Fjármálaeftirlitið búið að kæra aðalsökudólg hrunsins?

Nú nærri fjórum árum eftir hrunið eru afar fáir eða engir sem við gætum flokkað undir útrásarvíkinga sem hafa farið fyrir dóm.

Í Vikunni er viðtal  Sigrúnu  Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjós starfsmanna Kópavogsbæjar. Hjá henni kemur fram það sem svo oft gerist í glæpamálum, að þeir stóru sleppa, en síðan er fundinn einhver sem sökinni er skellt á.

Það vekur athygli að sá sú af stjórnum Lífeyrissjóðanna sem minnstu töpuðu í hruninu, skuli ein sæta ákæru, í stað þess að hljóta lof fyrir. Stjórn lífeyrissjóðsins stóð frammi fyrir því að hafa 500 milljónir, og  fáir eða engir útlánamöguleikar. Þau völdu því að lána Kópavogsbæ, eftir að hafa ráðfært sig við Fjármálaeftirlitið.

Þegar farið var að tala um fangelsi, brugðust fjórir stjórnarmenn sjóðsins, þau Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson, Ómar Stefánson og Sigrún Guðmundsdóttir við með því að þau hafi ekkert vitað og framkvæmdastjóri sjóðsins Sigrúnu  Bragadóttir og Gunnar I. Birgisson hafi farið á bak við þau. Eftir rannsókn var öll stjórnin og framkvæmdastjórinn kærð.

Það ömurlegasta við þetta mál er að í viðtalinu segir Sigrún frá því að hún hafi fengið símtal frá lögmanni, sem sat með tvo stjórnarmenn fyrir framan sig þar sem verið var að samræma málatilbúnað, framkvæmdastjórinn átti að skella skuldinni á Gunnar Birgisson einan.

Hver er þessi lögmaður? Hverjir voru stjórnarmennirnir tveir? Skýrir þetta afstöðu fjögurra stjórnarmanna hversu lítilmannlegt sem það nú er? 

 Viðtalið við Sigrúnu Bragadóttur er átakanleg lýsing á því, þegar opinberir aðilar gefa skít í þá sem reyna að sýna ábyrgð, en dekra við skúrkana. 


mbl.is Á níunda tug mála til ákæruvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Las einmitt þetta viðtal við Sigrúnu í Vikunni,það lýsir vel þeirri ógeðslegu pólitík sem Samfylkingin rekur og ekki eru VG betri þó þar séu til undantekningar.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.3.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér skilst að Samfylkingin eigi þrjá af þessum fjórum bæjarfulltrúum sem nú eru sakaðir um að hafa ætlað að koma sökinn á einn bæjarfulltrúa og Framsókn einn. Meint athæfi er mjög alvarlegt lögbrot. Þrír af þessum stjórnarmönnum eru bæjarstarfsmenn og það er alveg ljóst að þeir verða að víkja þar til rannsókn er lokið. Ef lögmaðurinn er starfsmaður bæjarins líka verður hann að fjúka.

Þú segir VG, en sterkur orðrómur er um að Steingrímur Sigfússon hafi beitt sér í þessu máli. Það verður að rannsaka.

Verst er að sjá hvernig eini ópólitíski aðilinn í þessu máli, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins er ein látinn gjalda sóðaskaparins í pólitíkinni.  

Sigurður Þorsteinsson, 21.3.2012 kl. 22:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðir og dugmiklir menn fara að forðast að bjóða sig til starfa í pólitík(.Best er þetta út á landi,þar sem óháðir eru oft aflið sem rekur byggðakjarnana). Mér fannst þetta óþveraleg ásökun stjórnarandstöðu,greinilega að undirlagi byltingarsinna,minnir að ég hafi talið svo í kommentum hjá þér,á sínum tíma.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2012 kl. 00:35

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jötu- kratar og kommar kalla ekki allt ömmu sína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2012 kl. 10:53

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Mamma hafði rétt fyrir sér en í hennar orðaforða, var og er krati = blótsyrði

Þetta sannast í lífeyrisjóðsmálinu í Kópavogi, Landsdómsmálinu og esb umsóknar málinu þar sem landsmönnum var meinað að greiða atkvæði um hvort halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB.

http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41077

Ógeðfelld samfylkingarpólitík = samfylkingin ber aldrei ábyrgð á neinu, kennum helvítis íhaldinu um. Þetta er undirförulasti og óheiðarlegasti stjórnmálaflokkur

Hreinn Sigurðsson, 22.3.2012 kl. 11:07

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef rétt reynist að 4 stjónrnarmenn lífeyrissjóðsins hafi ákveðið að koma skökina á einn mann, minnir það allískyggilega á Landsdómsmámlið, þar sem Samfylkingin ákvað að ákæra Geir Haarde einan, en sleppa sínu liði.

Lítum hvað Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar sagði í viðtali við RÚV. 

,,Það er náttúrulega mjög dapurlegt ef það reynist vera að einhverjir einstaklingar í stjórninni hafi vísvitandi blekkt fjármálaeftirlið, það er náttúruleg það sem er alvarlegast í þessu."

Sigurður Þorsteinsson, 22.3.2012 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband