30.3.2012 | 08:05
Umræðan um gjaldmiðlinn þarf að fara fram.
Nú liggur fyrir að viðræðum við ESB verður ekki lokið á þessu kjörtímabili. Lengi vel átti að fara fram einhverskonar hraðferli, sem jafnvel átti að taka örfáa mánuði. Við áttum að njóta svo mikillar velvildar innan ESB, að inngöguferlið átti að vera hreint formsatriði. Reyndin hefur verið önnur og Ísland er fjær því að gagna í ESB nú, en var í upphafi kjörtímabilsins. Samningsmarkmiðin sem Samfylkingin ákvað að setja, þegar flokkurinn ákvað að stefna í ESB, hafa ekki enn verið sett og samskonar markmið fyrir Ísland hafa heldur ekki verið sett, a.m.k. ekki opinberlega. Það er eins og það hafi aldrei staðið til að semja. Bara fara út til að eyða tímanum.
Það liggur því fyrir að við erum ekki að taka upp Evruna, eftir samningaferli við ESB. Það sem er furðulegast í þessu ferli er að sáralítil umræða hefur farið fram um kosti og galla ESB. Það er eins og aðildarsinnar hafi gefist upp á rökræðunni.
Við þurfum hins vegar að fara í rökræðu um hvort við eigum að taka upp nýjan gjaldeyri eða ekki. Rikisstjórnarflokkarnir hafa ekki viljað fara í þessa umræðu, til þess að styggja ekki gömlu konuna á rúmstokknum. Umræðuna þarf samt að taka, og hana er hægt að taka þó það sé í öðru herbergi. Styrkleikar, veikleikar þess að hafa íslensku krónuna og þess aðtaka upp aðra mynt. Þetta er verkefni næstu mánaða. Það er kominn tími til þess að rjúfa þögnina, og þöggunina.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Já "gamla konan á rúmstokknum" það má víst ekki styggja hana því hún stjórnar enn hverjir fá að vera ráðherrar. Þessi umræða hefur oft einkennst af óskhyggju. Blankur maður leysir tæpast úr sínum málum við það að skipta um tékkhefti. Það eru heldur ekki margir í stjórnarandstöðunni sem hafa rætt þessi mál af viti. Ef menn "taka upp annan gjaldmiðil" veður að greiða út aflandskrónurnar og við höfum ekki efni á því. Af því að ég vinn ekki í seðlabankanum og sækist ekki eftir atkvæðum leyfi ég mér að segja. Að við þurfum mikla verðbólgu (til að minnka stabbann) og fella gengið en þá gengur ekki að vera með verðtryggingu því þá eignast erlendar og innlendar lánastofnanir flest heimili.
Sigurður Þórðarson, 30.3.2012 kl. 20:25
Nafni, það eru ekki til ,,bara einsfaldar" lausnir. Hins vegar eru til lausnir, og þær verðum við að bera saman. Stuðningsmenn ESB telja að öll vandamál leysist með Evrunni. Einhverjir eru þó farnir að efast eftir það sem gengið hefur á í Evrópu. Það er hægt að fara yfir þessi mál á manamáli, taka umræðuna og í framhaldi af því , halda krónunni, eða taka upp annan gjaldmiðil. Setan á borðstokknum ertil lítils ein og sér.
Sigurður Þorsteinsson, 30.3.2012 kl. 23:56
Ekki knn ég nú að fara með tillögu Guðmundar Franklín,en hún gengur út á að koma á fót Ríkisdal ( dalur vísar til dollar,s),en halda krónunni gömlu til heimabrúks,semja við eigendur krónubréfa að þeir leggi þá peninga í arðbær fyrirtæki gegn góðum ríkistryggðum vöxtum. Veit að þetta er ekki tæmandi,en hægt fyrir áhugasama að leita upplýsinga.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 02:19
Trúboðar Evrópusambandsins eru jafn rökþrota og þeir hafa alltaf verið en það hefur sjaldan verið jafn augljóst.
Stjónmálamenn hafa ekki sagt hverju þjóðin hverju hún stendur frammi fyrir, sem er 1000 milljarðar sem vilja út. Því er ég smeykur um að ESB sjái sér hag í að leysa gjaldeyrisvandamál þjóðarinnar til að verða sér út um auðlindir.
Sigurður Þórðarson, 31.3.2012 kl. 20:43
Þarft að vekja máls á þessu nafni. Seðlabankinn tekur fullan þátt í ESB ruglinu og því tekur hann virkan þátt í að drepa umræðunni á dreif með "aðgerðum til að afnema gjaldeyrishöft" sem taka hálfa öld. Það er merkilegt Helga að svokallaðir "ábyrgir" stjórnmalaflokkar forðast eða gera gys að fólki úti í bæ sem leitar raunhæfra lausna.
Sigurður Þórðarson, 1.4.2012 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.