,,Svæsna" viðtalið í Monitor

Það var vel til fundið hjá krökkunum í Monitor að fá Vigdísi Finnbogadóttur í viðal og skilaboðin sem Vigdís sendir unga fólkinu eru hlaðin visku. Vigdís nýtur ekki síðri virðingar á Norðurlöndum en hér. Virðingu fyrir lífsviðhorf og áherslur. Lýðræði, ræktun, menning og fágun. Öfgarnar passa ekki inn í mydina. Skilaboð Vigdísar í jafnréttisbaráttunni er að varast öfga og jafnréttisbaráttan snýst um bæði kynin.

Það kom ekki á óvart að það fyrsta sem mörgum datt í væri Sólveig Tómasdóttir og hún gaf víst út að hún væri orðlaus. Það kemur heldur ekki á óvart að slík manneskja hafi haft rangt við í prófköri. Hvenær yrði Vigdís Finnbogadóttir sökuð um slíkt? Öfgarnar er víðar. Tökum Álfheiði Ingadóttur eða Ólínu Þorvardóttur venjulegt fólk tekur til fótanna til þess að þurfa ekki á vegi þeirra. 

Í umfjöllun Sjónvarpsins um kvennafrídaginn og jafnréttisbaráttuna kom berlega í ljós að helstu hindranir í vegi fyrir árangri í kvennabaráttunni, voru að öfgasinnar á vinstri vængnum yfirtóku þá hreyfingu sem fór á stað, til þess að nota fyrir vinstri öfgastefnu. 

Vigdís varar unga fólkið við öfgunum, og er það bara ekki gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurður; jafnan !

Sviksemi; Vigdísar Finnbogadóttur Veturinn 1992 - 1993, þá hún hunzaði ósk stórs hluta landsmanna, um þjóðaratkvæðagreiðslu, um EES hörmungina, mun aldrei gleymd verða, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 16:06

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar Helgi

Í ljósi ákvarðana Ólafs Ragnars hefði Vigdís Finnbogadóttir tvímælalaust átt að setja ESS samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tíðarandinn var e.t.v. erfiðari þá.

Ákvörðun Ólafs Ragnars varðandi fjölmiðlafrumvarðið orkar nú mjög tvímælis í dag, þar sem ferðavinur hans Jón Ásgeir Jóhannesson gat notað fjölmiðla sína til þess að blekkja m.a. stjórnir lífeyrissjóði svo hann gæti fengið fjármuni landsmanna í svikamyllu sína. Nú eftir hrun eru þessir fjölmiðlar notaðir til þess að verja flóttann.

Margt gerði Vigdís Finnbogadóttir afar vel og gætum við verið afar ánægð ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu ekki gert fleiri eða afdrifaríkari mistök en Vígdís.

Með bestu kveðjum frá Vatnsenda

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2012 kl. 20:00

3 identicon

Heill; á ný, Sigurður minn !

Með öngvu móti; hyggst ég troða neinn marvaða, gagnvart þér - en stend fast, á minni fyrri ályktun.

Og skil vel, þá Lýðveldissinna (er ekki; í þeim hópi - og hefi aldrei Forseta kosið, síðan ég hlaut réttindi til þess, 1980) sem fylgja vilja Ólafi Ragnari að málum, þar sem hann sneri 63ja manna samkunduna niður, af einurð mikilli, í Icesave´s málum II og III.

Hann á; að njóta þess, þrátt fyrir ýmsa meinbaugi sína, hér fyrr meir.

Sjálfum; fyndist mér Landshöfðingi - eða þá Ríkisstjóri duga myndu, með tilkostnaði 1/4, af núverandi Forsetaembætti, sé miðað við fámennið hér, norður í Íslandshafi, ágæti drengur.

Þeirrar skoðunar hefi ég verið, undanfarin 35 ár, að minnsta kosti, Sigurður minn.

 

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar Helgi

Það er rétt hjá þér, með því að vísa Icesave til þjóðarinnar bjargaði hann okkur sennilega frá endanlegu gjaldþroti. Þess vegna get ég vel séð hann vera eitthvað áfram. 

Annað form eigum við að skoða með opnum huga.

Með bestu kveðjum í Árnesþing

Sigurður Þorsteinsson 

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vigdís veitti Jáliðinu liðsinni sitt á meðan slagurinn um Icesave stóð sem hæst. Hún vildi að þjóðin tæki á sig klafann og veitti útrásarkrimmunum liðsinni sitt í auglýsingum. Henni verður það aldrei fyrirgefið. Hún er hræsnari og blaðurskjóða sem telur sig tilheyra einhverri elítu. Hún er og var alltaf aflimuð frá þjóðinni.  Að mæra hana eru hlægileg öfugmæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2012 kl. 23:13

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Jón Steinar þú leiðréttir mig ef ég fer rangt með, en mig minnir að Vigdís hafi stutt samþykkt á Icesave III.

Geri mikinn greinarmun á Icesave I og II annars vegar og Icesave III hins vegar. Ef við lítum á stöðuna í dag, er Icesave ekki lokið, en ef við hefðum samþykkt samning III þá væri það svo. 

 Sjálfsagt munum við ekki getað sagt til um hvor leiðin var betri fyrr en dómar eru fallnir. 

Sé það rétt hjá mér að Vigdís hafi einungis lagt til að samþykkja Icesave III er ég þér ósammála.

Vigdísi kynntist ég fyrst þegar ég sat tíma hjá henni í menntaskóla. Einstakur kennari, vandaður og hugrakkur einstaklingur. Hef ekki alltaf verið henni sammála en virði hana samt. Sennilega hefur enginn núverandi einstaklingur áunnið meiri virðingu fyrir okkur en Vigdís.

Skoðanalaus einstaklingur getur laumast í fjöldanum, en sá sem tekur afstöðu sérstaklega í viðkvæmum málum mun örugglega kalla á einhverjar óvildarraddir. Ég virði þá sem þora, en flokkshænsn allra flokka fá enga virðinu, þau gagga.  

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband