11.6.2012 | 17:25
Óvelkomnir gestir af landsbyggðinni!
Kristján Hall skrifaði stórgóða grein í Morgunblaðið í dag. Kem henni hér á framfæri
Hingað komu gestir í gær. Þeir komu víða að af landinu, á bátum og bílum af öllum stærðum og gerðum. Þetta var látlaust fólk, sem veifaði brosandi sinastæltum vinnuhöndum til vina og kunningja á leið sinni í miðbæinn. Engin köpuryrði féllu því af vörum, en það svaraði glaðlega, ef á það var yrt. Þetta fólk átti ekki erindi við Reykvíkinga, heldur Alþing sitt og ríkisstjórn, sem hefur aðsetur sitt á þessum útnára siðmenningarinnar, en þegar það ætlaði að bera upp erindi sitt sótti að því hópur innfæddra, með ópum, hrópum og svívirðingum. Greinilega var tilgangurinn sá, að svipta þetta aðkomufólk tjáningarfrelsi sínu, og rétti þess til að kynna Alþingi á málefnalegan hátt mótmæli sín. Ég er ekki víðförull maður, og ég hef aldrei séð tekið svona á móti gestum áður, en þó rekur mig minni til þess að hafa séð viðlíka viðburð einu sinni, en þá var ég í Afríku, og sá hóp bavíana villast inn á heimasvæði annars hóps, en þó að tungumálið væri annað, þá voru viðbrögð og hljóð heimahópanna svipuð.Þá má einnig minnast þess, þegar íslensk kona kom fram á tyrkneskri sjónvarpsstöð og leitaði réttar síns til að fá dætur sínar heim, þá komu fram margir í þættinum, sem andmæltu þeim rétti hennar, og var þáttarstjórinn einn af þeim. En ef einhver andmælendanna talaði óvirðulega til hennar, þá reiddist þáttarstjórinn, og skipaði þeim hinum sama að gæta orða sinna, því hún væri gestur í Tyrklandi, og gestum bæri að sýna virðingu. En þetta var nú menningarþjóðin Tyrkir, og við getum jú ekki lært allt á einni nóttu. Viðbrögð þingmanna finnst mér merkileg. Ríkisútvarpið útlistaði þau í sínu rómaða hlutleysi, með því að senda út ræður tveggja herkerlinga, sem rómuðu framgöngu gestgjafanna í hvívetna, og sögðu þá hafa varið málstaðinn og stefnuna með þeim ágætum, að lýðræðinu, og stefnu ríkisstjórnarinnar hefði verið lyft á þá dýrðlegu braut, sem lofgjörð og tilbeiðslu nýtur.Önnur þeirra sagði jafnframt, að þarna hefði þjóðin sigrað. Það setti mig í svolítinn vanda. Voru gestgjafarnir sigurreifu þessi þjóð, sem allir eru að tala um, en enginn hefur til þessa getað sagt hvað væri, en aftur á móti lýst á margan hátt hvað gæti verið? Kannske var þetta rétt hjá henni, eða var þetta bara eins og þegar hún birti myndina af galdraþulunni í Mogganum, og svo kom í ljós að þetta var bara gamalt dagatal. En Ríkisútvarpið birti líka hluta úr ræðu eins andmælenda þeirra, en svo »óheppilega« vildi til , að það heyrðist ekkert í honum, vegna þess að þingforsetinn hristi höfuðið svo hátt fyrir aftan hann.
Ps. Ef ég man rétt skrifaði Ólína Þorvarðardóttir grein um dagatöl í eitt sinn, sem þóttu ekki beisin. Framganga RÚV var hreint með ólíkindum.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Góð grein hjá Kristjáni og kærar þakkir Sigurður fyrir að vekja athygli á henni. Það lesa víst ekki allir Moggann, því miður.
Jón Baldur Lorange, 11.6.2012 kl. 20:56
Að mínu mati er þessu öllu snúið á hvolf. Sjómenn og almennir borgarar þessa lands eru svo sannarlega ekki í stríði hvor við annan. Þarna var grautað saman aðgerðum stjórnvalda og deilum útgerðarmanna, sem hvöttu sitt fólk til að taka þátt, myndu sennilega missa vinnuna ella. Eða svo hefur maður heyrt, og svo sem upplifað í kosningabaráttum, þar sem verkafólki er blygðunarlaust beitt fyrir sig til að halda öllu í réttum skorðum. KJósa rétta flokkinn.
Þeir sem voru að mótmæla kvótagreifunum voru svo sannarlega ekki að styðja ríkisstjórnina, heldur að mótmæla því sem þeim fannst frekja og yfirgangur L.Í.Ú. Þeir sem þar voru fremstir í flokki finnst frumvarp ríkisstjórnarinnar og sérstaklega að binda hendur annara ríkisstjórna í 20 ár með þessu arfavitlausa kerfi hinn mesti skaði.
Það er afskaplega leiðinlegt þegar svona misskilningur verður og þegar öllu er grautað saman. Þá verður einhvernveginn ekkert úr neinu.
L.Í.Ú. eiga bara að halda sína mótmælafundi sjálfir, en ekki beita fyrir sig starfsfólki sínu. Ég þekki rökin; ef þið gerið ekki eins og við viljum þá hættum við að gera út og þið missið vinnuna. Ykkur er auðvitað sjálfsett hvort þið mætið eða ekki...... Enda sögðu flestir sem við var rætt, að þeir væru að bjarga vinnunni sinni.
Eins og fiskurinn hætti að synda í sjónum ef þeir sem nú gera út, hætta, kemur ekki maður í manns stað, og verða ekki alltaf menn sem vantar á skip, hvers lags vitleysa er þetta eiginlega.
En ég segi eins og fleiri burt með þetta kvótafrumvarp, það verður að byrja upp á nýtt. Burt með Steingrím og Jóhönnu. Förum að ráði Svans Kristjánssonar, krefjumst nýrra kosninga og að sú ríkisstjórn sem tekur við starfi í meiri sátt við fólkið í landinu. Þetta ástand er að verða óþolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 10:06
Heil og sæl Ásthildur mín. Nú erum við ekki alveg sammála. Ég tek undir með þér að það hefði verið betra að LÍÚ hefði ekki boðað til þessa fundar. Hins vegar þekki ég sjómenn það vel að allflestir þeirra láta ekki segja sér hvaða skoðanir þeir eiga að hafa. Hitti sjálfur tvo sjómenn þegar þeir komu af fundinum og þeir voru öskuillir. Báðir komu vegna þess að þeir töldu þessi frumvörp vera aðför að þeim. Við vorum allir sammála um að það bæri að hækka veiðileyfagjald, en ekki svo að það gangi að útgerðinni dauðri.
Þessi fundur snérist um það að einhverjir koma og vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Víða í alræðisríkjum eru slík fundarhöld trufluð, með hrópum eða jafnvel ofbeldi. Þeir hjá Amnesti international segja, við getum verið ósammála en ég skal berjast fyrir því að þú fáir að segja skoðun þína. Það skiptir engu máli hvort það er verkamaðurinn eða útgerðarmaðurinn, við skulum viða rétt þeirra.
Hitt er svo annað mál að ég var ekki sáttur á sínum tíma hvernig kvótamálunum var fyrirkomið, og þau má skoða. Þegar samráðshópur undir stjórn Guðbjarts Hannessonar skilaði af sér skildist mér að út úr því dæmi hefði komið umtalsverð hækkun á veiðigjaldi. Síðar hefur verið vitað í þá niðurstöðu sem góða niðurstöðu. Þá komu öfl sem vildu byltingu. Hún hefur skilað okkur fyrst og fremst óeiningu. Þóra Arnórsdóttir hefur gagnrýnt ríkistjórnina fyrir framsetningu þessarra mála, og ég tek undir með henni.
Svo erum við alveg sammála með ríkisstjórnina.
Bestu kveðjur í perluna þína á Ísafirði.
Sigurður Þorsteinsson, 12.6.2012 kl. 12:32
Takk fyrir það Sigurður minn. Já ég veit að sjómenn eru að verja sinn rétt, nú þegar hafa útgerðarmenn látið að því liggja að þeir vilji lækka laun sjómanna. Það sem ég er að reyna að segja er að þjóðin fer ekki á hvolf þó einhverjir útgerðarmenn hætti, það koma bara nýjir í staðinn. En þessi ósköp sem frumvarpið hans Steingríms er, er svo arfa vitlaust og tekur ekki á neinum vanda. Heldur á að festa þetta kerfi næstu 20 árin og blóðmjólka útgerðina og setja þann auð allan í hítina sem þau keppast við að eyða Jóhanna og Steingrímur eins og þeir væru úr þeirra vasa. Þá getur hann væntanlega gert fleiri axarsköft eins og sp.Kef. Það á að leggja áherslu á að peningar sem koma inn fyrir aflaheimildis verði eins vel og veða má eftir í samfélögunum þaðan sem þær eru veiddar. Það er réttlæti. Hitt er sennilega háttur kommúnista að reyna að hirða allt af öllum til að ráðstafa því aftur eftir sínu höfði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.