Hafði Herdís rétt fyrir sér?

Þegar finna átti kandídata í forseta, var Herdís Þorgeirsdóttir eitt þeirra nafna sem fljótlega komu upp. Hún hefur mikla reynslu m.a. af fjölmiðlun, kennslu og lögfræðistörfum. Vel máli farin og vel lesin. Það sem háir Herdísi e.t.v. helst að hún kemur hreint til dyranna og segir hluti umbúðalaust. Það á ekki alltaf við og svo eru það mjög margir sem ekki vilja neina hreinskilni.

 Það vakti athygli þegar Herdís kom með þá ábendingu að RÚV ætti að fá utanaðkomandi til þess að sjá um umfjöllun um forsetakosningarnar. Í þættinum á RÚV skaut hún föstum skotum að Baugsmiðlunum og þeim hagsmunatengslum sem þar ríkja.  Doktorinn Herdís verður nú ekki sökuð um þekkingarleysi á fjölmiðlum og tengslum. Hefur bæði mikla reynslu á því sviði sem ritstjóri og síðan í menntun sinni.

Byrjum á Stöð 2, en umfjöllunin þar er talið vera eitt vesta fjölmiðlaklúður sem fram hefur komið. Herdís ákvað að vera áfram í þættinum, á meðan Ari Trausti, Andrea og Hannes gengu út. Herdís skoraði þar fullt af stigum. Sjórnendur þáttarins höfðu ekki getu til þess að vera hlutlausir. Þau höfðu hins vegar ekkert í Ólaf að gera. 57% áhorfenda töldu Ólaf hafa komið best út á sama tíma og 17% töldu Þóru hafa komið best út. 

 Þá er komið að RÚV. Herdís hafði rétt fyrir sér. Þrátt fyrir að  Heiðar Örn Sigurfinnsson hafi staðið sig vel, þá var framganga hins stjórnandans  Margrétar Marteinsdóttur þannig að í heild félll RÚV á prófinu. RÚV var ekki treystandi. Könnun sem tekin var fyrir stjónvarpsþáttinn á Stöð 2 var látin líta út sem ný könnun. Einu beittu fyrirspurnirnar voru til Ólafs, engar til Þóru. 

 Herdís kom vel út úr þessu dæmi, en auðvitað á hún enga möguleika. Ramminn sem fjölmiðlarnir hafa sett verkefninu hefur ekkert með lýðræði og jafnræði að gera. Getuleysi fjölmiðlanna til þess að taka á stórum málum, er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskt samfélag hefur ekki náð flugi eftir hrun. 


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt og satt Sigurður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki kemur hún alveg hreint fram. Hún er prófessor á bifröst og ESB sinni, auk þess sem hún situr í ráðum og nefndum á vegum Evrópuráðsins. Í mínum augum er hún frambjóðandi Evrópusambandsisn á meðan Þóra er "bara" frambjóðandi Samfylkingarinnar

Við þurfum ekki evrókratískan elítista í þetta embætti.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2012 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að meina þetta Jón Steinar?  Hún hefur þá algjörlega verið í sauðagæru undir úlfafeldi svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 13:29

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, ég er í raun ekkert á móti ESB eða Evrópuráðinu, og þvi síður á móti Evrópu. Það þó að Herdís hafi unnið fyrir þessi batterí, veikir það hana ekki. Mín skoðun er að við eigum ekki að ganga í ESB, a.m.k. ekki við núverandi aðstæður, og mér heyrist Herdís vera sömu skoðunar.

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2012 kl. 14:15

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér finnst ég hafa heyrt Herdísi segja frá þessum ráðum/nefndum sem hún er í,eða þá kynni í st.2 þættinum. Ég er sammála þér Sigurður með framgöngu Margrétar. Hún fann að við forseta hversu oft hann hefði nefnt ákveðið orð á fundum sínum og líklega í ræðum. (man ekki orðið) Ólafur benti að tímabilið,sem þetta orð kom fyrir skipti máli. Þau eru með mælitæki á öllu sem honum við kemur,má þakka fyrir að ekki er teljari á hve oft hann hóstar og,ræskir sig.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2012 kl. 14:43

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Er hættur að horfa og hlusta, kýs Ólaf, búið.

Eyjólfur Jónsson, 8.6.2012 kl. 15:21

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður pistill hjá þér, Sigurður. Skarpskyggni þín bregst ekki frekar en fyrri daginn.

Jón Baldur Lorange, 8.6.2012 kl. 15:38

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er að hugsa um gera eins og þú Nafni,hætta að horfa og hlusta, þetta er tómt rugl. Ég kýs Ólaf!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.6.2012 kl. 15:43

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig "heyrist" þér það á Herdísi? Hún hefur komist hjá því að nefna þetta á nafn, hingað til og fólk virðist algerlega koma af fjöllum hvað þetta varðar.

Hún siglir með ströndum í einhverjum innihaældslausum fagurgala, en ég ætla ekki að hún sé svo einföld að hún hafi ekki agenda í þessu framboði. Ég þarf ekki annað en að kíkja á vinnufélagana á ES Bifröst og CV-ið.

Það er allavega orðið svo að ég treysti engum sem hefur minnstu tengingu þarna inn og sérstaklega ef hún hefur ekki haft það í flimtingum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2012 kl. 17:20

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Steinar, ég deili með þér vantrausti þegaar kemur að Bifr aust. Það stafar fyrst og fremst af að þar er starfandi Eiríkur Bergmann. Sá sagði ekki fyrir löngu í fjölmiðlum að það síðasta sem íslenska þjóðin þyrfti á að halda væri öflugur leiðtogi. Leiðtogi er jú ekki einræðisherra, heldur einstaklingur sem fær fólki með sér og hlustar á fólkið. Sannarlega er Jóhanna Sigurðardóttir ekki leiðtogi, og það er e.t.v. helsta meinið í okkar samfélagi í dag. Forsetisráðherrann er fyrst og fremst fýlupoki.

Það þýðir hins vegar ekki að allir kennarar á Bifröst séu loddarar, og það er Herdís ekki. Hana þekki ég frá barnsaldri. Hún er ekki fullkomin en loddari er hún ekki. Þegar hún sagði í þættinum á Stöð 2 að við hefðum ekkert erindi í ESB gat ég treyst því að hún væri að tala frá hjaranu, en einnig út frá dómgreind sinni.

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2012 kl. 18:37

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Sigurður, Herdís hafði rétt fyrir sér.  Það ber að athuga Jón Steinar að en þá hefur eingin frambjóðandi fengið þungar spurningar nema Ólafur og ofan á þær ítrekunarspurningar. 

Herdís hefur ekki en verið spurð um þetta mál sérstaklega, enda fór allur máttur spyrils í að koma höggi á Ólaf svo aðrir frambjóðendur annað hvort gleymdust, eða voru vafðir í bómull. 

Herdís sem ég þekki ekki neitt kom mér þó þægilega á óvart með sínum afdráttarlausu skýru svörum.  En hún verður ekki kosin núna en gæti átt möguleika næst, það fer eftir hennar vilja og svörum.         

 

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 08:23

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Herdís er svo sannarlega mjög greind og flott. En ég held ekki að hún vinni..en hún gæti orðið nr. 2 og ég segi eins og Hrólfur, hún gæti átt möguleika næst.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.6.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband