Er komið að leiðarlokum?

Í upphafi þessa stjórnarsamstarfs var greiningin sú að ESB myndi rústa annað hvort VG eða Samfylkingunni. Áður hafði engir kærleikar ríkt á milli þessarra flokka, og þegar Geir Haarde lagði til að VG yrði tekið inn í ríkisstjórnina var það Samfylkingin sem hafnaði. Það skyldi aldrei verða. Flokkarnir tveir kepptu um  forystuna á vinstri vængnum.

Nú þegar líða tekur á kosningar, kemur fram að verði VG sem myndi gjalda ESB vegferðarinnar. Skoðanakannanir benda til fylgishruns VG. Þar sem öllum má vera ljóst að aðildarumsóknin verður ekki afgreidd fyrir kosningar, mun ESB verða eitt af aðalkosningamálunum. Samfylkingin mun verðja á þau 30% sem vilja í ESB, en VG hefur enga stöðu. Í málinu hefur flokkurinn misst trúverðugleika. Nokkrir þingmenn VG átta sig á því að þeir eru að fara af þingi og þeir sem eftir sitja, munu vera í örflokki, sem alltaf eiga erfitt uppdráttar. VG verður í besta falli eins og varta á Samfylkingunni, nokkuð sem kjarni flokksins hefur engan áhuga á. 

Útspil síðustu daga var  yfirlýsing ráðherrarnir Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir  að nú sé tímabært til þess að endurskoða aðildarumsóknin. Tímasetningin er engin tilviljun. Steingrímur Sigfússon er erlendis, þar sem fjölmiðlar ná honum ekki. Ráðherrarnir tveir þær Katrín og Svanhvít eru í þungavikt í íslenskri pólitík. Ólíkar en gera báðar tilkall sem arftakar Steingríms í formanninn. 

 Auðvitað kemur útspilið fram með fullri vitund Seingríms. Á sama tíma fara fram á völlinn, hans langsterkustu fulltrúar. Ef Steingrímur stæði frammi fyrir því að, standa með þeim Katrínu og Svandísi eða að standa með Jóhönnu væri valið auðvelt. Málið er þegar afgreitt og ef þingmenn flokksins leggja ekki strax til fram tillögu á Alþingi um að fresta aðildarviðræðum eða hætta þeim, mun stjórnarandstaðan gera það. VG hefur engan áhuga á að afhenda stjórnarandstöðunni frumkvæðið í málinu.

Því er líklegt að næstu Alþingiskosningar verði í október eða í byrjun nóvember. Með því fer Samfylkingin löskuð til kosninga og með formann sem er búin að tapa tiltrú þjóðarinnar og líka mjög margra sem áður studdu Samfylkinguna. Alþýðuflokksarmurinn og kvennalistaarmurinn hafa engan málsvara.  VG mun því ná að reita fylgi af Samfylkingunni og henda aðildarumsókninni út af borðinu. Forysta VG er búin að átta sig á því að þetta snýst ekki um  báða flokkana. Það verður annar þeirra sem bíður afhroð, og VG sættir sig frekar við þá niðurstöðu að það verði hlutverk Samfylkingarinnar. 


mbl.is „Þetta rífur allt samfélagið á hol“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú minnir mig á það sem var stolið úr mér,að það voru hreint engir kærleikar með Samfó og VG. En hitt hef ég ekki heyrt að Geir hafi viljað VG.um borð,en Samfó hafnað. Það er nú fljótt að gróa um heilt hjá þeim,enda sameinar þau margt eins og vinnustaðurinn og eftirlaunin. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2012 kl. 00:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Helga. Draumurinn með sameiningu á vinstri arminum og miðjunni var að skapa jafnaðarmannaflokk með svipaðan styrkleika og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Þetta hefur aldrei tekist og það var Steingrímur sem leiddi klofning úr þeirri sameiningu. Þegar VG fór að hækka í skoðanakönnunum og á sama tíma Samfylkingin lækkaði, fjarlægðist þessi sýn sameiningarmanna. Steingrími verður seint fyrirgefið þegar VG mældist í fyrsta sinn með meira fylgi en ,,móðurflokkurinn" það var m.a.  ástæðan fyrir því að Ingibjörg vildi Steingrím ekki inn í ríkisstjórn Geirs Haardre. Hún vildi ekki að Steingrímur yrði neinn ,,bjargvættur".

Steingrími hefur tekist að toga Jóhönnu og Samfylkinguna vinstra megin við VG.  Steinninn í teygjubyssunni er  ESB. Hefur þú séð þegar strákar sleppa steininum, hann fýkur út í buskann og slöpp teygjubyssan. 

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2012 kl. 07:07

3 identicon

Samfylkingin hefur haft þau vinnubrögð að láta samstarfsflokka sitja uppi með svarta pétur í lok samvinnu, væri ekki bara fínt ef VG snéri því blaði við og léti Samfylkinguna eiga svarta pétur í þetta sinn?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 07:23

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristján þegar Jóhanna sá kallinn í spilunum, hélt hún að þetta væri tromp.

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2012 kl. 08:21

5 Smámynd: Sólbjörg

Niðurstaðan af atburðum síðustu daga sannar óhyggjandi að allflestir þingmenn eru eingöngu á þingi fyrir sjálfan sig, eru í sannkölluð eiginhagsmuna framboði, hagsæld lands og þjóðar er algert aukaatriði. Það er ekki fyrr en þingmönnum VG er ljóst að þau sjálf eiga ekki afturkvæmt í þing- og ráðherrastólanna að þau taka sig saman í andlitinu til að bjarga starfsferlinum, ekki til að forða Íslandi frá aðild í ESB.

Ömurlegt, svikult lið sjálfu sér til skammar og skaðræði fyrir þjóðina. Jón Bjarnason barðist vel fyrir hagsmunum Íslands og uppskar það að vera nánast hrakin úr "Sjálfgæðisflokknum VG" sem er réttnefni á flokknum.

Sólbjörg, 15.8.2012 kl. 09:28

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hluti af pólitíkinni er egóismi, það er rétt. Sem betur fer eru einnig til fólk sem vill láta gott af sér leiða. Ef við skoðum nýja flokka, þá er reynslan e.t.v. ekki endilega sú að þaðan kemur fókið sem kann til verka, og sukkar ekki. Við þurfum að veita pólíkusunum ákveðið aðhald, og fjölmiðlunum líka, og ekki síst ,,hlutlausum" ráðgjöfum þeirra.

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2012 kl. 14:14

7 Smámynd: Sólbjörg

Sem betur fer er til fólk sem af heilum hug vill láta gott af sér leiða, það mættu vera fleiri sem hafa slíkt hugarfar og hugrekki. Prófkjör er um margt gott til að veita aðhald, en takmörkunin er að eingöngu er hægt að beita útstrikunum í eigin kjördæmi, því mætti breyta - hvað finnst öðrum um það? Þá þyrfti kannski að breyta landinu í eitt kjördæmi fyrst.

Sólbjörg, 15.8.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband