabyltingunni hefur verið lítið rannsakaður. Nú þegar Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Mótmælunum hafi verið á tíma verið stýrt inn úr Alþingishúsinu og mótmælendur hreyfst til eftir skipunum inn af Alþingi. 

Stöð 2 sagði  strax frá því að Álfhildur Ingadóttir hefði oft verið nefnd í þessu sambandi. Nú þegar þetta er komið fram með þessum hætti, með frásögn eins af okkar virtustu lögreglumönnum, hljóta lögregluyfirvöld að setja Álfhildi í gæsluvarðhald, svo hún ekki skemmi væntanlega rannsókn. Skiptir þá litlu máli hvort hún yrði geymd á Skólavörðustígnum eða Litla hrauni. Þingmaður sem situr undir jafn alvarlegum ásökunum getur varla gengið laus. 

Yfirlýsing Harðar Torfasonar um að hann einn hefði stýrt Búsáhaldabyltingunni, stangast á fyrri yfirlýsingar hans. Hann fordæmdi sjálfur ofbeldið sem Geir Jón er að fjalla um. Það ofbeldi var stýrt af öðrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það væri flott ef ríki Komminn færi í Gæsluvarðhald..

Vilhjálmur Stefánsson, 26.2.2012 kl. 23:22

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þið eruð þarna í góðu og gefandi kompaníi, Síðuhafi og Vilhjálmur.

Ísland þarf ekki að kvíða framtíðinni með þessi andans stórmenni innanborðs..

hilmar jónsson, 26.2.2012 kl. 23:28

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, vel á minnst Hilmar. Auðvitað legg ég til að tónlistin þín verði spiluð fyrir hershöfðingjann allan sólarhringinn. Kvalarfyllra getur það nú vart verið.

Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2012 kl. 23:40

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hilmar er voða órólegur vegna Álfheiðar hinum ríka komma,hún ætti að hafa efni á að láta senda sér flottann mat í Tugthúsið og gefið hinum Föngum með sér,það væri þá í fyrsta sinn sem hún gæfi eithvað..

Vilhjálmur Stefánsson, 26.2.2012 kl. 23:46

5 identicon

Sæll Sigurður jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Gretar Eiríkss; ágætur skrifari á Dagblaðsins - Vísis punkti is, gat þess í umræðu þar í dag (26. Feb.); að Björn Engeyingur Bjarnason; þáverandi Dómsmálaráðherra, hafi verið að geifla sig, framan í fólkið á Austurvelli, þar syðra - sem spotta mótmælendur, á efri hæð þinghússinns, einhvern tiltekinn dag mótmælanna.

Ætti hann ekki; að vera klefafélagi Álfheiðar, svo menn vildu nú, sjálfum sér samkvæmir vera, Sigurður minn ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 00:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi það voru notuð óvönduð meðöl,ég tók upp á símnn minn myndir.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2012 kl. 03:09

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar. Það skiptir ekki nokkru máli í hvaða flokki viðkomandi eru. Hafi alþingismenn brotið af sér gagnvart lögunum þurfa þeir að sæta ábyrgð. Hafi framganga alþingismanna eingöngu veirð fólgin í því að geifla sig framan í fólkið, er ég ekki viss um að það athæfi eitt og sér kalli á ákæru, hvort sem um er að ræða Björn eða Álfhildi. Meint brot Álfhildar er mun grófara. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2012 kl. 06:48

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sigurður síðuhafi !

Þakka þér fyrir; skilvís andsvörin, en í þessu máli kemur glögglega fram, vanhæfni Geirs Jóns, að ætla sér að vinna greinargerð, þessum málum, að lútandi - en þvaðra svo út í frá, um meintar ávirðingar þessa, eða hins, löngu fyrir útkomu, skýrslu þeirrar.

Því miður; virðist meðalgreind Vaktaranna (lögreglumanna), lítt hafa vaxið með árunum, sé mið tekið af þeim; liðlega 2 öldum, sem þeir hafa starfað formlega, hér á landi, eða; frá því um aldamótin 1800.

Með; ekki síðri kveðjum - þeim, hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 12:48

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar Helgi.

 Það er hárrétt hjá þér að Geir Jón hefði átt að skila greinargerð sinni til lögreglunnar en ekki ræða málið á þessum vettvangi. Dómgreindarleysi. Rannsókn á málinu er hins vegar mjög nauðsynleg. Ef einhverjir alþingismenn hafa skipulagt árás á Alþingi er það mjög alvarlegt mál. 

 Þess vegna ættu allir aðilar að  láta rannsaka þetta af hlutlausum aðilum og annað hvort hreinsa fólk af áburði, eða senda það fyrir dómstóla. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2012 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband