31.3.2012 | 09:24
Hugleiði framboð!
Í dag er laugardagur og ég vakna við það mig langar ofboðslega í framboð. Alveg viðþolslaus. Ég er búinn að spyrja þrjár á heimilinu hvort þær styðji mig ekki í framboð og þær svara allar jú, jú. Án þess að virðast vita í hvaða embætti ég ætli fram í. Sumir velja sér eitt embætti og bjóða sig fram, oftast vegna þess að mikill fjöldi hefur leitað til væntanlegs frambjóðanda. Hugsanlega bara svona eins og ég. Á mínu heimili hef ég stuðning allra nema Söru, Sara skilur ekki neitt og þegar ég fíflast í henni þá geltir hún. Í sumum flokkum eru bara Sörur eftir, og engir kettir.
Aðrir frambjóðendur bjóða sig í öll embætti. Kattarvinafélagið, skógræktarfélagið, kvennfélagið, íþróttafélagið, kirkjusóknina. Þessi aðferð virðist skila sér best. Ég ætla að bjóða mig fram í allar stjórnir. Ef ég verð kjörinn í varastjórn, þá er það bara vondur félagskapur sem er að leggja mig í einelti. Með þessarri aðferð enda ég sem forseti, í einhverju.
Svo getur verið að þessi löngun í framboð, verði ekki lengur til þegar líða tekur á daginn. Ég er búinn að finna 48 félög sem fá framboð frá mér. Hef verið hvattur af fjölda fólks.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Góður Ég get þá kosið þig í eitthvað annað en forsetann, því ég ætla Ólafi Ragnari það atkvæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 12:26
Já, það er meira framboð af sumum en eftirspurn. Það á ekki þó við um þig. Farðu í sem flest framboð, og þú á stuðning minn vísan.
Nú verða allar vinstri sinnaðar konur, sem geta þó svarið af sér vinstri stimpilinn, og horfa til Bessastaða að morgni dags settar umsvifalaust í framboð af fjölmiðlum sem sjá rautt þegar þeir rekast á forsetahjónin.
Jón Baldur Lorange, 31.3.2012 kl. 12:49
Ásthildur og Jón. Bestu þakkir fyrir hvatninguna, það er líka verið að biðja mig um að bjóða mig fram sem forsætisráðherra og formann í skátafélaginu hérna. Hún þegar er ég kominn með valkvíða
Sigurður Þorsteinsson, 31.3.2012 kl. 18:11
Ekki er það nógu gott Sigurður minn. Þá þarf bara að einhenda sé í öll framboðin og láta svo á það reyna hvar þú kemst inn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 18:47
Ólyginn sagði mér,að Dorrit ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Það stóð ekki lengi 1.april!!!
Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2012 kl. 01:07
Ég vildi ekki svara þér í gær, svarið mögulega ekki tekið alvarlega. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Vildi aðeins benda á þetta til að opna hug þinn fyrir fleiri tækifærum. Veit t.d. um tengingar þínar við Þýskaland, svo eru það möguleikar á norðurslóðum. Minni einnig á skoðun Einars Benediktssonar um að við ættum að gera tilkall til Grænlands. Konungur Grænlands hljómar vel. Eins og þú sérð hef ég mikinn metnað fyrir þína hönd og þú átt ekkert að hlusta á Söru !!
Jón Atli Kristjánsson, 2.4.2012 kl. 11:18
Ég sem hélt að Sörur væru smákökur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.