Verður lögð drög að skjaldborg fyrir kosningar?

Eitt af því sem forsætisráðherra okkar Jóhanna Sigurðardóttir var að slegið verði upp skjaldborg um heimilin í landinu. Eitthvað hefur þessi skjaldborg dregist, enda tíminn farið í ýmiss gæluverkefni eins og aðildarumsókn um ESB. Ekki  ætla ég forsætisráðherra að vera ósannindamanneskju, og því á ég von að a.m.k. dörg að slíkri skjaldborg verði lögð fram nú á haustþinginu. Er sannfærður um að heimilin í landinu setja þessar áherslur ofar flestu eða öllu öðru. Það er í raun stórfurðulegt að fjölmiðlar skuli ekki fá  skýr svör um hvenær skjaldborgin verði lögð fram og leitast að fá innihald hennar.

Það er sannarlega jákvætt að Ágúst Þór Árnason og Skúli  Magnússon skuli leggja fram tillögu um stjórnarskrá. Þeir félagar eru annars vegar deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri og  dósent við lagadeild Háskóla Íslands og hafa örugglega kynnt sér málið vel. Allt innlegg í umræðuna er gott, ákvarðanir ber síðan að taka á réttum vettvangi. 


mbl.is Leggja fram tillögu um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fólkið í Landinu hefur verið svikið af núverandi Ríkisstjórn og ég held að það sé alveg sama hverju Samfylkingin lofar núna henni verður ekki trúað, Samfylkingin á eftir að bíða afhroð í næstu kosningum það held ég að sé á hreinu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 08:39

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg, getur nú ekki verið að Jóhanna hafi bara gleymt þessu með skjaldborgina, i erli dagsins?

Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 09:06

3 Smámynd: Björn Birgisson

Dörg er ágætt nýyrði.

Björn Birgisson, 30.8.2012 kl. 09:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sponnerum þá allt; Jóka reðvur glöð görd.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2012 kl. 12:40

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Helga

Eins og ég hef áður útskýrt hér á blogginu held ég úti þessari síðu m.a. til þess að æfa mig í að skrifa og vinna gegn því niðurbroti sem lesblindan mín veldur. 

Í fyrirsögninni skrifaði ég dorg í stað drög. Fyrrum kennarinn í Grindavík Björn Birgisson notar það til þess að vera fyndinn, enda var það líka umsögn sem hann fékk frá nemendum sínum úr Grindavík. 

Taktu eftir að hann gerir enga tilraun til þess að fara yfir efnið málefnalega, en það gat hann heldur ekki gert sem kennari.  Hann var örugglega ekki lesblindur, en skorti flest annað. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 16:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi minn ég man það þegar þú segir það.Ég vinn mikið með lesblindu fólki,þegar ég sit yfir,við merkjum prófin þeirra ævinlega svo prófdómarar taki tillit til þess. Þessi víxl koma æði oft fyrir hjá hinum og þessum hér á blogginu. Einn af okkur hægrimanna er lesblindur og bað fólk að afsaka stafsetninguna sem af því hlytist,en fólk gleymir því eða nýir vita það ekki. Það er ekki hægt að láta það fylgja í hverri færslu. Ég nenni ekki nærri alltaf að leiðrétta t.d. er vantar staf inn í ,þegar maður reynir að ,,gefa í stundum,,.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2012 kl. 21:10

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Takk fyrir þetta Helga mín

Sigurður Þorsteinsson, 31.8.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband