Lögreglurannsókn strax!

Steingrímur Sigfússon vill fá gögn lögreglunnar á borðið, þegar hann er sakaður um lögbrot. Auðvitað vill Steingrímur ekki fá gögnin á sitt borð heldur borð sakskóknara, eða opinberra rannsakenda. Það er  út úr korti að ráðherrann og alþingismaðurinn Álheiður Ingadóttir liggi undir grun án þess að málið sé rannsakað til hlýtar. Það er full ástæða til þess að taka undir með Steingrími og rannsaka þetta mál strax. 

Steingrímur og Álfheiður, verða að sjálfsögðu að hverfa af  þingi og úr ráðherrastól, meðan rannsóknin stendur yfir.  

Samkvæmt síðustu upplýsingum hefur Álfheiður skrifað lögreglustjóra bréf og óskað eftir öllum gögnum og upplýsingum sem kynnu um mig að vera í slíkri rannsókn. Spurningin er frekar sú hvort ekki þurfi að setja Álfheiði í gæsluvarðhald til þess að tryggja sem besta rannsókn í málinu. Hún gæti spillt rannsoknarhagsmunum og hennar og málsins vegna verður hún að sitja inni.


mbl.is Vill fá gögn lögreglunnar á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu og Álfhildur að taka ábyrgð á því hvernig farið var með brjóstapúðamálin..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2012 kl. 07:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir Jón ætlar að rannsaka sjálfur sínar eigin ásakanir, um atburði sem hann er sjálfur þáttakandi í, og hyggst skila skýrslu þar sem hann nafngreinir hina meintu landráðamenn. Þetta á væntanlega eftir að afla honum mikils fylgis í stól varavaraformanns Sjálfstæðisflokksins.

Myndefni fjölmiðla sýnir hinsvegar glögglega hvernig það var einna helst lögreglan sem fór fram með ofbeldi og skapaði þannig glundroða á vettvangi auk þess að hindra öflun ítarlegri sönnunargagna. Meðal þeirra stjórnuðu aðgerðunum var Geir Jón sjálfur. Hann var ekki innanhúss heldur úti á vettvangi með talstöð og síma.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 09:17

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur ef Geir Jón er að gera skýrslu í málinu er hann að öllum líkindum að taka fram þætti eins og lögreglan sá þá. Hluti þess gæti varðað við lög. Rannsókn á málinu gæti skoðað skýrslu Geir Jóns, en skilyrðislaust aðra fleti á málinu. Þess vegna er verið að kalla eftir rannsókn. Það er öllum fyrir bestu að það sé hlutlaus rannsókn.

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2012 kl. 09:32

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Endilega rannsakið.

En helv. þykir mér hart ef fólk á að hverfa af þingi fyrir að hafa talað í síma. Segjum sem svo að þau hafi rætt í síma við mótmælendur, voru það mótmælendur sem höfðu í frammi ólögleg mótmæli? Ofbeldi? Hvöttu símhringjendurnir til ofbeldis? Nei ekkert af þessu hafa þau verið sökuð um.

Heldur einungis að hafa verið í einhverjum minniháttar samskiptum við einstaklinga (og "stjórnað" þeim) úr hópi mjög breiðs og í það heila óskipulags hóps mótmælenda.

Sigurðu Þorsteinsson, ég skil ekki hvers slags fasisma þú ert að kalla eftir!?

Skeggi Skaftason, 27.2.2012 kl. 15:26

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Skeggi, samkvæmt mínum upplýsingum stuttu eftir að þessi uppákoma átti sér stað, var ekki um minniháttar símahjal að ræða. Það skiptir máli hvernig þessi samskipti voru. Ég geri þannig mikinn greinarmun á því að sími sé notaður til þess að leiðbeina bankaræningjum eða hvort verið er að spjalla í síma um daginn og veginn.

Hafi þeim hóp sem réðist að Alþingi með ofbeldi, sem var afar lítill hópur, verið leiðbeint eða hann hvattur til átaka er um mjög alvarlegt mál að ræða og ber að rannskaka.

Ef hins vegar samskiptin hafi verið eins og Steingrímur Sigfússon, að hann hafi hringt í son sinn og spurt hann hvort hann hafi ekki örugglega tekið með húfuna sína. Þá er það bara hið besta mál.

Skeggi, ég hef hlustað á Álfheiði Ingvadóttur svara fyrir sinn þátt, og það var ekki mjög sannfærandi svar.

Aðalatriðið er opinber rannsókn, rétt eins og mörg mál fara í. Ef þú kallar það fasisma þá lýsir það sjálfsagt meira þínum innra manni.  

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2012 kl. 18:41

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Annars, furðulegt hvað margir vinstri sinnar eru orðnir viðkvæmir fyrir opinberum rannsóknum. Eru þeir hræddir um að eitthvað óþægilegt komi í ljós?

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2012 kl. 18:43

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Sigurður hann er sérkennilegur pirringur þeira.  Það er eins og þeir viti eitthvað sem veldur þeim óörygi.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2012 kl. 21:14

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Fáum þá líka rannsókn á þætti forsetafrúarinnar í mótmælunum ( síðari ) þegar hún kastaði sér í faðm mótmælenda og hvatti þá.

hilmar jónsson, 27.2.2012 kl. 23:16

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvatti!? Hún fann til með mótmælendum,enda voru þau mótmæli einstaklega prúðmannleg.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2012 kl. 04:04

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað skyldi hann Hilmar vera að verja? Varla er það sannleikurinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2012 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband