Öðruvísi forsetaslagur

Nú stefnir í slag um forsetaembættið. Ólafur Ragnar og Herdís Þorgeirsdóttir hafa boðið sig fram, og ljóst er að fleiri munu verða í slagnum. Líklegustu keppinautarnir eru Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Þóra Arnsórsdóttir úr Kastljósi og Salvör Norðdahl. Margir aðrir hafa verið nefndir.
Spurningin er hvað það er sem við leitum að í forseta okkar.
Viðkomandi þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd og gert það á þann hátt sem ásættanlegt er. Innanlands þarf forsetinn að geta beitt sér, ekki flokkspólitíkst en pólitískt þannig að hann lyfti sér upp fyrir flokkspólitíkina.

Ólafur Ragnar hefur uppfyllt margt af þessu. Þegar hann sendi fjölmiðlafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu féll hann á prófinu. Sagan mun gefa þeirri ákvörðun slaka einkunn. Við þurftum á flölmiðlafrumvarpi að halda og sátt hafði náðst um slíkt.

Þegar Ólafur Ragnar ákvað að hafna að skrifa undir Icesave I, þá ávann hann sér að nýju viðrðingu þjóðarinnar, en hatur forystu Samfylkingarinnar og VG. Aðein hluti þeirra hefur viðurkennt að þau hafi haft rangt fyrir sér. Þjóðin talaði hins vegar skýrt.

Ólafur hefur verið afar verðugur fulltrúi okkar á erlendum vettvangi alla tíð. Þá hefur hann haft báðar eiginkonur sínar Guðrúnu Katrínu og svo Dorrit Moussaieff, gjörólíkar, en báðar einstakar.

Margir vilja Ólaf áfram vegna Icesave og einnig vegna ESB, þá er stjórnarskrárfumvarpið í ákveðnu uppnámi.

Vandamál Ólafs er að hann er búinn að vera of lengi. Ef ekki væri vegna ósvífni Samfylkingar og VG gæti Ólafur hætt sáttur.

Keppinautar Ólafs eru ekki allir komnir fram, en ljóst er að nokkrir þeirra eru mjög verðugir. Sá sem síðast hefur nefndur Davíð Oddson hefur margt fram að færa. Það kæmi ekki á óvart að ef hann færi fram að hann ætti mikla möguleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki sammála því að Ólafur hafi sett niður við fjölmiðlafrumvarpið.  Þetta frumvarp var sniðið að Mogganum og bláu höndinni.  Þó svo slysalega vildi til að 360 næðu sér í bitling.  Málið er að þegar forseti neitar að skifa undir lög fer það í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þeir sem ekki hugsa lengra átta sig ekki á því að forsetinn hefur ekkert annað vald en að vísa slíku til þjóðarinnar.  Rétt eins og Icesave.  Þjóðin fékk tækifæri til að segja álit sitt og greiddi forsetanum í vil í öllum tilvikum.   Ef ég man rétt var það sagt að ef þjóðaratkvæði gengju ekki eftir því sem forsetinn lagði upp með yrði hann að segja af sér.  Rétt eins og stjórnin hefði átt að segja af sér ef þau hefðu tapað.  Þar sem þau áttuðu sig á að það mál var tapað, þá hættu þau við ot drógu málið til baka.  Talandi um núverandi ríkisstjórn. Hin voru einfaldlega ekkert betri.

Meðan þessi ömurlega ríkisstjórn er við völd mun ég greiða Ólafi mitt atkvæði, sem eina fulltrúa Íslands sem hefur fundið þjóðarsálina og ætlar sér að vernda þjóðina fyrir ofríki. 

Ég er persónulega búin að fá mig fullsadda af Jóhönnu og Steingrími og á þá ósk heitasta að þau þurfi frá að hverfa.  En þá með því fororði að eitthver stjórnmálaöfl komist til valda fyrir utan fjórflokkinn, sem ég hef megnustu vantrú á.  Ekkert þeirra hefur minnsta áhuga á þjóðinni, heldur bara að viðhalda sjálfum sér. 

Sannarlega erfitt fyrir ykkur sjálfstæðismenn að gleypa, en þannig er það bara.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2012 kl. 23:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún aktar eins og einræðisherra, hún þolir engum að vinna eftir sannfæringu sinni á Alþingi. Sést best hvernig Jóni Bjarnasyni var bara sparkað,allt rifið úr höndum hans. Þetta bjó í manneskjunni allan tímann og engin vissi neitt.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2012 kl. 03:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má segja að hún hefur leynt rækilega á sínu rétta eðli, sama má segja um Steingrím, við héldum að hann væri harður nagli sem ekki léti plata sig, svo legst hann á magan fyrir fyrsta erlenda sendiherranum sem hann mætir og er enn að.  Einræði og rassasleikja er ekki góð blanda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 10:02

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég kýs Ólaf hvað sem tautar og raular. Hann er maður fólksins í dag eins er Ögmundur og hann myndi ég kjósa ef það væru persónukosningar næst.  Hjónin Össur og Jóhanna koma til með að detta út úr pólítík en skaða þjóðina fyrst svo það verður munað eftir þeim sem seku Landráðafólki.

Valdimar Samúelsson, 2.4.2012 kl. 13:09

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Miðað við það að þrjár til fjórar frambærilegar konur fari fram er langlíklegast að Ólafur vinni þetta örugglega. Margir munu gera það sem þakklæti til hans vegna Icesave, aðrir vegna þess að Ólafur er verðugur flltrúi. Nú heyrist að margir vilji fá Davíð Oddson í framboð.

Sigurður Þorsteinsson, 2.4.2012 kl. 14:25

6 identicon

Sæll Sigurður jafnan; sem aðrir góðir gestir, þínir !

Valdimar !

Mætti ég biðja þig um; að kjósa fremur, einn ljósastauranna, hér við götuna, sem ég bý við, í Hveragerðis og Kotstrandar skírum, fremur en fimbulfmbarann og svika Hrappinn Ögmund, ágæti drengur ?  

Trúverðugri; er þögull ljósastaurinn, að minnsta kosti, því; öngvu kann hann að skrökva, að okkur, Valdimar minn.

Sigurður síðuhafi; knái !

Ekki; ekki fara að skemma ágætan dag fyrir þér, sem okkur hinum - og; meira að segja 1/2 skýjað, hér austan fjalls, þetta sinnið, með því að nefna ódráttinn Davíð þennan Oddsson, Sigurður minn.

Davíð skyldi; goldinn Rauði belgurinn - fyrir þann Gráa, þó,, síðar yrði, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 15:10

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

I stöðunni treysti ég engum nema Ólafi. Að taka fulltrúa úr evrópuráðinu til greina sem forsetaefni er súrrealístískt. Þá á ég við Herdísi á Bifröst. Geta menn lagt saman tvo og tvo í sambandi við hana? Hún á að tryggja að engar þjóðaratkvæðagreiðslur verði um malefni sambandsins.  Evrópuráðið er í raun að bjóða fram til forseta á Íslandi. Þóra skilst mér að fari ekki fram, en eitt er víst að flestir þeir kostir sem hafa verið nefndir eru pólitískir og með misjafnlega hulin markmið. Rétt eins og samfylkingin er að klóna sig upp í flokksbrot tl næstu kosninga þá er hún að reyna að troða sínum fulltrúa að í forsetaembættið.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2012 kl. 20:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svei mér Jón Steinar þetta er alveg rétt hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband