Ekki bara skjóta, hengja hana líka!

Fyrir allnokkrum árum ræddi ég við félaga minn sem þá bjó í Kópavogi og starfaði hjá Kópavogsbæ. Við höfðum verið sammála um að ýmisir þættir mætti betur fara í rekstri, en hann var oftar en ekki sá sem verja þurfti kerfið. Nú hringdi hann og sagði mér frá því óréttlæti sem fjármálastjóri bæjarins þurfti að búa við. Hún hafði fengið lóð úthlutað, en þar sem einn nágranninn hafði gert ,,allt vitlaust", varðandi loðamörk, hefði fjármálastjórinn þurft að fresta byggingarframvæmdum í rúmt ár. Ástæðan, þrýstingur frá bæjaryfirvöldum, þar sem þeir vildu ekki að yfirmenn bæjarins væri í deilum við íbúa vegna lóðamála.

Auðvitað gat ég tekið undir að þarna hafi fjármálastjórinn verið beittur órétti. Nú kemur þetta mál upp, og þá er það túlkað sem svo að það hafi verið fjármálastjórinn sem hafi verið að sukka. Það þarf ekki djúpa hugsun, til þess að draga þá ályktun að ef fjármálastjórinn hafi verið neyddur til þess að hefja ekki framkvæmdir á lóð sinni í eitt ár, að hann þurfi ekki að borga gatnagerðargjöldin fyrr en að ári liðnu, og hafi bærinn verið svo rausnarlegur að hafa vextina 6% i stað þess að hafa þá 6,5% eða 6,75% þá tel ég þá það ekki sýna neinn rausnarskap af hendi Kópavogsbæjar. 

 Það að Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar komi enn og aftur í fjölmiðla til þess að ráðast  að Guðrúnu Pálsdóttur er einstaklega lítilmannlegt. Slíkum árásum á bæjarstarfsmaður afar erfitt með að svara opinberlega, og því er Guðríður að vega að mannorði Guðrúnar Pálsdóttur.

Guðríður Arnardóttir varð ekki bæjarstjóri í Kópavogi fyrst og fremst  vegna þess orðspors sem hún hefur getið sér innan sveitarfélagsins, til þerrar stöðu vann hún sér inn alveg ein og hjálparlaust. 


mbl.is „Ekki vönduð stjórnsýsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju vilja svona margir halda því fram að skuldabréfin á Guðrúnu Páls sem fundust í skápnum hafi hún verið búin að greiða? Af hverju voru þau þá í skápnum? Mér skilst að samskonar bréf á Jón Guðlaug hafi verið ógreidd?Er hægt að greiða skuldabréf án þess að það komi fram einhversstaðar og þannig hægt sé að innheimta það? Ég hélt að menn geymdu svona pappúr eins og ávísanir í skúffu til þess að þeim yrði ekki framvísað?

Halldór Jónsson, 2.5.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er hið dularfyllsta mál! Og svona ganga árin hjá Kópavogsbúum á þess að hreint verð gert nokkurs staðar!!!!

Eyjólfur Jónsson, 2.5.2012 kl. 19:13

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Halldór. Það er full ástæða til þess að fara yfir þessi bréf sem voru í skápnum og Baugsmiðlarnir segja að hafi verið skápur í vegg. Hvort skjalaskápar séu byggðir í vegg eða standa á gólfi hafa sama notkunargildi.

Ef þessir pappíar eru skoðaðir þá kemur bara í ljós hvort þeir eru greiddir eða ekki. Held að málið snúist ekki um það heldur hvort kjörin á þessum bréfum hafi verið eðlilegir eða ekki. Til þess að skoða það þarf jú að skoða allar forsendur. 

Svona pappírar eru að sjálfsögðu geymdir í lokuðum skáp, og oftst eldvörðum. 

 Ármann Ólafsson bæjarsjóri segir að leita þurfi skýringa á því hvers vegna fyrrverandi bæjarstjóri fékk sérkjör á lánum sínum. Verð að viðurkenna að þessi sending frá bæjarstjóranum fær aulaeinkunn. 

Minnist þess ekki að hann hafi tjáð sig um meint þáttöku núverandi bæjarlögmanns í meintu meinsæri í svokölluðu lífeyrissjóðsmáli. Því þá síður að bæjarlögmanninum hafi  verði vikið úr starfi.

Þykist vita að margir vildu vita skýringarnar á hvernig bæjarstjórinn heldur á þessum málum.

Eyjólfur hér í Kópavogi ríkti eymd í áratugi. Allar götur í ólestri og flestir þættir í slæmu ástandi. Síðan tók við bæjarstjórnarmeirihluti sem gjörbyllti Kópavogi og bæjarfélagið varð vinsælasta bæjarfélag á landinu. Þá tók við óstjórn í eitt og hálft ár, en nú eru líkur á að hlutirnir fara að batna aftur. Þeir sem flúðu út til Noregs geta átt von á að þeirra bíði betra Ísland. Núverandi ríkisstjorn er á síðustu dropunum og uppbygging hefst að nýju. Ef ég fæ að ráða verður norska krónan tekin upp og þá getur þú komið með milljarðana þína heim.  

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2012 kl. 20:16

4 identicon

Svona er það bara þegar að sjálfstæðismenn koma nálægt fjármálum....þá er skítalyktin fljót að breiðast út.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 11:32

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski að benda Siguði ef hann veit það ekki að hér fyrir 1990 var Kópavogur frægur sem félagsmálabærinn því að það var meðvitað að leggja áherslur á Leikskóla og grunnskóla. Og að gera alemnnt vel við barnafólk enda bærinn að byggjast upp af barnafólki sem leitaði í Kópavog í þá þjónustu sem var í boði. Vissulega voru götur í lélegu ástandi og þurfti að endurnýja þær og þá verandi stjórnvöld hefðu betur byrjað fyrr.  En bærinn var líka að mig minnir skuldlítill.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn með metnað að að byggja sem mest, sem stærst og sem víðast skilaði okkur þeirri frábæru stöðu að hér eru skuldir bæjarins um 40 milljarðar eða sem nemaur um 1,3 milljónum á hvern íbúa. Þ.a.l. er útsvar í botni, öll gjödl í botni og ekki útlit fyrir að þau lækki á næstu aratugina. Sé ekki gróðan af þessu brjálæði? Jú við eigum flott knattspyrnu hús, hæðsta skriftofuhús á landinu en bæjarfélög sem fóru sér hægar eins og t.d. Garðabær og Setljarnanes eru með útsvar nokkrum % lægra og litlar skuldir og íbúar njóta þess.

En annars næ ég ekki hvað reiðuleysi í innbyggðum peningaskáp á bæjarskrifstofunni getur verið Guðríði að kenna. Þar inn voru t.d. skuldabréf sem ekki var farið að innheimta og voru að fyrnast. Þeim var komið í innheimtu á síðustu stundu og þar inni voru líka skuldabréf vegna lóðakaupa fjármálastjóra bærjarins. Og af því sem þú segir hér að ofan er það náttúrulega minna mál ef að allir lóðakaupendur fengu þessi kjör og sérkjör vegna dráttar á skipulagi en voru það allir sem keyptu þarna lóðir á þessum tíma 1996 eða 7?

En það er grafalvarlegt ef að einhver setti þangað inn skjöl og gleymdu þeim. Þarna voru óinnheimt skuldabréf upp á milljónir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2012 kl. 13:08

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ástandið í Kópavogi um 1990 var afar dapurt. Bæði voru allar verlegar framkvæmdir bæjarfélagsins í afar döpur ástandi, og svo var félagmálabærirnn Kópavogur, orðinn afar lítill félagsmálabær. Bæjarbúar losuðu sig við vinstri flokkana og þeir komust ekki til valda að nýju fyrr en eftir hrun. Það tók Guðríði aðeins eitt og hálft ár að minna Kópavogsbúa hvernig vinstri stjórnir eru, og þá var þeim sparkað. Samstarfsflokkarnir gefa fyrst og fremst Guðríð Arnardóttur falleinkunn. Óheilindi, yfirgangur, hroki og hatur stóð á einkunnarblaðinu hennar. Aðspurðir  um áráttu Guðríðar til þess að segja ósatt og búa til óheilindi, var svarið, jú og það líka, listinn er miklu lengri.

 Magnús ert þú að halda því fram að í peningaskápnum hafi verið ógreidd skuldabréf, sem Guðrún Pálsdóttir hafi átt að greiða?

Sigurður Þorsteinsson, 3.5.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband