Helsta vandamál nýrra flokka.

Reynsla af nýjum flokkum er ekki sérlega góð á Íslandi. Þeir sem sem hafa staðið af sér nýabrumið hafa flokkast undir fjórflokkinn. Vandamálið hefur ekki verið snilli þeirra gömlu, heldur þekkingarskortur, agaleysi  og reynsluleysi í félagsmálum, þeira sem standa að nýju flokkunum. 

Frjálslyndi flokkurinn er gott dæmi. Byggður um óánægju með að Sverrir Hermannsson var settur á kaldan klaka. Átti sér fylgi meðal annars meðal þeirra sem óánægðir voru með kvótakerfið. Hefðu getað þróað sig  en sitjandi formaður þekkti ekki sinn vitjunartíma, á viðkæmum tíma í sögu flokksins. 

Borgarahreyfingin er annað afl, sem náði 4 þingmönnum á þing í síðustu kosningum. Þessir fjórir vöktu athygli hér innanlands þegar þeir  héldu því fram að þeir einir væru fulltrúar þjóðarinnar á  þingi, hinir 59 þingmennirnir væru fullrúar hagsmunaafla. Þó þetta viðhorf væri nýtt hérlendis, er þetta þekkt í stjórnmálasögu annarra ríkja. Um miðjan fjórðaáratug tuttugustu aldar, kom fram flokkur í Þýskalandi sem hélt þessu fram, og reyndar samskonar flokkar  hjá  öðrum þjóðum. Það hefur e.t.v. ekki þótt tilhlýðilegt að upplýsa íslensku þjóðina um fyrirmyndina. Þessir fjórir gátu aðsjálfsögðu ekki starfað innan Borgarahreyfingarinnar, enda þar ekki næg félagsmálaþekking til staðar og Hreyfingin stofnuð. Sennilega er þetta nafn fundið, vegna þess að þessir þingmenn hafa verið á allmikilli ,,hreyfingu" á kjörtímabilinu. Einn þingmannana sendi tölfupóst þar sem efast er  um geðheilsu eins  úr hópnum, sem fyrir vikið yfirgaf samkomuna og fór í VG. Þegar skoðanakannanir eru nú gerðar, er rétt eins og ekki sé spurt um Hreyfinguna, því hún mælist ekki. 

Nú kemur Samstaða fram og mælist með yfir 20% fylgi. Þá kemur enn einn tölvupósturinn, nú frá  Lilju Mósesdóttur. Það kæmi mér ekki á óvart að Samstaða mældist með um 5% fylgi í næstu skoðanakönnun.

Auk flokksfélaga með litla félagsmálaþekkingu og reynslu, verða þessir flokkar oft fyrir því að á flokkana sækja hverúlantar og siðblindir einstaklingar, sem hvergi annars staðar þrífast. Þegar þessir aðilar fá ekki öllum óskum sínum uppfyllt, eru þeir komnir í fjölmiðla og hafa lljótar sögur að segja. 

Ég sé ekki miklar líkur á að nýjir flokkar nái miklu fylgi í næstu kosningum, sem er slæmt því að það verða allmargir þingmenn sem fá að taka pokann sinn eftir næstu kosningar. 


mbl.is Hún á að pakka saman og hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður er ekki grunndvallaratriði til þess að flokkur geti þrifist að hann sé byggður á concrete tilgangi en ekki tímabundinni óánægju og smá tækifæri fyrir tækifærissinna og athyglissjúka?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 08:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristján, hárrétt það er mjög mikilvægt að einhvers konar stefnumótun sé til staðar, og síðan að innan flokksins sé félagsþekking. Það skiptir t.d. máli hvernig fundum er stjórnað þannig að sem flestar raddir fái að heyrast. Hvernig valdi er dreift, hvernig virkjun flokksfélaga er og hvernig mál eru afgreidd. Því miður eru núverandi stjórnarflokkar ekki góð fyrirmynd fyrir flokkastarfið. Í þeim báðum ríkir nokkurt flokksræði. Hefðir og venjur í félagsmálu, eru tilornar af mikilli ástæðu. 

Það er mun erfiðara að reka flokk nú en áður. Það eru mun fleiri flokksfélagar sem hafa reynslu og þekkingu, og það er orðið meiri sérþekking í  samfélaginu. Þess vegna hefur fullt af fólki mun meiri þekkingu en flokksforystan á sínum sviðum. Til þess að nýta þessa þekkingu þarf því leiðtoga í stað foringja. Það er mikill leiðtogaskortur á Íslandi í dag. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.3.2012 kl. 09:50

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er aldeilis yfirdrifið að hafa fjóra flokka og raunar er það að minnsta kosti einum of mikið.  Of margir flokkar gera það eitt gagn að pólitíkusar geta farið að spila og vilji landans fær ekki framgang.  Þess vegna kann ég þeim heimskingjum, eða lygamörðum, sem endalaust eru að reyna að smíða nýja flokka, engar þakkir.  Það erum við fóklið í landinnu sem eigum að fá að velja hvít eða svart, ekki þennan endalausa hræring.   

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það eru skiptar skoðanir um hvort flokkar eigi að vera fleiri eða færri. Það hefur komið fram hjá þeim þingmönnum sem eru með fáa menn á þingi, að vinnuálagið á þá fáu verður of mikið og þeir komast illa eða ekki yfir þá þætti sem nauðsyn er á. Þetta er talin ein aðalástæðan fyrir því að litlir flokkar týnast.

Meinið er að góðar hugmyndir eiga ekki greiða leið innan stjónrmálaflokkana. Kerfi þeirra er ekki hannað fyrir slíkt. Ennþá heyrast forystumenn innan flokkana, segja ég var kosin/inn og þangað til næst er kosið ræð ég. 

Eiríkur Bergmann  doktor í stjórnmálafræði, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst sagði fyrir nokkru: ,, Það síðasta sem við höfum þörf fyrir, er sterkur leiðtogi". Minnug þess að leiðtogi er skilgreindur sem aðili sem vinnur með fólki eftir stefnu að markmiðum, með lýðræðislegum vinnnubrögðum. 

Auðvitað þurfa forystumenn að taka ákvaðanir og það er hægt að ganga of langt í samráði. Sagði ekki einhver :,,Sá sem hlustar of mikið á grasrótina, á alltaf hættu að fá orm upp í eyrað"

Sigurður Þorsteinsson, 3.3.2012 kl. 13:14

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Samsteypustjórn er stjórn margra loforða.  Ljóst er þegar í upphafi að við fæst þeirra verður staðið.  Ein flokkur sem lofar og kemst til valda á þeim loforðum, getur ekki kennt neinum um.   

Ljósasta dæmið í þessu efni er Reykjavíkurborg þar sem trúður leiðir taparann til sigurs.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 22:25

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrólfur þú hefu rmikið til þíns máls. Sums staðar er tveggja flokka kerfi, sérðu það fyrir þér hér? Hugsanlega kallar slíkt á skýrari stefnu?

Sigurður Þorsteinsson, 3.3.2012 kl. 22:44

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Sigurður, ég sé þann möguleika að með fjögurra ára valdi eins flokks náist skírari stefna. Þar í viðbót þá minkar vinstri, hægri pólitíkin í landsstjórninni.  Álitamálin færu þá vonandi að snúast um það sem skiptir máli, sem er fólk sem á börn.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband