5.6.2012 | 17:21
Kemur sannarlega niður á launum allra landsmanna
Þegar Steingrímur Sigfússon heldur því fram að spuni ríkisstjórnarinnar varðandi sjávarútveginn komi ekki niður á launum sjómanna þá segir hann ósatt, og hann veit það. Reyndar hefur framganga þessarar ríkisstjórnar dags daglega áhrif á laun landsmanna. Það skiptir þau hins vegar engu máli. Þau ætla að sitja út tímabilið. Það er fáránleg stefna Sjálfstæðisflokksins að draga þetta lið ekki fyrir Landsdóm. Þau þurfa að vera dæmd öðrum til viðvörunar. Þau myndu aldrei sleppa með málamyndadóm. Á hverjum degi gengur fólk atvinnulaust vegna þessa liðs. Á hverjum degi fer fólk á hausinn að ástæðulausu vegna þessa liðs. Á hverjum degi skilur fólk vegna þessa liðs.
Það er kominn tími til þess að mæta Austurvöll með eggin í fartaskinu! Það er kominn tími til þess að fólkið í landinu bindi endi á óhæfuverk þessa fólks!
Kemur ekki niður á launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
En hvað ég er hjartanlega sammála.
Anna Ragnhildur, 5.6.2012 kl. 19:23
Næsta fimmtudag kl 13:00
Daði Hjálmarsson, 5.6.2012 kl. 21:28
Eruð þið ekki að grínast? það voru sjallar og frammarar sem komu þjóðinni í þessar hörmungar sem kreppan er. Og ekkert bull með að kreppan sé alþjóðleg, sjallarnir tæmdu alla sjóði landsmanna og gáfu eignir þjóðarinnar, eignir sem svo voru notaðar til að svíkja peninga út úr almúganum.
Alveg merkilegt að fólk skuli loka út fortíðina og ná að upphefja hrunvaldana sem einhverja bjargvætti.
En þrátt fyrir þetta þá er það rétt að núverandi stjórnvöld eru ekki starfinu vaxin og ættu að hypja sig úr stjórnmálastarfi.
Tómas Waagfjörð, 6.6.2012 kl. 11:10
Daði fimmtudag kl 16 og við mætum.
Tómas þó að þú sért rétt farinn af taka tennur, þá ertu strax farinn að bulla. Ég spái því að þú gagnir í Samfylkinguna þegar þú verður stærri, ef hún verður þá ofanjarðar.
Sigurður Þorsteinsson, 7.6.2012 kl. 10:38
Nú leyfi ég mér að nota frasa sem þið framsjallar notið svo oft, rosalega ertu málefnalegur :)
Tók eftir að innan við 1% þjóðarinnar tók þátt í þessum mótmælum, stór hluti af þeim var þarna í vinnunni, sendir af útgerðarmönnum. Það er þannig með fámenna klíku sérhagsmuna, það er fámennt í liði ykkar og eina leiðin til að fá fylgi er með hótunum eða brennivíni.
Ekki fer mikið fyrir lesskilning hjá þér ef þú heldur að ég sé samfylkingarsauður, en það er nú bara svo oft með flokksblinda að þeir verða setja alla í einhvern flokk, því það er eina heimsmyndin sem þeir þekkja.
Tómas Waagfjörð, 8.6.2012 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.