Forsetinn ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð

Það er alvarlegt mál þegar Ólafur Ragnar ásakar RÚV um ófagleg vinnubrögð, og að fréttrastofan hafi veri misnotuð. Í þeim tilfellum sem ég man eftir að RÚV hafi verið gagnrýnt, hafa forráðamenn RÚV alltaf vísað mistökum á bug. Í venjulegum fyrirtækjum gera starfsmenn mistök og það er hluti af styrkleika hvers fyrirtækis ef starfsmenn eða forráðamenn taki ásakanir eða ábendingar alvarlega og biðjist afsökunar. Fjölmiðlar eru mun líklegri til þess að gera mistök, en önnur fyrirtæki. Ástæðan er að starfmenn þurfa að vera afar vel að sér og um flesta fjölmiðlamenn er sagt (einnig af þeim sjálfum), að þeir þekki til mjög margra mála, en sú þekking er takmörkuð.

Ólafur hefur sagt að eiginmaður Þóru Arnórsdóttur haf fjallað um Ólaf á vafasaman hátt mánuðinn áður en Þóra bauð sig fram. Ég á erfitt með að trúa slíku dómgreindarleysi bæði af hendi Svavars, Þóru og síðan forráðamanna RÚV.


mbl.is Forseti gagnrýnir fréttir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er rétt sem Ólafur sagði varðandi umfjöllun eiginmanns þess frambjóðanda, sem ég kýs að kalla Þórhönnu, þar sem í mínum huga er engin spurning um að frambjóðandinn fer fram á vegum Samfylkingarinnar og reyndar kemur það fram í viðtalinu við Þórhönnu í DV.Ef hún verður kjörinn forseti verður hún ekkert annað en málpípa Samfylkingarinnar og ESB á Bessastöðum og úti í heimi.Nei við kjöri Þórhönnu og ruv á Bessastaði.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2012 kl. 14:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað alvarlegt mál þegar ríkisstofnun eins og Ríkisútvarpið er ásakað um ófagleg vinnubrögð, hvort sem það er forsetinn eða einhver annar. Enn alvarlegra er þegar forsvarsmenn viðkomandi stofnunar taka ekki slíkar athugasemdir alvarlega.

Ríkisútvarpið hefur marg oft verið gagnrýnt fyrir að draga taum ákveðins stjórnmálaflokks. Ekkert hefur þó verið hlustað á þær kvartanir, þvert á móti virðist sem starfsmenn stofnunarinnar forherðist við hverja gagnrýni.

Sannarlega tóku ýmsir starfsmenn stofnunarinnar stöðu með Þóru Arnardóttur, eftir að hún hafði tilkynnt framboð sitt og í fyrsta skipti taldi útvapstjóri tilefni til að taka mark á kvörtunum vegna þess og sendi minnismiða um vinnubrögð til sinna starfsmanna. Það eru því engin ný sannindi sem Ólafur fer fram með þarna, hann er einfaldlega að benda á staðreyndir, sem útvarpsstjóri hefur þegar viðurkennt.

En það sem á undan hafði gengið, vikurnar áður en Þóra opinberaði framboð sitt, voru þó öllu verri. Í nokkurn tíma var nafni hennar haldið mjög á lofti í fjölmiðlinum og var Svavar ekki saklaus af því. Svo mikið vara um Þóru fjallað að engu líkara var en að hún væri komin í dýrlingatölu og alltaf var öðru hvoru lætt inn einhverju miður góðu um forsetann, svona til að sýna hversu heppnir Ísendingar yrðu nú ef Þóra gæfi kost á sér.

Störf Ólafs má auðvitað gagnrýna. Það er hins vegar spurning hvernig sú gagnrýni er lögð fram og hvernig hún er tengd annari umfjöllun. Samhliða slíkri gagnrýni er sjálfsagt að nefna það góða líka, sem honum hefur tekist í sinni forsetatíð.

Ólafur er kominn í gang í sinni kosningabaráttu. Hafi einhver haldið að sú barátta yrði hljóðlát, þá er hinum sama nú ljóst að svo verður ekki. Hin sterku tengsl Þóru við ákveðinn stjórnmálaflokk, bæði fjölskyldutengsl sem og fyrri störf hennar fyrir flokkinn, gera málið enn verra. Ef Þóra ætlar að eiga möguleika, verður hún að taka þátt í slagnum. Hún getur ekki treyst flokk sínum fyrir þeirri vinnu!

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2012 kl. 16:09

3 identicon

Í raun skiptir það ekki öllu máli hvort umfjöllun Svavars var góð eða vond.

Þóra samþykkti að stuðningur við framboð hennar yrði kannaður.

Það að maki frambjóðendaefnis sé látinn sjá um fréttaflutning í tengslum við kosningarnar er í sjálfu sér óboðlegt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:09

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Hér er fréttin,sem Svavar flutti.

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/20032012/forsetakosningar-kjordagur-stadfestur.

Hörður Halldórsson, 13.5.2012 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband