Verður umsókn Íslands að ESB vísað frá?

Uffe Ellemann-Jensen varaði Íslendinga við: ,,Ekki  hugsa um samband sitt við Evrópu fyrst og fremst á efnahagslegum nótum". Ástæðan fyrir inngöngu Dana í ESB var fyrst og fremst pólitísk. Danmörk var hertekin í síðari heimstyrjöldinni og svar þjóðanna var friðarbandalag og nánara samstarf. Eflaust munum þurfa að greiða meira inn í sambandi en við fáum út úr því sagði þáverandi menntamálaráðherra Dana.  Við getum sem heild tekið á efnahagsmálunum, en það sem mikilvægast er að við getum gripið inn í ef stjórnmálin þróast til verri vegar.

Nú eru tvö mál til rannsóknar vegna meintra brota á stjórnmálasviðinu. Annars vegar er það í Úkraínu þar sem ástandið er hrikalegt og svo er það Ísland. Pólitísk réttarhöld yfir Geir Haarde gætu farið fyrir Evrópudómstólinn. Hefðu allir 4 eða 5 ráðherrarnir farið fyrir Landsdóm,væri ekki um að ræða brot, en þegar aðeins einn er dreginn fyrir dóminn, er það að öllum líkinum mjög alvarlagt mál. Stjórnarhættir í þeim löndum sem sækja um aðild eru grandskoðaðir  og verði viðræðum ekki hætt fljótlega, sem margt bendir til, gæti aðildarumsókn Íslands verið vísað frá. Vinnubrögð Samfylkingarinnar verða ekki liðin í ESB. 


mbl.is Fjárfestar flýja evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður, þetta er hið einkennilegasta mál frá öllum sjónarhornum séð.Engin haldbær rök hafa enn komið upp á borðið sem ættu að fá okkur til að ganga í þetta"einræðisbandalag" eins og margir vilja kalla það. Ennþá einkennilegra er að engin póitíkus eða embættismaður hefur viðurkent að það sem "lokkar" mest eru stöður í Brussel og að þeir sem verða eftir hér heima geta notað undankomuleiðina vinsælu " það eru þeir í Brussel sem ráða þessu" Þegar Norðmenn neituðu að ganga inn í einr.b.l. þurfti stór hópur manna áfallahjálp! Ég ætlaði ekki að trúa þessu, en þetta stóð í öllum blöðum svo ekki var um að villast að þetta var staðreynd. Höfðu þónokkrir verið búnir að kaupa sér íbúð og panta pláss fyrir börnin í skóla. Staðreyndin er að þegar hulunni er svipt frá augum þeirra og falski kórinn þagnað er að margir  EB sinnar eru ennþá í áfalli. En þögnin er alger enda stendur Noregur sig vel þrátt fyrir reglufarganið. Eins og hér þegar ráðist var á leikvellina og þeim hreinlega rústað. Börnin.........

Eyjólfur Jónsson, 17.5.2012 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eyjólfur þessi hlið á málinu er hin áhugaverðasta og ég þekki allnokkra sem hafa sjálfsagt talið stöðu vísa. Þau eru svakalaga pirruð þessa dagana

Sigurður Þorsteinsson, 17.5.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband