Guðmundur Ólafsson í heimsókn

Á laugardaginn kom Guðmundur Ólafsson í heimsókn í Kópavoginn. Guðmundur hefur þannig styrkleika að fjalla um aðalatriðin og setja þau fram á mannamáli. Áður fyrr hélt ég að Guðmundur væri vinstri maður, en eftir þennan fund er hann í mínum huga fyrst og fremst hagfræðingur. Hann ásamt fleirum komu að svokallaðri þjóðarsátt sem hafði á sínum tíma afgerandi áhrif á að í allnokkurn tíma náðum við góðum árangri við verðbólguna. Í hagstjórn næstu ára þar á eftir hældi Guðmundur Davíð Oddsyni sem hann sagði hafa borið af á síðustu öld. Hins vegar þurfa menn að kunna að hætta, bætti hann við. Það er oft erfitt.

Núverandi stjórnarflokkar fengu ekki háa einkunn hjá Guðmundi. Hann sló þó í gegn þegar hann sagði réttilega að hluti Sjálfstæðisflokksins væri harðir kommúnistar, sem hefðu aukið ríkisumsvif geysileg á síðasta stjórnartíma sínum.

Guðmundur ganrýndi hækkun stýrivaxta Seðlabanka og sagði þá aðgerð óskynsamlega. Hann svaraði gagnrýni á vertrygginguna, að útreikningur hennar væri í heildina rétt þó alltaf væri hægt að benda á einn og einn þátt, gæfi verðbólguútreikningurinn góða heildarmynd.

Eftir hrun hefur verið hamrað á því að hagfræðingar væri ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Guðmundur sagði þetta fyrru, og í grunninn væru flestir hagfræðingar sammála um helstu þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi, það er gott ef þeir sem gagnrýna,geri það undanbragðalaust án áhrifa frá stjórnmálaflokkum. Það sýnist mér Guðmundur eiga létt með.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2012 kl. 02:50

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga, ja Guðmundur gerði það mjög vel. Hann kom því hins vegar afar vel til skila að hrunið er ekki hagfræðigum að kenna, heldur útrásarvíkingunum. Fyrir hrun heyrði ég bara gagnrýni frá þeim sem höfðu hagfræðimenntun, og ég heyri harða gagnrýni enn. Það eru stjórnmálamennirnir sem ráða ferðinni, og heldur þú að Jóhanna og Steingrímur muni einhvern tímann bera ábyrgð?

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2012 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband