Mega fréttamenn ekki hafa skoðun?

Frammistaða fjölmiða vakti sérstaka athygli. Ómar Ragnarsson fréttamaður skrifaði eitt sinn. 

,,Um fréttamenn gilda miklu harðari reglur og höft á málfrelsi í og utan vinnu en í grunnskólunum. Þær miða að því að fólk geti treyst óhlutdrægni fréttastofanna og starfsmanna þeirra".

Þessar reglur fréttamanna viðst hafa verið teknar úr gildi í undirbúningi kosningabaráttunnar. Sumir starfsmenn RÚV, voru eins og klappstýrur eins frambjóðandans. Það er full ástæða til þess að taka rekstur RÚV og stefnumótun til sérstaklegar skoðunar. 


mbl.is Afgerandi sigur forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það finnst fjölmörgum og fer að vera á-kallandi að við séum losuð undan skyldugjaldi þess. Það verður vonandi eitt af kröfuspjöldum mótmælanna.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Starfsmenn RÚV virðast margir þrýsta á þessa leið, með vinnubrögðum sínum.

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2012 kl. 16:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorsteinn Pálsson og Þórhildur Þorleifsdóttir mega mín vegna vera með hundshaus í settinu eiginlega var þetta hin besta skemmtun, sérstaklega þegar Þórhildur æsti sig yfir ómenntuðum og illa launuðum körlum, sem hún kenndi meðal annarra um kosningu Ólafs.  Kannski er einhver púki í mér en ég hefði alls ekki viljað missa af þessu.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2012 kl. 17:53

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þórhildur stóð sig svo frábærlega illa að unun var á að horfa og hlýða.... Hún ætti tvímælalaust að fá sinn eigin þátt á sjónvarpsstöð allra landamanna.... Við eigum það öll skilið....

Ómar Bjarki Smárason, 2.7.2012 kl. 18:41

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Væri ekki yndislegt að sjá Þorhildi á INNTV hjá Yngva Hrafni

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2012 kl. 19:57

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Er farinn að hlusta meira á Bylgjuna t.d. morgunútvarpið þar,þeir virðast lofa mun fleirum sjónarmiðum að komast að en RÚV. Þó eigendur þeirrar stöðvar séu mér ekki mjög hugljúfir.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.7.2012 kl. 09:26

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stjórnendur RÚV gera meiri kröfur til almennings, embættismanna og stjórnmálamanna, en sinna eigin starfsmanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.7.2012 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband